Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 36
 26. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt ● ÚTIKAFFIHÚS KVENNASKÓLANS Við ákváðum að nýta góða veðrið meðan við höfum það, áður en skammdegið með próf- um skellur á og hafa fyrstu skólavikuna skemmtilega. Útikaffihús, þar sem kakó, kaffi og meðlæti er selt á kostnaðarverði, er einn liður í því,“ segir Sindri Már Hjartarson formaður Keðjunnar, Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík. Hann segir lista- nefnd félagsins hafa skipulagt dagana og skreytt allt úti og inni. Því sitji fólk frekar úti en inni. „Við erum búin að vera að spila rúllutón- list hér úti frá átta til fjögur á daginn og á morgun [í dag] kemur hljómsveitin Boba fram í hádeginu, frá hálf tólf til tólf. ● NÝTT NAN BRAUÐ Á MARKAÐ Veitingahúsið Tandoori í Skeifunni hefur sett á markað nýlega tvær tegundir af Nan brauðum, venjulegt og með hvítlauk. Brauðin eru bökuð í ekta Tandoori ofni við 400 gráðu hita en þau eru handgerð og án allra aukefna. Þau hafa notið nokkurra vin- sælda en von er á fleiri tegund- um í verslanir bráðlega. Hugmyndahús háskólanna hleypir svokallaðri Hugmyndasmiðju 2010 af stokkunum nú í september. Verk- efnið er hugsað fyrir þá sem lang- ar að koma hugmynd að vöru eða þjónustu í framkvæmd á sviði skap- andi greina, tækni, vísinda eða við- skipta. Hugmyndasmiðjan hefst 2. september og stendur í sex vikur þar sem fyrirlestrar verða haldn- ir á fimmtudögum og vinnusmiðj- ur á laugardögum. Í lokin fá sex þátttakendur hvatningarverðlaun að upphæð 500.000 krónur og eru verðlaunin veitt þeim sem þykja hafa unnið best úr hugmynd sinni. Ekki er greitt fyrir þátttöku í Hug- myndasmiðjunni en umsóknum þarf að skila rafrænt á hugmyndahus.is og er takmarkað sætaframboð. - jma Hugmynda- smiðjan 2010 Sex þátttakendur fá hvatningarverðlaun í lok Hugmyndasmiðjunnar sem Hug- myndahús háskólanna stendur fyrir. ● MEÐ KEIM AF ÍSLANDI Fjallagrasa- snafs sem fram á síðasta ár hefur aðeins fengist í Leifsstöð er nú seld- ur í Vínbúð og á börum og veit- ingahúsum í miðbæ Reykjavíkur. Íslenska þjóðin hefur notað fjallagrös frá landnámi að talið er, bæði til matargerðar og lækninga. Árið 1993 var farið að framleiða snafs með því að láta möluð grös liggja í spírablöndu sem leysir upp og dregur í sig líffræðilega virk efni úr þeim og gefur drykknum sérstakan lit og bragð. Heil fjallagrös eru svo sett ofan í flöskuna til prýði. Hlíðarsmára 2 201 Kópavogi Sími 565 7272 www.verkefnalausnir.is HELSTU NÁMSKEIÐS- ÞÆTTIR Elín Þ. Þorsteinsdóttir Sigrún Stefánsdóttir LEIÐBEINENDUR: NÁMSKEIÐSDAGSKRÁ: Hugarflug Grunnæfingar Tölulegar upplýsingar Gerð skipurita Fundarstjórnun Ritgerðasmíð og skýrslugerð Verkefnastjórnun og skipulagning Samspil Outlook og MindManager Kynningar Stjórnun upplýsinga HRAÐFERÐ 7 klst. kl. 8.30–16.30 25. ágúst 9. september 14. október 11. nóvember Forkröfur: Að vera vel tölvufær ÓKEYPIS OPNIR KYNNINGARFUNDIR 7 klst. kl. 8.30–16.30 7. október 5. nóvember GRUNNUR + FRAMHALD 2x4 klst. kl. 8.30–12.30 22.–23. september 26.–27. október 24.–25. nóvember Ómar Á. Óskarsson Frumsýning á MindManager 9 föstudaginn 27. ágúst milli kl. 9 og 10 í Hlíðarsmára 8, 4. hæð. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.