Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 26.08.2010, Qupperneq 56
40 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is > Blikar vilja meiri pening Enn er pattstaða í málum Alfreðs Finnbogasonar. Breiðablik og Lechia Gdansk hafa verið að kasta á milli sín tilboðum og enn ber nokkuð í milli að því er Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur pólska liðið boðið Blikum 30 milljónir íslenskra króna í Alfreð en Blikar vilja meira. Einar Kristján viðurkenndi í gær að mögu- leikinn á því að Alfreð færi til Póllands færi minnkandi enda stutt í að glugginn lokist. Þess utan vill Alfreð skoða aðstæður áður en hann semur og ekki mikill tími fyrir hann að skjótast til Póllands. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen er enn leikmaður AS Monaco í Frakklandi en hann leitar nú log- andi ljósi að nýju félagi. Eiður vill komast frá Frakklandi og helst af öllu aftur til Englands. „Það er enn algjör óvissa um hans mál ennþá. Það er ekkert að frétta,“ sagði Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Hann staðfesti að allt kæmi til greina eins og staðan væri, meðal annars að hann spilaði með Mon- aco í vetur. En er ekkert stress komið í Eið þar sem stutt er eftir af gluggan- um? „Nei, alls ekki,“ sagði Arnór en Eiður fékk sem kunnugt er frí frá landsleikjum Íslands við Noreg og Danmörku til að einbeita sér að leitinni að nýju félagi. „Ég hef ekki hugmynd um hve- nær málið skýrist,“ sagði Arnór sem vildi ekkert segja til um það hvort einhver tilboð lægju fyrir framan Eið þessa stundina. Monaco ber Eiði söguna vel. „Eiður má fara frá félaginu. Mon- aco gaf honum sérstakt leyfi til að fara til Íslands til að æfa einn. Það var gert í góðu á milli okkar og leikmannsins. Hann hefur ekki verið beðinn um að halda sig frá félaginu eða neitt slíkt,“ sagði blaðamannafulltrúi Monaco, Pier- re-Joseph Gadeau, við Fréttablað- ið í gær. Gadeau er jákvæður í garð Eiðs Smára. „Eiður er velkominn aftur til Monaco. Hann er að leita sér að nýju félagi og lausnum fyrir fram- tíð sína. Við höfum ekkert heyrt frá honum hvernig það gengur í nokkrar vikur,“ segir hann. „Ef Eiður verður ekki búinn að finna sér nýtt félag þegar félagaskipta- glugganum verður lokað 1. sept- ember kemur hann bara aftur til okkar. Hann er velkominn aftur til Monaco. Hann er enn leikmað- ur okkar.“ „Það hefur gengið erfiðlega hjá honum að finna sér lið,“ segir Gad- eau sem hefur þó ekki heyrt í Eiði lengi. „Við höfum í það minnsta ekki heyrt að eitthvað sé að ger- ast.“ Blaðamannafulltrúinn segir að það komi bæði til greina að Eiður fari að láni frá félaginu eða hrein- lega að selja hann strax. „Svo lengi sem Monaco tapar ekki peningum þá stöndum við ekki í vegi fyrir honum að fara. Við ætlum ekki að neyða hann til að vera hér áfram,“ segir Gadeau. Eiður kom frítt til félagsins frá Barcelona. Ljóst þykir að Eiður Smári veðj- aði á rangan hest þegar hann gekk í raðir hins fornfræga félags frá Barcelona. Hann komst aldrei inn í leik liðsins og var að lokum lán- aður til Tottenham í janúar. Harry Redknapp, stjóri félags- ins, hefur lýst yfir áhuga á því að fá Eið aftur. Hann hefur einnig verið orðaður sterklega við Ful- ham sem og West Ham, Birming- ham og Rangers í Skotlandi. Félag í Dúbaí hefur meira að segja verið orðað við Eið. Eiður er staddur á Íslandi þar sem hann æfir í Sporthúsinu. Á milli þess fer hann til æfinga hjá liðum á Íslandi. Hann æfði til að mynda