Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 16
16 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Jón Steinsson, prófessor í hagfræði
■ Aflahlutdeildum verði skipt í G- og L-flokk.
■ G- flokkur: Eftirstöðvar „gamalla“ aflaheimilda.
■ L-flokkur: Aflaheimildir leigðar á tilboðsmarkaði.
■ Aflahlutdeildum í G-flokki endurúthlutað ár hvert að 92% hluta án endur-
gjalds. Aflahlutdeildir sem þannig losna færast yfir í L-flokk.
■ Auðlindasjóður leigir út aflahlutdeildir í L-flokki fyrir hönd þjóðarinnar.
■ Aflahlutdeildir í L-flokki leigðar til eins árs á tilboðsmarkaði.
■ Útgerð getur framlengt leigu að 92% hluta ár hvert á sama
leigueiningarverði.
■ Frjálst framsal á aflahlutdeildum í G-flokki.
■ Framsal óheimilt á aflahlutdeildum í L-flokki.
■ Útgerð er heimilt að skila leigðu aflamarki innan árs og fá stærstan hluta
leigugjaldsins endurgreiddan.
■ Útgerð sem skilar aflamarki heldur rétti sínum til þess að framlengja
leigusaming sinn.
■ Skilað aflamark leigt á mánaðarlegum tilboðsmarkaði.
■ Aflamarki sem leigt er á miðju fiskveiðiári fylgir ekki réttur til þess að
framlengja leigu.
Tilboðsmarkaður
(Sjá að ofan)
Frjálst framsal í G-flokki
■ Nauðsynlegur hluti af aðlögun að nýju kerfi.
■ Ekkert leigugjald og því til einskis að skila inn í Auðlindasjóð.
■ Án framsals læsist G-kvóti inni hjá núverandi handhöfum.
■ Handhafar G-kvóta verða að hafa tök á því að bregðast við breyttum
aðstæðum með því að koma G-kvóta í verð.
Framsal óheimilt í L-flokki
■ Tekur fyrir „kvótabrask“ og það að ein útgerð verði leiguliði annarrar
útgerðar.
■ Útgerðir sem vilja draga saman seglin afþakka einfaldlega framlengingu
leigusamninga.
■ Hinn opinberi tilboðsmarkaður kemur í stað viðskipta á frjálsum markaði.
■ Tilboðsmarkaðurinn tryggir að kvóti leitar áfram til þeirra sem best geta
nýtt hann.
Skil á aflamarki innan árs
■ Óhöpp geta átt sér stað svo sem bilun skips.
■ Tryggir að útgerð geti losað sig við aflamark sem hún getur ekki nýtt án
þess að fyrirgera rétti sínum til þess að framlengja leigusamning sinn á
viðkomandi aflahlutdeild.
■ 92% aflahlutdeilda endurúthlutað á hverju ári til fyrri handhafa án
endurgjalds.
■ 8% aflahlutdeilda á tilboðsmarkað.
■ Frjálst verði að framselja aflahlutdeildir og úthlutað aflamark.
Endurúthlutun
■ 92% endurúthlutun á við um bæði upprunalega kvóta og þá sem fengnir
eru á tilboðsmarkaði.
■ Með öðrum orðum: Öllum kvóta – óháð því hvort hann var fenginn í
upphafi eða á tilboðsmarkaði – er endurúthlutað að 92% hluta á hverju
ári án endurgjalds.
Tilboðsmarkaður
■ Áhugasamir aðilar skila inn tilboðum sem tilgreina magn og einingarverð.
■ Sami aðili má skila inn mörgum tilboðum á mismunandi einingarverði.
■ Aðili má ekki bjóða í meira magn en hann má eignast (hámarkseign
hvers aðila).
■ Sérstakur tilboðsmarkaður í hverri tegund.
■ Tilboðsmarkaðir í öllum tegundum fara fram Samtímis.
■ Bjóðendum gefið tækifæri til þess að hækka tilboð sín og/eða setja inn
ný tilboð eftir að upphafleg boð hafa verið gerð opinber.
