Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 18
18 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
Fjármálaráðherra hefur birt fjölda blaða-greina til að gleðja okkur landsmenn og
freista þess að sannfæra okkur um mikinn
árangur af störfum núverandi ríkisstjórnar.
Ástæða er til að gleðjast með ráðherranum
yfir því sem jákvætt er eins og þeirri stað-
reynd að vextir hafa lækkað verulega, krón-
an hefur styrkst og hafnar eru viðræður við
ráðherraráð Evrópusambandsins um aðild
Íslands.
Nefnt er að atvinnuleysið er ekki eins
mikið og svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.
Það gleður ekki nægilega. Á meðan meira
en 13 þúsund manns eru án atvinnu yfir
hábjargræðistímann að sumri er ekki ástæða
til að gleðjast. Þá má ekki gleyma þeim þús-
undum sem hafa horfið af vinnumarkaði
og flutt úr landi. Þar er bæði átt við Íslend-
inga sem hafa haldið til nágrannalandanna í
atvinnuleit og einnig hefur brotthvarf útlend-
inga verið umtalsvert.
Þá má ekki gleyma því að við þurfum að
skapa um tvö þúsund ný störf hér á landi á
ári næstu tíu árin og það gerist ekki af sjálfu
sér. Því er grátlegt að horfa upp á ítrekaðar
tafir og seinkanir vegna stórra fjárfestinga
sem skapað gætu þúsundir starfa.
Þá hafa ráðamenn fagnað því sérstaklega
„að botninum sé náð“. Vissulega eru Íslend-
ingar nú á botninum. En er það eftirsóknar-
vert? Er líklegt að við séum eitthvað á leið
af botninum með núverandi atvinnustefnu,
skattastefnu og fjárfestingarstefnu stjórn-
valda? Svarið við því er nei.
Því verður ekki trúað að botninn sé talinn
áhugaverður áfangastaður til langframa.
Stundum er haft á orði að hver erlend-ur ferðamaður skilji að jafnaði 100.000
krónur eftir sig eða að hann jafngildi einu
þorsktonni úr sjó. Fleiri ferðamenn eru
velkomnir þó að einhvers staðar séu til
þolmörk samfélags og náttúru. Geri mætti
ráð fyrir að samfélagið legði áherslu á að
styðja við nýsköpun, rannsóknir og þróun-
arstarf í geiranum. En þegar að er gáð fer
margfalt minna fyrir slíku en stuðningi
við hefðbundinn iðnað og alls kyns fram-
leiðslu. Skilningi á mikilvægi menningar
og ferðaþjónustu í efnahagslífinu er ábóta-
vant. Það er eins og von um skjótfenginn
ábata og áhersla á gömlu einhæfnina stýri
enn mestu þegar verið er að skipuleggja
opinbera peningaeyðslu. Eflaust hjálpar
hálf steinrunnið viðhorf okkar sjálfra,
almenningsins, heilmikið til. Töluvert
hefur verið um nýsköpun í ferðaþjónustu
en mest af því er einkaframtak, hugsjóna-
starf eða verk hópa, skóla og smárra sveit-
arfélaga.
Auðvitað er það gleðilegt og merki um
framtakssemi og hugmyndaauðgi. Þannig
hafa orðið umbætur í matarmenningu og
veitingarekstri utan Reykjavíkur þar sem
lengst af var varla hægt að fá keyptan for-
vitnilegan mat eða máltíð, unna af metn-
aði. Undanfarin ár hafa allmargir aðilar
boðið fram tilbúinn mat úr héraði, tekið
upp fjölbreytta matseld, veitingahús bind-
ast samtökum um grunnstefnu, unnið er
úr rannsóknum á viðhorfum ferðafólks og
fólk eins og bakhjarlar Friðriks V. á Akur-
eyri virkjað til dáða. Dæmi um þetta eru
Matarkistan Skagafjörður, vinna ferða-
málasérfræðinga við Hólaskóla og staðir
á borð við Lónkot norðan Hofsóss. Þar eru
bornar fram fyrsta flokks veitingar í anda
„slow-food“-stefnu sem margir erlendir
gestir þekkja og sækjast eftir.
Fleira þarf þó til að auðga ferðaþjón-
ustuna en matseld. Til dæmis vantar
mun meira af nýrri þjónustu á veturna
til að laða ferðafólk til landsins. Eins er
með listir og hönnun. Listasöfn eru opin
á sumrin, tónleikahátíðir eða hönnunar-
sýningar eru nokkrar og bókmenntavið-
burðir einhverjir svo dæmi séu nefnd.