með KR í vikunni. Þó kemur ekki til greina að hann gangi í raðir félags á Íslandi þar sem félaga- skiptaglugginn hér heima er lokað- ur. hjalti@frettabladid.is Það er ekkert stress í gangi hjá Eiði Smára Umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen segir að ekkert sé að frétta af leit hans að nýju félagi. Monaco segir Eið velkominn aftur til félagsins. Það standi ekki í vegi fyrir því að hann fari, svo lengi sem það tapi ekki peningum á honum. SÉRTU VELKOMINN HEIM Monaco segir að Eiður sé velkominn aftur til félagsins. Það standi heldur ekki í vegi fyrir honum í leitinni að nýju félagi. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Fylkis, lét í það skína eftir síðasta leik Fylkis að hann gæti hætt sem þjálfari liðsins. Það mun ekki gerast. „Ég er ekki hættur og það stendur ekki til að hætta. Ég mun ekki gefast upp. Við verðum að standa saman og klára þetta tímabil eins og menn. Það geng- ur fyrir að tryggja sætið í deild- inni,“ segir Ólafur. „Ég er samt mjög ósáttur við árangurinn í sumar þó svo við séum að byggja þetta nær ein- göngu á uppöldum leikmönn- um. Það er óþolandi að vera með góða stöðu og tapa henni alltaf niður,“ segir Ólafur sem telur Fylki vanta reynslu í hópinn. Það sé aðalástæðan fyrir því að lið- inu gangi ekki betur en raun ber vitni. „Svo er breiddin líka lítil hjá okkur. Það var talað um það fyrir sumarið að það gæti komið í bakið og það hefur komið á dag- inn. Við misstum líka reynslu- mikla menn fyrir tímabilið sem reyndist okkur líka erfitt,“ segir Ólafur sem skartar myndarlegu alskeggi þessa dagana sem teng- ist þó ekki gengi liðsins. „Innra eðlið er kannski að koma í ljós. Maður er svoddan villimaður,“ segir Ólafur og hlær dátt. „Nei, ég er reyndar voða- lega ljúfur.“ - hbg Ólafur Þórðarson: Ætlar ekki að gefast upp ÓLI ÞÓRÐAR Er ekki vanur því að hlaupa frá verkefnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Deildarleikir Rúnars Frá 25. júlí til 23. ágúst: Selfoss - KR 0-3 KR - Fram 4-0 KR - Stjarnan 3-1 Keflavík - KR 0-1 KR - Fram 2-1 Valur - KR 1-4 FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson fer með sína menn í KR á Fylkisvöll- inn í kvöld. Hann hefur stýrt KR í sex deildarleikjum, unnið þá alla og liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk en skorað sautján. Fylkismenn hafa unnið tvo af síðustu sex leikjum en tapað fjór- um, skorað ellefu mörk en fengið á sig tólf. Fylkir er með 18 stig í níunda sæti deildarinnar en KR 28 í því fjórða. Það getur kom- ist upp í annað sætið með sigri í kvöld. - hþh KR getur komist í annað sæti: Sex sigurleikir Rúnars í röð GÓÐUR Rúnar hefur verið sem vítamín- sprauta fyrir KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Ísland lauk í gær keppni í undankeppni HM 2011 með 5-0 útisigri á Eistlandi í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnars- dóttir skoruðu tvö mörk hvor og Edda Garðarsdóttir eitt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leikinn. „Það voru margir góðir leikkaflar hjá okkur og mörkin voru flott sem og samspilið. Eistlendingar voru búnir að bæta sig mikið frá því við mættum þeim síðast og þær voru betur skipulagðar nú. En leikurinn var þó aldrei spennandi og þetta var öruggur sigur. Það var einnig gott að við héldum hreinu.