Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 17

Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 17
569 5100 skyrr@skyrr.is Velkomin  Rafræn viðskipti og innkaup gera vinnustöðum kleift að spara tíma, pappír og peninga. Notkun skeytamiðlunar í dreifingu reikninga, pantana, hreyfingalista og annarra skjala lágmarkar kostnað við umsýslu, ásamt því að stórauka nákvæmni og öryggi. Skýrr býður atvinnulífinu til opins morgunverðarfundar, annars vegar um ávinning af innleiðingu á rafrænum reikningum og hins vegar um tengdar lausnir í Microsoft Dynamics NAV sem lúta að þessu sviði. Fundurinn er miðaður við þarfir stjórnenda, fjármálastjóra og starfsfólks fjármálasviða í atvinnulífinu. Fundurinn verður haldinn núna á föstudaginn kemur, 27. ágúst, frá kl. 8:00-10:00. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00, en formleg dagskrá hefst kl. 8:30 og fundarlok eru áætluð kl. 10:00. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu og fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir. Fundurinn verður haldinn í ráðstefnusal Skýrr að Ármúla 2 í Reykjavík (gengið inn frá Háaleitisbraut). Skráning fer fram á vefsvæði Skýrr (skyrr.is). Rafrænir reikningar & Microsoft Dynamics NAV Opinn morgunverðarfundur Skýrr föstudaginn 27. ágúst um rafræna reikninga, skeytamiðlun og tengdar lausnir fyrir Microsoft Dynamics NAV 8:00 Húsið opnar - Morgunverður Ljúffengar veitingar að hætti hússins 8:30 Morgunverðurinn er aldrei (alveg) ókeypis Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr 8:40 Reykjavíkurborg og rafræn viðskipti Jónas Skúlason, deildarstjóri bókhalds hjá Reykjavíkurborg 9:00 Rafrænir reikningar – tíminn er núna Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar 9:20 Rafræn viðskipti með Microsoft Dynamics NAV María Leifsdóttir og Styrmir Kristjánsson, ráðgjafar hjá Skýrr 9:40 Microsoft Dynamics NAV á skrifstofunni (handhæg tól til að stytta ferla og flýta fyrir úrvinnslu bókhalds) Gunnar Gestsson, hugbúnaðarþróun, Skýrr Fundarstjóri Ólína Laxdal, viðskiptastjóri hjá Skýrr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.