Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 33

Fréttablaðið - 26.08.2010, Page 33
veljum íslenskt ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 5 Nýtt fréttablað verður gefið út í Vestur-Barðastrandarsýslu frá og með næstu mánaðamótum. Blað- ið hefur fengið nafnið Fjörður- inn sem vísar til fjarðanna Arn- arfjarðar, Tálknafjarðar og Patr- eksfjarðar. Blaðinu verður dreift á Bíldudal, Patreksfirði, Tálknafirði og í nágrannasveitum. „Markmiðið er að flytja fréttir af svæðinu en auk þess verðum við með pistil, matgæðing sem gefur uppskrift og umfjöllun um fyrir- tæki á svæðinu. Þá verður boðið upp á fríar smáauglýsingar fyrir lesendur auk þess sem þegar virð- ist áhugi fyrir því að fá að birta ljóð í blaðinu,“ segir ritstjórinn Sverrir Júlíusson. Blaðinu verður dreift frítt og er gert ráð fyrir að það komi út tvisvar í mánuði. „Við byrjum með átta síður en svo er aldrei að vita nema blaðið komi til með að stækka.“ Sverrir er ekki ókunnur fjöl- miðlum en hann hefur starfað á útvarpsstöðvunum Alfa, Stjörn- unni, Bylgjunni, Aðalstöðinni og X-inu. Þá heldur Sverrir úti síðun- um sportfrettir.is og skrudham- ar.is ásamt því að gefa út Graf- arholtspóstinn einu sinni í mán- uði. „Ég hef verið að vinna hér á Vesturlandi að undanförnu og kom til Tálknafjarðar fyrir tveimur vikum. Ég fór fljótlega að kynna mér hvort ekki væri gefið út blað á staðnum en komst að því að svo var ekki og ákvað að slá til.“ Nýtt fréttablað í Barðastrandarsýslu Ritstjórinn Sverrir Júlíusson hefur starf- að í útvarpi og við aðra fjölmiðla. ● LÍFRÆNT GRÆNMETI Í SKAFTHOLTI Opinn dagur verður í Skaftholti í Gnúpverja- hreppi laugardaginn 28. ágúst frá klukkan 14 til 17. Þar verður einnig lífrænn grænmetismark- aður og veitingasala. Skaftholt er heimili og vinnu- staður þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín í sátt við lífið og náttúruna. Skaftholt var stofnað 1980 með það að mark- miði að opna þroskaheftum, og öðrum sem þurfa verndað umhverfi, tækifæri til að takast á við líf og starf sem þroskar hvern og einn í samræmi við getu og hæfileika. Í Skaftholti búa um tuttugu manns. Verk- efnið er sameiginlegt; að rækta líf og starf í sameiningu eftir bestu getu hvers og eins, öllum til þroska. ● FYRSTU FJÁRRÉTT- IRNAR UM HELGINA Bændasamtökin hafa tekið saman lista yfir helstu fjár- réttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Fyrsta fjárrétt haustsins verður nú á sunnu- daginn 29. ágúst en það er Baldursheimsrétt í S-Þingeyjar- sýslu. Fyrsta stóðrétt ársins er hins vegar Miðfjarðarrétt í Mið- firði í Vestur-Húnavatnssýslu laugardaginn 4. september. Þá verður fyrst réttað í land- námi Ingólfs í Þórkötlustaðarétt í Grindavík og er hún laugar- daginn 18. sept- ember klukk- an 14. Lista yfir rétt- irnar má finna á vefsíðunni www.bondi. is ● NÝIR SPILASTOKKAR Fjórir nýir stokkar bættust við spilið Spurt að leikslokum í maí. Einn er fyrir 7-12 ára, annar fyrir áhugamenn um HM í fótbolta, sá þriðji er um popp, dægurmál og afþreyingu og sá fjórði með spurningum úr öllum áttum. Nýju spilin eru minni í sniðum en hvert spil hefur að geyma einn spurningastokk og nóg af spilaspjöldum. Stokkana er hægt að spila eina og sér eða nota með Spurt að leikslokum. Spurt að leikslokum kom út sumarið 2009. Í spilinu eru 1.620 spurningar sem er skipt í sex flokka. Allt að tólf leikmenn geta spilað í senn. Höfundar spilsins eru þeir Ölvir Gíslason og Stein- þór Steingrímsson. www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40Verkstæði og varahlutir í miklu úrvali. ÚTSALA ÖLL REIÐHJÓL Í VERSLUN MEÐ 20-30% AFSLÆTTI Bronco Windsor Verð 49.900 Útsala 39.920 Bronco Elegance Verð 59.900 Útsala 41.930 Bronco 240 Verð 43.900 Útsala 30.730 Giant BoulderVerð 65.900 Útsala 52.720 Norco Rainbow 12” Verð 19.900 Útsala 15.920 Ármúla 40 2. hæð Sími 553 9800 www.golfoutlet.is Almennur opnunartími virka daga 11 til 18 Fullt af golfdóti, frábært verð 20 % afsláttur af golffatnaði Barna- og unglingagolfsett í standpoka frá 19.900 Stakar kylfur frá 3.900 Driver 5.500 hanskar, pokar og kerrur. Rafmagnsgolfkerra Powerhouse Freedom frá Bretlandi, 28 AH geymir 69.900 Golfboltar á góðu verði Teitleist, Nike, Pinacle, Wilson o.fl. Verð 15 stk. frá 2.490 John Letters Golfsett, stakar kylfur, pokar og fleira frá þessum þekkta framleiðanda. Standpokar 12.900 Kerrupokar 24.900 Golfkerrur frá 6.990 Þriggja hjóla kerrur frá 18.500 Tri Cart á mynd 19.900 Clicgear 42.900 Golfsett í poka 10% afsl. Heilt sett karla og kvenna frá 44.550 Hálft sett í poka frá 24.750 Golfskór Verð frá 10.900 Hi-tec frá 12.900 Hi-tec unglinga 10.500 Rescue kylfur og driverar verð frá aðeins 7.900 Driverar dömu frá 8.900 John Letters Driver 27.900 Nýr Hippo XXL Driver 22.900

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.