Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 28

Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 28
 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR4 Þeim verslunum sem selja meðgöngufatnað hefur fjölgað mikið á síðustu árum og auðvelt að finna fallegar flíkur til að klæðast á meðan borðað er fyrir tvo. Margar konur vilja ekki eyða miklu í meðgönguföt þar sem þær telja sig ekki geta notað þau nema í 9 mánuði en flestar flíkurnar koma sér líka virkilega vel fyrstu mánuðina eftir fæðingu. Með- göngugallabuxur eru til dæmis eitthvað sem er gott að eiga á meðan líkaminn er að jafna sig og ekki er möguleiki að nota gömlu gallabuxurnar. Hér má sjá brot af því sem boðið er upp á í þeim verslun- um sem selja meðgöngufatnað. emilia@frettabladid.is Tækifæristíska Úrval meðgöngufatnaðar er sífellt að aukast hér á landi og ekki lengur neitt mál að fylgja tískunni með barn undir belti. Tvö líf. Peysujakki 12.500 kr. Belti 3.900 kr. Sýning á skópörum Vivienne Westwood stendur yfir í London. Tískuaðdáendur sem hyggja á ferð til London næstu vikurnar ættu að plana ferð á merkilega sýn- ingu sem stendur yfir í verslun- arhúsnæði Selfridges. Þar opnaði í gær sýning á yfir 200 skópörum sem Vivienne Westwood hannaði á árunum 1973 til dagsins í dag. Sýningin stendur yfir í tæpan mánuð og lýkur 22. september. Meðal þeirra skópara sem fyrir- finnast á sýningunni eru skórnir frægu sem komu Naomi Campbell í heimsfréttirnar árið 1993 þegar hún hrasaði á þeim á sýningar- palli, enda voru hælarnir á þeim afar háir. - jma 200 skópör Westwood Skór úr nýjustu línu Vivienne Westwood. HAUST-VÖRUR NÝJAR 20% kynningar- afsláttur • Skokkar st. 38–50 • Mussur • Peysur • Kápur • Buxur Ótrúlegt úrval Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Akureyri: Hofsbót 4, s: 462 3504 S: 772 2345S: 772 2345 September Woodex á Íslandi frá árinu 1977. Löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði. Tvö líf. Toppur 7.990 kr. Nærbuxur 2.990 kr. Sett 9.990 kr. Benetton. 12.495 kr. Tvö líf. 17.900 kr.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.