Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 16
16 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Gefðu oss Guð, meira puð.“ Þannig hljóð-ar brot af þjóðþekktum texta. Þetta
var ort á þeim árum þegar „meira puð“ var
einna eftirsóknarverðast í augum Íslend-
inga. Nú er þrasið orðið puðinu yfirsterk-
ara.
Þrasgirni Íslendinga er löngu kunn.
Árum saman þrösuðu Íslendingar með
boðaföllum í sjálfstæðisbaráttunni yfir
ríkisráðsákvæðinu, sem hér á landi var
kallað „fleygurinn“. Loks komust menn á
snoðir um að „fleygurinn“ skipti engu máli.
Þá lauk þrasi.
Halldór Laxness kvað upp þann dóm, að
Íslendingar þrösuðu ávallt um aukaatriði
og tittlingaskít. Þegar kæmi að kjarna máls
setti menn hljóða. Slíkt þjónar ekki þrasi.
Menn þrösuðu um byggingu Búrfellsvikj-
unar og álverið í Straumsvík. „Hafnarfjörð-
ur verður óbyggilegur vegna barnadauða af
völdum mengunar.“ „Það er ekki satt.“ „Jú,
víst.“ „Nei!“ „Jú!“ Svo var þrasið frá þjóð-
inni tekið.
Þjóðin þrasaði vegna EFTA. „Nú verður
selt sjálfstæði þjóðarinnar.“ „Nei.“ „Jú.“
„Nei!“ „Jú!“ Svo var þrasið frá þjóðinni
tekið. Samningurinn um EES. „Ísland mun
nú fyllast af portúgölskum, spænskum
og ítölskum lýð sem sest upp á velferð-
arkerfið.“ „Nei.“ „Jú, víst.“ „Nei!“ „Jú,
víst.“ Svo var þrasið frá þjóðinni tekið.
Muna menn byggingu Perlunnar, Ráð-
hússins í Tjörninni og Hæstaréttarhússins?
Hvílík reiðinnar ósköp sem þjóðin gat þras-
að. Svo var þrasið frá þjóðinni tekið. Hví-
lík skelfing! Í hálfan annan áratug hafa
menn þrasað um hugsanlega aðild að ESB.
Einn fullyrðir að um glapræði sé að ræða
– ókostirnir séu svona og svona. Annar full-
yrðir hið algerlega gagnstæða – kostirnir
séu þvert á móti þessir og þessir. Eftir
þessu sama spori í sama hring hefur þrasið
gengið – hring eftir hring, ár eftir ár. Nú
stendur til að gá hvaða kostir gefist. En þá
má það ekki. Af hverju ekki? Af því að þá
verður þrasið frá þjóðinni tekið. Þá koma
landsmenn að kjarna máls. Slíkt á ekki
við Íslendinga. En alltaf má þá búa til nýtt
þras. Þá geta menn þrasað um hvort nokkuð
sé að marka niðurstöður samninga. „Þær
niðurstöður er ekkert að marka því þær
munu ekki standast fyrir Evrópurétti.“ „Jú,
víst.“ „Nei, ekki.“ „Jú.“ „Nei.“
Drottinn minn góður gefðu að þrasið sé
ekki frá þjóðinni tekið. Nóg er nú samt, sem
dunið hefur yfir þessa þjóð! „Gefðu oss
Guð, meira þras.“ Til allrar hamingju fyrir
þjóðarsálina eru ekki horfur á að þau ósköp
verði að vondir menn taki af oss vélaþras.
Það væru jú landráð!
Gefðu oss Guð, meira þras!
Þjóðmál
Sighvatur
Björgvinsson
forstjóri Þróunar-
samvinnu-
stofnunar Íslands
J
ón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur
valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann
ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðar-
vörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær.
Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í
samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsvið-
skiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir
innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla
sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru
stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu
búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti.
Úthlutun tollkvótanna hefur
verið deiluefni allt frá upphafi.
Í samræmi við þá gömlu reglu
að landbúnaðarráðherrar taki
ákvarðanir, sem hygla fram-
leiðendum en eru í andstöðu við
hagsmuni neytenda, var efnt til
uppboðs á kvótunum. Sá fékk inn-
flutningskvótann (til dæmis tonn
af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan
kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð
krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur
á „lágu“ tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er.
Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til
dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og
tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir
hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki
nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið – en ekki að frumkvæði
landbúnaðarráðuneytisins.
Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig
fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er
að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta
búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru
verði.
Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja
verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar
upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig
að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa
menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík
endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur
miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni
enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að
tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507
krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu.
Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það
hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðar-
afurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur
ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Geng-
ishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir
erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur.
Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda
og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða
yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu
sinni fyrir vinnubrögðin.
Landbúnaðarráðherra skammast sín ekki einu
sinni fyrir að svína á neytendum.
Jón finnur smugu
Björn les grein
Björn Bjarnason, annar ritstjóra
Evrópuvaktarinnar, bregst í pistli á
síðunni við fimmta hluta greina-
flokks Steingríms J. Sigfússonar, sem
birtist í Fréttablaðinu í gær. Greinina
hefur Björn þaullesið, vitnar í hana
þvers og kruss og tætir hana í sig
eins og hans er siður, einkum þann
hluta hennar sem snýr að Evrópu-
sambandinu og aðildarumsókn
Íslands.
Valið og hafnað
Athygli vekur hins vegar að
Björn bregst í engu við grein
Þóris Stephensen, þar sem sér-
staklega er vikið að honum og
meintum sinnaskiptum hans í garð
Evrópusambandsins í löngu og ítar-
legu máli. Björn hefur kannski ekki
orðið var við greinina, sem þó var
beint við hliðina á grein Steingríms í
blaði gærdagsins. Hann hefur líklega
lesið Steingrím í Viðskiptablaðinu.
Bandalag Bjarnasona
Jón Bjarnason hefur málað sig út í
horn í ríkisstjórninni með ummælum
sínum en hann getur huggað
sig við það að hann á
bandamann í Birni, sem
á ekki orð yfir aðför
Samfylkingarinnar að
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráð-
herranum. Björn gagnrýnir í öðrum
pistli á vef Evrópuvaktarinnar ályktun
Ungra jafnaðarmanna, þar sem Jón
var hvattur til afsagnar, og líkir henni
við það þegar einræðisherrann
Maó formaður gerði unga rauðliða
út af örkinni fyrir hálfri öld „til að
úthrópa þá, sem hann vildi, að
hyrfu af vettvangi. Beittu rauðlið-
arnir niðurlægjandi aðferðum gegn
fórnarlömbunum og tóku sum þeirra
af lífi í þágu málstaðarins,“ skrifar
Björn. Á tíma Björns í ríkisstjórn
hurfu fjölmargir ráðherrar af
þeim vettvangi. Allir eru þeir
enn á lífi. Aftökulíking Björns er
því kannski fullsterk.
stigur@frettabladid.is
Fást í heilsubúðum,
matvöruverslunum og
völdum N1 stöðvum
Lífrænir ávaxtasafar úr ferskum ávöxtum án
aukefna, viðbætts sykurs og rotvarnarefna.