■ Tilboðsmarkaðnum lýkur þegar ný boð hætta að berast.
Frjálst framsal
■ Ekki jafn mikilvægt vegna þeirra miklu viðskipta sem ættu sér stað á
hinum opna tilboðsmarkaði.
■ Þó væri nauðsynlegt að fyrirtæki sem einhverra hluta vegna þyrftu að
losa sig við veiðiheimildir sem þær hefðu leigt á tilboðsmarkaðinum gætu
gert það.
■ Það myndi líka tryggja að þeir sem tækist illa upp á tilboðsmarkaðinum
gætu sótt sér veiðiheimildir á eftirmarkaði.
Línuleg fyrning
■ Aflahlutdeildir fyrnast um 5% af upprunalegum aflaheimildum á ári í 20
ár.
■ Aflahlutdeildir leigðar til 20 ára á tilboðsmarkaði.
Línuleg fyrning eða hlutfallsleg endurúthlutun
■ 95% hlutfallsleg endurúthlutun er mun „mildari“ leið en 5% línuleg
fyrning.
■ 92% hlutfallsleg endurúthlutun færir álíka stóran hluta framtíðararðsins til
þjóðarinnar og 5% línuleg fyrning.
Leiga á kvóta til 20 ára
■ Gerir öll viðskipti með kvóta í hinu nýja kerfi mun þyngri í vöfum.
■ Sú staða gæti komið upp að stór hluti kvóta einhvers fyrirtækis myndi
„renna út“ innan fárra ára.
■ Þá myndi ríkja mikil óvissa um afdrif þess fyrirtækis (og það skapar hættu
á pólitískum inngripum).
■ Jafnframt myndi það fyrirtæki ekki hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi
við umgengni veiðiheimilda.
■ Ef tilboðsleiðin er farin getur þessi staða ekki komið upp. Öll fyrirtæki fá
alltaf 92% kvóta síns endurúthlutað næsta ár.
■ Ef tilboðsleiðin er farin renna upprunalegir kvótar og kvótar fengnir á
tilboðsmarkaði strax saman í eina heild og eru óaðskiljanlegir.
■ Því væri í framtíðinni ekki hægt að meðhöndla upprunalega kvóta öðruvísi
en þá sem fengnir eru á tilboðsmarkaði.
■ Línuleg fyrningarleið hefur ekki þennan kost.
Jón Steinsson, hagfræði-
prófessor við Columbia-há-
skólann í Bandaríkjunum, og
Þorkell Helgason, fyrrverandi
orkumálastjóri, hafa unnið að
útfærslu á fyrningarleiðinni
fyrir starfshóp um endurskoð-
un á lögum um fiskveiðistjórn.
Hagsmunaaðilar í greininni
fullyrða að fyrning aflaheim-
ilda muni koma illa við marga
núverandi handhafa aflaheim-
ilda og jafnvel valda fjölda-
gjaldþrotum fyrirtækja. Þessu
hafnar Jón með öllu.
Innan starfshóps um endurskoðun á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu eru tvær leiðir
helst til skoðunar. Annars vegar svoköll-
uð tilboðsleið sem Jón og Þorkell hafa
útfært og kalla leigutilboðsleið. Hins
vegar er samningsleið sem hagsmunaað-
ilar aðhyllast. Þar er gert ráð fyrir auð-
lindagjaldi sem byggir í raun á núver-
andi fyrirkomulagi.
Miklar deilur hafa verið innan starfs-
hópsins og sögðu
útgerðarmenn,
ásamt fleiri hags-
munaaðilum, sig frá
nefndarstarfinu um
tíma. Jón Steinsson
var fenginn til sam-
starfs við nefndina
að frumkvæði for-
manns hennar, Guð-
bjarts Hannessonar.
Útfærslan sem hér er kynnt er í raun
hugsuð til að milda upphaflega fyrn-
ingarleið stjórnvalda. Stefnt er að því
að starfshópurinn ljúki störfum á allra
næstu dögum.
