Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 32

Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 32
 26. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Á Siglufirði fer nú hamförum leynifélagið Rauðka sem á heiðurinn af ægifögrum, litrík- um húsum við svalan sæinn. „Að hlúa að þessum húsum og gefa þeim nýtt líf hefur verið bæði skemmtileg og gefandi vinna, og hún gerir mikið fyrir Siglufjörð. Maður finnur að bæjarbúar kunna vel að meta þessa andlitslyftingu og þessi nýja ásýnd bæjarins hefur smitað út frá sér því Siglfirðingar eru margir farnir að flikka upp á hús sín. Sömuleiðis hefur miðbær- inn gengið í gegnum mikla endur- nýjun, þannig að mjög aðlaðandi er að koma inn í Siglufjörð,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson verk- efnastjóri Rauðku, sem hefur veg og vanda af stórglæsilegri endur- gerð gömlu fiskvinnsluhúsanna við smábátahöfnina á Siglufirði, en nor- rænn byggingarstíll var hafður til hliðsjónar á húsunum sem endur- byggð eru á gömlu grind sinni. „Rauðka var stofnuð í ágúst 2007 í því augnamiði að kaupa og gera upp gömul og niðurnídd hús í bænum. Að baki Rauðku standa ör- fáir einstaklingar sem ekki vilja láta nafn síns getið, en langaði að láta gott af sér leiða og gefa til baka til bæjarfélagsins. Þeir vildu halda gömlu bæjarmyndinni heilsteyptri og fagurri, og endurgera húsin þannig að þau samræmist vel um- hverfi sínu og gömlu ímynd Siglu- fjarðar sem síldarbæs. Hvarvetna má finna anda liðinnar tíðar og víst að landsmenn koma ekki á sam- bærilega staði annars staðar á land- inu,“ segir Finnur og vísar meðal annars til Hannesar Boy Cafés þar sem húsmunir líkjast síldartunnum og öðrum viðeigandi efnivið. „Þessir gömlu og niðurgrotn- andi bárujárnshjallar voru orðn- ir til mikillar óprýði fyrir bæinn, en við höfum nú þegar tekið tvo þeirra í gegn. Sá guli geymir kaffi- húsið Hannes Boy Café sem við nefndum svo til að heiðra minn- ingu samnefnds siglfirsks sjóara sem sat þarna oft fyrir utan og var í miklu uppáhaldi hjá bæjarbúum og í hinum, þeim bláa, hefur verið útbúin upplýsinga- og þjónustumið- stöð, lítil sjoppa og gallerí fyrir listsýningar,“ segir Finnur sem um þessar mundir er í startholunum vegna endurbyggingar þriðja húss- ins, þess rauða, sem opna á sem kaffihús og fleira næsta sumar. Að auki hefur Rauðka endurgert allt umhverfi í kringum smábáta- höfnina. „Víst eru þetta dýrar fram- kvæmdir og stórar, en umfram allt ánægjulegar. Þegar hafa farið 200 milljónir í uppbyggingu fyrstu húsanna og áætlað að 150 milljón- ir kosti að gera rauðu húsin upp. Þá vill Rauðka reisa hótel innan við smábátahöfnina á næstu árum, sem gæti kostað 800 milljónir og mun öll hönnun taka sama mið af gamla tímanum.“ - þlg Kaffisopi hjá Hannesi Boy Finnur Yngvi Kristinsson við reykvísku smábátahöfnina að kynna sér breyting- ar sem þar hafa átt sér stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gömlu fiskvinnsluhúsin á Siglufirði hafa gengið í endurnýjun lífdaga og draga nú ferðalanga sem heimamenn að, enda stásslega fögur með nýtt hlutverk, ósvikinn Siglósjarma og sannkölluð bæjarprýði við gömlu smábátahöfnina. MYND/SIGRÍÐUR MARÍA RÓBERTSDÓTTIR Svona litu gömlu fisvinnsluhúsin út fyrir andlitslyftingu. Götumynd með endurgerðu fiskvinnsluhúsunum. Ólafur Jónsson, matreiðslumaður hjá Ferðaþjónustunni að Hólum í Hjaltadal, reynir að nota hráefni úr nánasta um- hverfi við matargerð sína. „Ég er til dæmis með afar vinsæla hvann- arsúpu. Skógurinn hér er svo með ótal teg- undir af sveppum sem eru afar vinsæl- ir í súpur og ýmsa rétti. Síðan bý ég til mitt eigið krydd á lambakjötið úr jurtum í skóginum.“ Inntur eftir því af hverju Ólafur nýti jurtir úr nágrenninu við matargerðina segir hann: „Það er svona leikur að bragði. Ég er ákveðinn byrjandi hér í Skagafirði með verkefnið matur úr héraði. Við skuldbindum okkur hér til að nota heimafengið hráefni í alla þá rétti sem við getum.“ Ólafur segir rétti úr heima- fengnu hráefni vinsæla og að fólk komi víða að til að gæða sér á þeim. „Við höfum fengið fólk sem gistir á Akureyri og kemur hing- að í kvöldverð og fer svo til baka. Það er ákveðinn bónus.“ - mmf Leikur að bragðinu ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.