Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 27

Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 27
FIMMTUDAGUR 26. ágúst 2010 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Haustið nálgast hratt og það er hálf dap-urlegt að tala um vetrartískuna áður en sumri lýkur og ekki síður að sjá vetrartískuna síðan í júní í verslunum hér í borg eins og víðar hvort sem er í fínum eða ófínum verslunum. Það væri lygi að segja að tískan sé frumleg og byltingar- kennd þennan veturinn en það eru nú svo sem engin tíðindi frá því að kreppan skall á. Þannig er stíllinn víða mjög klassískur, talað um „klassisima“ sem lyk- ilorð. Flíkinni er ætlað að vera óaðfinnanlega sniðin en með ekki of mörgum smáatriðum sem tengja hana samtímanum og lifa þannig kannski lengur en einn vetur. Innkaup hvort sem þau eru nauðsynleg eða ekki eiga að vera skynsamleg. Neyslan hefur gjörbreyst með kreppunni og meira að segja þeir sem geta leyft sér að eyða miklu gera það með öðrum hætti en áður hefur þekkst. Mér segir svo hugur að þessi lífs- háttur muni ekki breytast hratt með bættum efnahag. Þeir óstýrilátustu í tískunni eins og Riccardo Tisci hjá Givenchy til dæmis eru þægari í vetur en áður. Alltaf eru þó einhverjar nýjungar sem vert er að skoða en yfirleitt eitthvað sem áður hefur sést. Í fyrra sáust slár í vetrartískunni en nú er varla sá hönnuður sem ekki býður upp á eins og eina og er það góð tilbreyting frá vetrarkáp- unni. Slárnar eru misjafnlega þykkar, ekki allar sérstaklega góðar fyrir frost og byl (Paule Ka). Pilsin eru há í mittið í vetur sem á vel við kröfuna um hið óaðfinnanlega snið. Minn- ir mjög á Joan Crawford eða Audrey Hepburn í Dior. Stutt- buxur úr leðri eru nokkuð áber- andi í vetur sem auvitað þarf að nota með þykkum sokkabuxum og háum stígvélum. Stíllinn er mjög kvenlegur og varir eiga að vera eldrauðar til að fullkomna þetta Hollywood-útlit. Góðu fréttirnar eru þær að tískan er litskrúðug samanbor- ið við síðasta vetur þegar varla sást annar litur en svart og dökkblátt og hönnuðir virtust allir vera þjáðir af kreppuþung- lyndi og kröfum fjárfesta um að skila hagnaði. Svart er áber- andi eins og alltaf í vetrartísk- unni, mikið um grátt og jafn- vel súkkulaðibrúnt en nú eru litirnir samt sterkir í bland. Í vetur sést rautt í ýmsum útgáf- um eins og hjá Lanvin og sumir blanda bleikum lit eins og fús- hía saman við (Valentino) og nota rautt og bleikt saman að hætti YSL. Áhrifa í vetur gætir frá ´50-´60 en einnig frá 1990 en tískan frá árunum ´80 er klár- lega á útleið. Í vetur má einnig tala um síð- ustu tískulínur nokkurra hönn- uða í verslunum, þá síðustu sem Alexander McQueen hafði að mestu leyti klárað fyrir dauða sinn í febrúar og svo síðasta tískulína Jean-Paul Gaultier fyrir Hermès þar sem hann lét af störfum í sumar og ætlar nú að einbeita sér eingöngu að sínu eigin tískuhúsi. bergb75@free.fr Haust í lit Í Seúl í Kóreu fór fram neðan- sjávartískusýning á dögunum. Sýningarstúlkurnar sem syntu um á neðansjávartískusýning- unni í Seúl sem fram fór um síð- ustu helgi minntu helst á ævin- týralegar hafmeyjur. Þær voru allar klæddar í hanbok sem er þjóðlegur kóreskur búningur. Það var hönnuðurinn Park Sul- Nyeo sem átti heiðurinn af kjól- unum. - eö Hanbok hafmeyjur Hanbok er hefðbundinn kóreskur bún- ingur. NORDICPHOTOS/AFP Sýningarstúlkurnar minntu helst á haf- meyjur þar sem þær syntu um. www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Vorum að opna fulla búð af glæsilegri haustvöru ansstudioD www.jsb.is Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is EF L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n 12 vikna námskeið fyrir stráka og stelpur 16 ára og eldri! Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar. Vertu með í haust! Studio 1 – Námskeið fyrir byrjendur MOVE LIKE A DANCER… Langar þig að læra að hreyfa þig og komast í gott líkamlegt form? • Spennandi og skemmtilegt 12 vikna jazzdans og púlnámskeið fyrir stráka og stelpur 16 ára og eldri. • Kennt er í lokuðum hóp á mánudögum og fimmtudögum kl.19:25. • Kennarar eru Inga Sjöfn Sverrisdóttir og Irma Gunnarsdóttir. Studio 2 – Námskeið fyrir lengra komna MUSICAL JAZZ – LYRICAL JAZZ – COMMERCIAL JAZZ Leynist jazzdansari í þér? Varst þú í jazzballett og langar að byrja aftur? Nú er tækifærið! • 12 vikna jazzballettnámskeið fyrir lengra komna þar sem ýmsir dansstílar eru kynntir til sögunnar. • Kennt er í lokuðum hóp á mánudögum kl. 20:40 og fimmtudögum kl. 20:30. • Kennarar eru Arna Sif Gunnarsdóttir og Inga Sjöfn Sverrrisdóttir. Innritun hafin í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is Námskeið hefjast 6.september! Skráning í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is Frjáls aðgangur að tækjasal fylgir. Verð: 29.900 kr. Nýtt! STUDIOKORT Árskort sem gildir á öll dansnámskeið í Dansstudioi JSB. Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að tækjasal JSB. Verð: 56.900 kr. ansstudioD www.jsb.is STUDIOKORT Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.