Hvað telur þú tilboðsleiðina hafa
umfram samningaleiðina (auðlinda-
gjald)?
„Þegar tilboðsleiðin er borin saman
við samningaleiðina er það risastór
kostur við tilboðsleiðina að auðlinda-
gjaldið ræðst af tilboðum útgerðarinn-
ar og ræðst þannig í raun af greiðslu-
getu hennar. Eina leiðin til þess að fá
útgerðina til þess að veita raunsann-
ar upplýsingar um greiðslugetu sína er
að gera henni að bjóða í veiðiheimild-
ir. Eða á hvaða upplýsingum á ríkið að
byggja samningagerð sína við útgerðina
ef samningaleiðin er farin? LÍÚ mun án
efa ráða til sín herskara sérfræðinga
sem munu setja fram flókna útreikn-
inga þess efnis að greiðslugeta útgerð-
arinnar sé engin. Og útgerðin mun þar
að auki áfram hafa sterka hvata til þess
að skuldsetja sig upp í topp og þannig
veikja efnahagsreikning sinn til þess að
það líti þannig út að hún hafi ekkert bol-
magn til þess að greiða auðlindagjald.
Slíkt mun veikja sjávarútveginn. Í raun
er samningaleiðin áframhald á núver-
andi kerfi því útgerðin greiðir nú þegar
málamyndaauðlindagjald.“
Hverjir eru helstu kostir (leigu)til-
boðsleiðarinnar?
„Stóri munurinn á leigutilboðsleiðinni
og grunngerð tilboðsleiðarinnar er fyr-
irkomulag greiðslna. Í leigutilboðsleið-
inni greiða útgerðir fyrir eitt ár í einu á
meðan grunngerðin gerir ráð fyrir fyr-
irframgreiðslu á réttindum fram í tím-
ann. Leigutilboðsleiðin minnkar þannig
fjárbindingu í kvóta. Hún hentar einnig
betur ef menn vilja takmarka framsal
og þannig færa öll viðskipti með kvóta
inn á opinberan tilboðsmarkað. Leigu-
tilboðsleiðin veitir útgerðinni auk þess
meiri aðlögunartíma varðandi greiðsl-
ur. Greiðslurnar verða lágar í byrj-
un en fara stighækkandi. Í grunngerð-
inni skella greiðslur á af meiri þunga
frá byrjun. Þar að auki felur leigutil-
boðsleiðin í sér að auðlindasjóður er að
veita útgerðinni ákveðna tryggingu ef
til aflabrests kemur. Við slíkar aðstæð-
ur myndi verð á aflahlutdeildum lækka
og því myndu útgerðir ákveða að fram-
lengja ekki dýra eldri leigusamninga en
gera þess í stað fleiri nýja á tilboðsmark-
aðnum það árið á lægra verði. Leigutil-
boðsleiðin veitir útgerðinni þannig meira
öryggi en grunngerðin.“
Stendur þessi leið ekki í vegi fyrir
verðmætasköpun?
Glímt er um tvær ólíkar leiðir
JÓN STEINSSON
FARSÆLL Á VEIÐUM Deilur um fiskveiðistjórnunarkerfið hafa staðið allt frá því að því var komið
á. Starfshópur, einnig nefndur sáttanefnd, hefur starfað frá því í júlí 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE
Grunnhugmynd fyrningarleiðar:
(Leigu)tilboðsleiðin:
Tilboðsleiðin:
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
■ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipaði starfshópinn í byrjun
júlí 2009. Vísaði hann þar til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.
■ Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður starfshópsins.
■ Verkefni starfshópsins er að skilgreina helstu álitaefni sem fyrir hendi eru í lög-
gjöfinni og lýsa þeim. Eins að hann „láti vinna nauðsynlegar greiningar og setji að
því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð
rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og
sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar,“ eins og sagði í
fréttatilkynningu.
■ Á grundvelli vinnu starfshópsins og þeirra valkosta sem hann bendir á, mun ráð-
herra ákveða frekari tilhögun við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar.
