Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 24
24 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Stjakinn er 25 cm á hæð, mikill
um sig, stéttin 17 cm í þvermál,
úr einhverskonar látúni.
Minningartafla með skildi frá fyrri
hluta 19. aldar
Minningarskjöldurinn hékk í
kirkjunni til heiðurs Laufás-
prestinum Gunnari Hallgríms-
syni og konu hans Þórunni Jóns-
dóttur sem bæði létust árið 1828.
Sennilegt er að Gunnar sonur
þeirra hafi látið gera skjöldinn,
eftirmaður föður síns á staðn-
um til 1853 (meðal annars kunn-
ur sem faðir Þóru í Ferðalokum
Jónasar). Minnismerkið sjálft
er úr silfruðum eir, og er raun-
ar ekki skjaldarlaga heldur í líki
duftkers í forngrískum stíl. Á því
er töluverð áletrun sem nú verð-
ur ekki lesin, en þar hljóta hjón-
in að vera nefnd. Málmskjöldur-
inn var upphaflega festur á töflu
og hún römmuð með gylltum list-
um, hæðin væntanlega á bilinu
30–50 cm.
Patínudúkur Laufeyjar Bjarnar-
dóttur frá um 1880
Yngri patínudúkurinn er úr rauðu
flaueli með gullvírskögri, líklega
hvítt klæðisefni að neðanverðu.
Á hann er saumað fínlegt blóm-
skreyti. Dúkurinn er frá ofan-
verðri 19. öld, og fékk kirkjan
hann að gjöf frá Laufeyju Bjarn-
ardóttur Halldórssonar, sem lést
aðeins 24 ára árið 1881. Enn er í
brúðarhúsinu í Laufási íslenskur
búningur hennar með útsaumi.
Líklegt er að Laufey hafi sjálf
saumað í dúkinn, og kann að vera
að útsaumsmunstrið sé að ráðum
Sigurðar mála Guðmundssonar.
Þeir sem þekkja til Laufásheim-
ilisins, Laufeyjar og séra Björns
föður hennar, sem byggði bæinn í
núverandi mynd og lét reisa kirkj-
una undir stjórn Tryggva Gunn-
arssonar, sjá að þetta er merkileg-
ur gripur sem mikill skaði er að
skuli hafa týnst úr kirkjunni.
Patínudúkur með rót í katólskum
sið
Jafnvel enn merkari er hinn pat-
ínudúkurinn. Sá er sagður úr
rauðu ullarefni, hvítt klæði að
neðan, kögur utanum með vír-
dregnum silkiskúfum, en aðeins
einn skúfanna var að lokum eftir.
Ullarhliðin sem upp snýr er sett
saman úr fjórum pjötlum. Til
hliðanna er saumað blómskreyti
en í miðju að ofan fangamark
Krists, i h s (Iesus Hominum Sal-
vator = Jesús frelsari manna) og
að neðan fangamark Maríu, ma
með striki yfir. Dúksins er fyrst
getið í kirkjuheimildunum árið
1728, og hefur verið gerður úr
krossi af ónýtum hökli. Líklegt
er, segir Elsa E. Guðjónsson, að
jurtaskrautið hafi þá verið saum-
að í dúkinn. Svo vill til að hökuls-
ins sem dúkurinn er saumaður úr
sér stað í heimildum aftur til 1659.
Þá eru þrír höklar í Laufási, og er
þessi talinn síðastur þeirra, orð-
inn gamall en „vel brúkanlegur,
með slitnu fóðri“. Trúlegt er því
að þessi hökull sé kominn í Lauf-
ás fyrir siðaskipti. Benda fanga-
mörkin til þess, því þótt Maríu
guðsmóður væri sýnd full virð-
ing á fyrstu öldum lútersku var
hún engan veginn jafnsett nánast
Kristi sjálfum, einsog lesa má úr
hökulleifunum á patínudúknum.
Ekki eru heimildir um mál á
patínudúkunum tveimur en slík-
ir dúkar eru jafnan milli 12 og 20
cm á hverja hlið.
Ósk um aðstoð
Svo vel vill til að í fórum Harðar
eru myndir af Laufáskirkjumunum,
líklega teknar á árabilinu 1975–80,
þar á meðal af þeim munum fimm
sem nú er saknað. Eru þær birtar
hér með greininni. Þessar myndir
eru einnig yngstu heimildir um til-
vist munanna í Laufási.
Einsog áður segir vita menn ekki
hvað hefur orðið um þessa muni.
Ég hef talað við ekkjur tveggja síð-
ustu presta í Laufási, og minnist
hvorug þessara gripa. Þeirra virð-
ist heldur ekki sjá stað í vísitasí-
um frá síðustu áratugum 20. aldar.
Þeir hafa ekki fundist á þeim söfn-
um sem helst kæmu til greina.
Vel má þó vera að munirnir séu
ennþá til. Ef til vill hafa þeir verið
teknir úr kirkjunni eða af prests-
setrinu til viðgerðar eða ein-
hverskonar athugunar, og síðan
dagað uppi í skáp eða hillu, jafn-
vel hjá erfingjum þeirra sem upp-
haflega komu við sögu. Munirnir
gætu líka verið í öðrum kirkjum í
nágrenninu. Hugsanlegt er að ein-
hver afkomenda Gunnars og Þór-
unnar hafi fengið leyfi til að varð-
veita minningarskjöldinn þótt um
það finnist ekki lengur skriflegar
heimildir.