En þegar betur er að gáð kemur í ljós að
heilmikið vantar upp á að erlendur gest-
ur í 5-15 daga ferð geti kynnt sér grunn-
inn í þessum geirum á aðgengilegan hátt,
á sínu áhugasviði, óháð ferðatímabili. Til
þess þarf að útbúa efni eða sýningar sér-
staklega til viðbótar við allt annað sem á
döfinni er, einkum í Reykjavík sem oftast
er upphafs- eða endastöð ferðalags. Hér á
ég við t.d. árlegar sýningar á þverskurði
íslenskrar myndlistar og hönnunar með
fræðslu á nokkrum tungumálum, fyrir-
lestra um bókmenntir og kvikmyndagerð
með dæmum, um arkitektúr og aðra hönn-
un og um tónlistarsöguna. Þjóðmenning-
arhúsið, Harpa og húsnæði Þjóðleikhúss-
ins henta vel, sér í lagi á sumrin. Sumt af
þessu geta opinberir aðilar skipulagt en
annað er á hendi einkaaðila sem ef til vill
þurfa stuðning meðan verið er að vinna
úr hefðum sess, í höfuðborginni og víðar.
Í tónlistinni er enn fremur rúm fyrir fjöl-
breyttara framboð tónleika fyrir ferða-
menn; allt frá kammermúskík til rokks og
skyldrar tónlistar. Slíkt er að finna í flest-
um borgum heims en þarf að kynna mjög
vel því margt er í boði til afþreyingar á
annatímum í ferðaþjónustunni. Þar gæti
bætt skipulag kynninga og stuðningur
borgar- og bæjarstjórna komið sér vel.
Í sumar gekkst Bjarni Thor Kristinsson
óperusöngvari fyrir tónleikaröð sem var
fyrst og fremst ætluð erlendum gestum.
Á 66 tónleikum í húsnæði Söngskóla Sig-
urðar Demetz á Grandagarði í Reykjavík
kynntu nærri tveir tugir söngvara og und-
irleikara fjölbreytt sönglög. Efnisskrá var
breytileg og vel vönduð, líkt og flutning-
urinn sjálfur og af nokkrum dæmum um
viðbrögð líkaði tónleikagestunum fram-
takið afar vel. Í ráði er að halda starfinu
áfram og ætti það að vera hvatning til að
opna aðra glugga inn í íslenska menningu
og listir. Til dæmis gæti Óperan og Sin-
fóníuhljómsveitin notað sér aðgengi að
fjölda erlendra ferðamanna með tónleik-
um og áður uppteknu efni til að hvetja
áhugafólk um slíka músík til að heim-
sækja landið á veturna þegar vertíðin er
í hámarki.
Nýsköpun í ferðaþjónustu
Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt
sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarn-
anna – augnagotur og umhugsun um hvað
veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki
laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í
magann, kannski af gömlum vana.
Öll viljum við að börnum okkar líði vel í
skólanum og námsárangur þeirra sé góður.
Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í
skólastarfi er áhrifamesti þátturinn þegar
kemur að líðan og árangri nemenda.
En hvernig tökum við þátt? Sumum for-
eldrum finnst námsefnið framandi og
treysta sér ekki til að aðstoða barnið við
heimanám. Það hefur sýnt sig að það er ekki
endilega heimanámið sem slíkt sem hefur
mest áhrif á námsárangur heldur áhugi for-
eldra á námsefninu. Mikilvægt er að vera
með jákvæðar væntingar og viðhorf til
skólastarfsins. Ef við sýnum námi barnsins
áhuga og spjöllum um það erum við á réttri
leið. Foreldrar eiga ekki að hika við að hafa
samband við umsjónarkennara barns síns ef
þeim finnst eitthvað óljóst.
Þátttaka í félagsstarfi barnanna er ekki
síður mikilvæg. Með því að taka þátt í við-
burðum á vegum skólans, foreldrafélags eða
bekkjar styrkjum við tengslin við skólann,
skólafélaga barnanna okkar og aðra for-
eldra. Að vera bekkjarfulltrúi eða að taka
sæti í stjórn foreldrafélags er skemmtileg
upplifun og frábært tækifæri til að kynn-
ast umhverfi barnanna enn betur. Með því
að taka þátt í skólastarfi eru foreldrar ekki
einungis að fá aukna innsýn í skólastarfið
heldur einnig að hafa bein jákvæð áhrif á
sín eigin börn.
Foreldrar í skólabyrjun
Í greinaflokki þessum undir heit-inu „Landið tekur að rísa” hefur
verið fjallað um aðdraganda og
orsakir hrunsins sem hér varð,
aðgerðir ríkisstjórnarinnar því
tengdu, árangur aðgerðanna, hin
ærnu verkefni framundan og stöðu
Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég
tel mig hafa fært fyrir því traust
og tölfræðilega studd rök að það
gríðarmikla verkefni sem núver-
andi ríkisstjórn fékk í fangið er á
góðri leið með að takast. Við erum
á réttri leið þó heilmiklar brekkur
séu eftir. Og þá að framtíðinni og
þeirri staðreynd að tækifærin sem
landið hefur til að endurreisa sig og
skila okkur á ný lífskjörum eins og
best þekkjast í heiminum eru ótelj-
andi.