Tólf stjórnarþingmenn hafa lagt fram þingsályktunartilllögu á Alþingi um að fram fari
þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipan íslenskar fiskveiðistjórnunar.
■ Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið 8.
mars að hún telji heppilegt að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Starfshópur sjávarútvegsráðherra
„Þessi leið hefur, ef eitthvað er,
jákvæð áhrif á verðmætasköpun þar sem
hún ýtir undir að kvóti færist til þeirra
sem best geta nýtt hann. Útgerðarmenn
hafa lengi staðið fyrir hræðsluáróðri
um fyrirtæki sem ekkert fá mörg ár í
röð og daga þannig uppi. Þeir hafa aug-
ljóslega ekki kynnt sér fyrirkomulagið
sem verið er að tala um. Það yrðu mikil-
vægir öryggisventlar á tilboðsmarkaðn-
um sem myndu tryggja að ekkert fyrir-
tæki standi uppi allslaust ef það á annað
borð er samkeppnishæft. Mikilvægast
í þessu sambandi er að útgerðum yrði
leyft að setja inn ný tilboð eftir að þær
hafa séð tilboð annarra. Þannig er tekið
fyrir hættuna á að menn standi uppi
slyppir og snauðir vegna þess að þeir
misreiknuðu markaðinn.“
Hvað með skuldir útgerðarinnar?
„Núverandi kerfi gerir það að verk-
um að útgerðin hefur sterka hvata til
þess að skuldsetja sig upp í topp til þess
að hún virðist ekki hafa bolmagn til að
greiða auðlindagjald. Það veikir sjáv-
arútveginn. Og það er ansi öfugsnúið
að ætla að verðlauna slíka hegðun. Það
er auðvitað ekki hægt að borða kökuna
og eiga hana. Ef auðlindaarðurinn á að
renna til þjóðarinnar verður að taka
hann af eigendum útgerðarfyrirtækja.
Raunar virðast mörg útgerðarfyrirtæki
þurfa að ganga í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu hvort sem er. Til-
boðsleiðin mun ekki skipta sköpum
hvað það varðar. En með því að fara til-
boðsleiðina er framtíðarrekstrargrund-
völlur útgerðarinnar tryggður þar sem
tryggt er að auðlindagjaldið mun ráð-
ast af greiðslugetu útgerðarinnar og því
ekki vera það hátt að það sligi hana.
„Geta menn ekki áfram selt sig út úr
greininni sem er það atriði sem almenn-
ingur hatast mest við?
Nei! Það er regin munur hér. Ef til-
boðsleiðin er farin, hvort sem er leigutil-
boðsleiðin eða grunngerðin, hafa menn
þá þegar greitt markaðsverð fyrir kvót-
ann til auðlindasjóðs. Ef þeir selja síðan
kvótann áfram eru þeir því ekki að taka
neinn hagnað út með sér. Í dag fá menn
kvóta á miklu undirverði frá þjóðinni og
geta síðan selt hann og hirt mismuninn.
Í nýja kerfinu verður enginn mismun-
ur þar sem verðið á eftirmarkaði, þar
að segja ef framsal er leyft, mun ráðast
af verðinu á tilboðsmarkaðinum. Þetta
gróðatækifæri verður því fyrir bí.“
Er ekki æ líklegra að samningaleiðin
verði farin?
„Talsmenn útgerðarinnar virðast
hafa dóminerað umræðuna að undan-
förnu. Það er svo sem ekkert skrítið.
Þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta. En
ríkisstjórnin á eftir að sýna spilin. Ég
bind vonir við að hún ætli sér að standa
við yfirlýsta stefnu sína um að færa auð-
lindaarðinn til þjóðarinnar. Reyndar er
ég hræddur um afstöðu Vinstri grænna.
Það væri með ólíkindum ef VG myndi
fylkja sér á bak við LÍÚ í þessu máli. En
maður veit aldrei.“
Útfærsla á fyrningarleiðinni
Byggt á glærukynningum Jóns Steinssonar á tilboðsleiðinni sem eru
aðgengilegar á http://www.columbia.edu/~js3204/