Við sem stöndum að útgáfu síð-
ari Laufásbókar Harðar Ágústs-
sonar biðjum því þá sem kynnu að
vita um munina eða þekkja afdrif
þeirra að hafa samband. Síma-
númer mitt er 896 1385, og net-
fangið mordurarnason@simnet.is.
Einnig má snúa sér til núverandi
sóknarprests í Laufási, Bolla Pét-
urs Bollasonar. Hvers konar upp-
lýsingar skipta máli, og að sjálf-
sögðu er heitið trúnaði ef þess er
óskað.
Þakklæti eiga þeir skilið sem
geta veitt aðstoð, frá aðstandend-
um og vinum Harðar Ágústssonar,
frá þeim sem annt er um íslenska
menningarsögu og frá öllum þeim
mörgu sem þykir vænt um Laufás
og Laufásfólk fyrr og síðar.
Fimm gamalla muna er saknað úr Laufási við Eyjafjörð. Þeir
eru allir úr kirkjunni og hver á
sinn hátt verðmætur fyrir sögu
staðar og þjóðar. Einn þeirra má
raunar kalla gersemi.
Hörður Ágústsson, listmálari
og fræðimaður, gaf árið 2004 út
bók um Laufás. Þar er gerð ræki-
leg grein fyrir gamla bænum og
saga hans rakin eins langt aftur
og unnt er, ásamt umfjöllun um
útihús og þá gripi og verkfæri
sem staðnum tengjast. Hörður lét
eftir sig handrit að síðari Laufás-
bók sem fjalla skyldi um kirkjur
staðarins, þá sem nú stendur frá
1865 og þær fyrri sem kunnugt er
um, ásamt skrúða öllum og áhöld-
um sem um er vitað. Nú er verið
að ganga frá þessu handriti Harð-
ar til prentunar.
Á söfnum er margt merkra
muna úr Laufáskirkju en Hörður
fjallar einnig um þá gömlu muni
sem enn eru á staðnum. Þegar sá
gripakostur var kannaður í sumar
kom í ljós að eina sjö muni vant-
aði. Um afdrif tveggja þeirra er
síðan ljóst að öðrum var hent
ónýtum (glerflaska tinbúin undir
messuvín, frá miðri 18. öld) en
hinum stolið (postulínsdós fyrir
eldspýtur, lá á altari, frá ofan-
verðri 19. öld).
Munirnir fimm sem ekkert er
vitað um ennþá eru skírnarfat,
kertastjaki, minningarskjöldur
og tveir patínudúkar.
Skírnarfat frá 17. öld
Skírnarfatið kom í Laufás um
miðja 17. öld. Það er úr látúni, til-
tölulega lítið eða um 25 cm í þver-
mál, og á botninn eru krotaðir eða
stimplaðir fjórum sinnum stafirnir
K og R samlímdir með kommu eða
striki ofan í K-ið, líklega auðkenni
smiðsins sem hefur verið danskur
eða þýskur.
Stjaki frá 18. öld
Stjakinn er úr pari sem kirkjan
eignaðist 1742, en jafningi hans
týndist á fyrri hluta 20. aldar.
Fimm gamalla muna saknað úr Laufási
Fornminjar
Mörður
Árnason
ritstjóri væntanlegrar
bókar Harðar
Ágústssonar um
Laufáskirkjur
Patínudúkur gerður úr gömlum hökulkrossi 1728, hökullinn
líklega úr katólskum sið, með fangamörkum Krists og Maríu
meyjar.
Postulínsdós fyrir eldspýtur. Kross, akkeri
og hjarta á lokinu (= trú, von og kærleikur).
Kom í Laufás skömmu fyrir 1883, stolið úr
kirkjunni sumarið 1998.
Stjaki úr látúni, líklega eitthvað bilaður,
frá fyrri hluta 18. aldar.
Minningarskjöldur Gunnars og Þórunnar frá árunum eftir 1828.
Patínudúkur frá Laufeyju Bjarnar-
dóttur frá um 1875 til 1881. Munstrið
kann að vera að fyrirsögn Sigurðar
málara.
Komum á staðinn og aðstoðum við kostnaðarmat
án skuldbindinga.
ÁF-hús – alhliða byggingaverktaki
Áratuga reynsla!
Upplýsingar hjá Árna Geir Magnússyni,
verkefnastjóra, í síma 690 6011 eða arni@afhus.is www.afhus.is
Sterkara Ísland boðar alla evrópusinna til skemmtilegs
vinnufundar á Hótel Borg laugardaginn 28. ágúst kl. 10-14.
Ókeypis barnagæsla og léttur hádegisverður á 500 kr.
Stuttar framsögur og hugmyndavinna. Fundarstjóri verður
Bergur Ebbi Benediktsson.
Nánari upplýsingar á www.sterkaraisland.is
Áfram
með smjörið
- vinnufundur evrópusinna