Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 44

Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 44
28 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Veistu! Við erum búnir að kaupa allt, staðurinn er klár! Við ætlum allir að hittast fyrir þennan myrkra gjörning! Snilld! Allir ætla að mæta, Dimma- dals Greifi, Herra Náttskrýmsli, Rottu Karlinn og Þór hinn vondi! Æltar þú ekki að mæta? Ég er klár, eins og egg í hreiðri Á föstudag rennur stund- in upp, vertu tilbúinn, vertu viðbúinn! Ég er tilbúinn, ég er við- búinn! Hvað gerist á föstudaginn? Við ætlum að horfa á IDOL! Þvílíkur dagur. Mér líður eins og einhver hafi keyrt yfir mig á strætó! Þarna ertu! Ok,strætó fullum af liðs- foringjum Allir bún ir að fara á klósettið ? Erum við með nóg af bleyjum? Hvar er snuðið? Eigum v ið að taka eitt hvað með til að maula? Bíðið, ég gleymdi stuttbuxun- um mínum! Hefur ein hver séð sokk anna mína? Ok, við erum tilbúin! Ef Kólumbus hefði tekið fjöl- skylduna sína með værum við sennilega ekki til. Ofurgáfu- mannafélagið hf Sendið umsóknir til perlan@perlan.is. Nú er tækifærið! Okkur vantar starfsfólk í kaffiteríu Perlunnar. Vaktavinna Starfsfólk í kaffiteríu Systkinin í Klassart eiga eitt vinsælasta lag sumarsins „Litla systir er leynivopnið“ föstudagur fylgir Fréttablaðinu á morgun Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sér-staklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smá- atriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur. ÓTELJANDI kvikmyndir hafa verið gerðar um einmitt þetta, brúðkaupsdaginn mikla þar sem allt gekk á afturfótunum. Ser- vétturnar í röngum lit og blómin af kol- rangri gerð, kakan í klessu, hringurinn týndur og brúðurin grátandi í lok dags, svo fjúkandi reið við brúðgum- ann fyrir að hafa stigið á kjólinn svo hún hrasaði niður kirkjutröppurnar. Það er svo sem ekkert einfalt að halda stóra veislu, en í fyrirganginum sem skipulagning brúðkaups krefst sem nær frá sevéttu- brotum til litar og fjölda rósablaða í hverju sæti, vill tilefnið stundum gleymast. Hjónabandið. ÉG FÓR í eitt stórskemmti- legt brúðkaup um daginn. Það var einmitt eitt af þessum ekta íslensku sumarbrúðkaupum sem fór fram úti við, eða í garði brúðhjónanna. Tjaldað hafði verið yfir gesti og steikurnar kraumuðu á grilli úti undir vegg. Veðrið var hins vegar ekki eins og best hefði verið á kosið til útifagnaðar, lemjandi slagveður og fárra stiga hiti. GESTIRNIR höfðu þó verið beðnir að klæða sig vel enda iðulega allra veðra von norðan heiða. Lopapeysur og pollajakkar leystu því kjólfötin af þennan daginn og hælaskórnir fuku fyrir stígvélum. Krakkaskarinn veltist svo um í rigningunni, vel vatnsvarinn og glaður. Enda var þetta gleðidagur þó hryss- ingslegur væri, brúðkaupsdagur. TILEFNI samkomunnar var líka alveg ljóst en rétt á meðan presturinn gaf brúðhjónin saman skein sólin upp sem snöggvast og það hætti að rigna. Fólk dró af sér hetturnar á regnjökkunum, söng og lyfti glösum og ósk- aði þeim nýgiftu til hamingju þarna í tjald- inu. Og svo fór bara aftur að rigna. MATUR bragðast aldrei betur en úti og svo var einnig í þetta skiptið. Kakóið með drif- hvítum rjómanum iljaði fram í fingurgóma og kleinurnar og hjónabandssælan runnu ljúflega niður. Þau nýgiftu litu ekki út fyrir að vera kalt. Og þar sem ég sat undir tjald- himninum sem slóst til í rokinu og heyrði gegnum skrafandi gestina rigninguna dynja, hugsaði ég með mér að svona ættu brúðkaup að vera. Hjónasæla í súld

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.