“ Ísland varð í öðru sæti riðilsins með 24 stig af 30 mögulegum. Liðið tapaði í tvígang fyrir sterku liði Frakka og fer því ekki á HM í Þýskalandi á næsta ári. Samningur Sigurðar Ragnars rennur út á næst- unni en sjálfur vill hann halda áfram. „Ég hef þó ekki rætt um mín mál við framkvæmdarstjóra KSÍ. En ég hef fullan áhuga á að halda áfram ef mér býðst það.“ Hann segir að enn sé verk að vinna með landsliðinu. „Það hefur verið spennandi og gaman að taka þátt í uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar á Íslandi og ég vona að ég fái tækifæri til þess áfram. Það er sífellt meiri áhugi að skapast fyrir íþrótt- inni og það sést bæði í iðkenda- og áhorfendafjölda. Þetta er allt á jákvæðri og góðri leið.“ Hann segir að breiddin hafi aukist í landsliðinu undan- farin ár en meira þurfi til til að styrkja liðið. „Við viljum fá fleiri toppleikmenn. Atvinnumönnum hefur fjölgað und- anfarið og vonandi heldur þeim áfram að fjölga enda tel ég að sterkustu leikmenn Íslandsmótsins eigi erindi í atvinnumennskuna. Íslenskir atvinnumenn erlendis eru um tíu talsins núna og er það vissulega miklu meira en það var fyrir tveimur árum síðan. En við þurfum fleiri til að styrkja landsliðið og vonandi bætast fleiri í þennan hóp á næstu árum.“ SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: LANDSLIÐSÞJÁLFARINN ÁNÆGÐUR MEÐ LOKALEIK ÍSLANDS Í UNDANKEPPNI HM 2011 Landsliðið þarf að eignast fleiri toppleikmenn FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaup- mannahafnar í gær er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á norska liðinu Rosenborg í síð- ari viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni deildarinn- ar í gær. Samanlögð úrslit voru 2- 2 en FCK komst áfram á útivall- armarki. Sölvi Geir skoraði markið með skalla eftir langt innkast á 32. mín- útu leiksins. FCK fékk fleiri tæki- færi til að skora í fyrri hálfleik en Rosenborg komst nálægt því að skora í síðari hálfleik og átti Roar Strand til að mynda skot í slá. „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt,“ sagði Sölvi í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það var gríð- arlegar mikið undir og mikill léttir og fögnuður í leikslok. Það er auð- vitað alltaf gaman að skora og sér- staklega svona mikilvægt mark. En aðalmálið er að við erum komn- ir áfram í Meistaradeildinni. Það eru spennandi tímar framundan.“ Hann vonast auðvitað til að fá að mæta einu af stórliðum Evrópu en dregið verður í riðla í dag. „En við viljum líka gera góða hluti í riðl- inum og komast áfram. Það væri ágætt að fá eitthvað stórlið og taka svo annað sætið í riðlinum,“ sagði hann í léttum dúr. Miklir peningar eru í Meistara- deildinni og tryggði mark Sölva FCK háar fjárhæðir. „Mér skilst að þetta séu um 150 milljónir dansk- ar króna [rúmir þrír milljarðar króna] sem voru undir í leiknum. Kannski að ég fái prósentur af því – það væri ekki verra,“ sagði hann og hló. Tottenham komst einnig í riðla- keppnina eftir 4-0 sigur á Young Boys frá Sviss á heimavelli þar sem Peter Crouch skoraði þrennu og Jermain Defoe eitt. Totten- ham vann 6-3 samanlagðan sigur og keppir nú í fyrsta sinn í riðla- keppninni. Síðast tók Tottenham þátt í keppni þeirra bestu í Evr- ópu tímabilið 1961-62. Alls verða 32 lið í hattinum þegar dregið verður í riðlakeppn- ina í dag. - esá Sölvi Geir Ottesen var hetja FCK og skoraði mark sem mun tryggja liðinu þrjá milljarða króna í tekjur: Afar sætt og spennandi tímar framundan MILLJÓNAMARK Sölvi Geir skoraði sitt fyrsta mark fyrir FCK í gær og það reynd- ist afar dýrmætt. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.