Ríkidæmi auðlindanna
Þó mikill styr hafi iðulega staðið
um nýtingu og eignarhald á auðlind-
um landsins breytir það ekki þeirri
staðreynd að fá dæmi þekkjast í
veröldinni um 320 þúsund manna
þjóð sem fengið hefur til búsetu og
varðveislu land jafn ríkulega búið
auðlindum. Íslensk efnahagslög-
saga er gríðarstór með gjöfulustu
fiskimiðum Atlantshafsins og land-
ið er stórbrotið hlaðið náttúruperl-
um með mikla framtíðarmöguleika
til búskapar og ferðamennsku. Við
eigum ríkulegan orkuforða í vatns-
afli og jarðhita sem býður upp á ein-
stæða möguleika til þróunar sjálf-
bærs orkubúskapar. Hér er gnótt
ferskvatns og lega landsins skap-
ar fjölmörg tækifæri þegar sjón-
ir beinast í auknum mæli að norð-
urslóðum. Við erum lýðfræðilega
ung og vel menntuð þjóð í nýupp-
byggðu þróuðu samfélagi sem býr
að sterkum innviðum. Allt eru þetta
auðlindir sem ásamt öðru gera það
að verkum að engin ástæða er til að
kvíða framtíðinni á Íslandi.
Sjávarútvegur
Eftir hrun hefur sjávarútvegurinn
tryggilega sannað stöðu sína sem
mikilvægasta undirstöðugrein þjóð-
arbúsins. Á árum útrásarvíkinga
þótti fremur lítið til sjávarútvegs-
ins koma en nú er öldin önnur. Tölur
um aflaverðmæti fyrir árið 2009
liggja fyrir og endaði það í rúmum
115 milljörðum króna, þrátt fyrir
ýmis áföll eins og sýkingu í síld
og hálfgerðan loðnubrest. Veiði og
vinnsla á makríl hefur orðið mikil
búbót en aflaverðmæti makrílsins
var vel á fimmta milljarð árið 2009.
Hjálpaði það til við að mæta áföll-
um í öðrum stofnum. Í ár hafa um
53% makrílaflans farið til manneld-
isvinnslu í stað 20% í fyrra og heild-
arverðmæti stefnir vel á annan tug
milljarða.
Landbúnaður
Íslenskur landbúnaður hefur upp
á að bjóða einstaka gæðavöru. Á
árinu 2009 varð veruleg aukn-
ing á útflutningi landbúnaðaraf-
urða en flutt var út fyrir vel á átt-
unda milljarð. Vaxandi eftirspurn
og hagstæð gengisskráning skýra
þennan vöxt. Landbúnaðurinn er
útflutningsgrein í mikilli sókn sem
skilar miklum hreinum gjaldeyr-
istekjum. Vatnsútflutningur hefur
einnig verið að sækja í sig veðr-
ið og margir telja að vatnið verði
brátt okkar mikilvægasta auðlind,
okkar olía.
Orkan
Í vatnsafli og jarðhita og öðrum
hreinum náttúrulegum orkugjöf-
um eins og vindi og sjávarföllum
eiga Íslendingar varanlegar auð-
lindir. Svo fremi sem við semjum
ekki af okkur geta þær á komandi
áratugum skilað okkur milljarða-
tuga auknum ávinningi. Ekki með
því að virkja allt sem eftir er til ein-
hæfrar orkufrekrar stóriðju. Þvert
á móti með því að sækja aukinn arð
gegnum endurnýjun samninga til
framleiðslu sem er til staðar. Með
því að beina sjónum að minni og
meðalstórum kaupendum sem að
jafnaði greiða hærra verð en fæst í
risaheildsölusamningunum. Sjálf-
bær þróun okkar eigin orkubúskap-
ar á þó að vera í öndvegi og gagn-
vart öllum nýtingarhugmyndum
verður að setja þann fortakslausa
fyrirvara að umhverfisáhrif séu
í lágmarki, nýting ekki ágeng og
ekki sé hróflað við þeim vatnasvið-
um og háhitasvæðum sem rétt er
að vernda. Tryggja þarf að orku-
auðlindir verði í samfélagslegri
eigu og að rentan af þeim renni til
þjóðarinnar sjálfrar. Orkufyrir-
tækin þurfa að einbeita sér að því
að gera styttri orkusölusamninga
og við fleiri og fjölbreyttari aðila.
Orkuverð í heiminum er á sífelldri
uppleið og fátt bendir til annars en
sú þróun haldi áfram. Gagnaver,
ylrækt, kísilflöguvinnsla, koltrefja-
vinnsla og álþynnuframleiðsla eru
allt dæmi um starfsemi sem krefst
hóflegrar orku og skilar mörgum
störfum
Lífeyrissjóðir
Íslendingar eiga eitt best uppbyggða
og öflugasta lífeyrissjóðakerfi í
heiminum. Eignir lífeyrissjóðanna
á hvert mannsbarn eru taldar full-
komið ígildi þess sem Norðmenn
eiga í sínum olíusjóði. Í árslok 2009
var hrein eign lífeyrissjóðanna
119% af VLF. Ísland, Holland og
Sviss skara fram úr í þessum efnum
með hreina eign lífeyrissjóða uppá
um 120–130% af VLF. Til saman-
burðar eiga Grikkir 0%. Miklir erf-
iðleikar bíða margra annarra þjóða
sem ekki eiga uppbyggðan lífeyris-
sparnað og þurfa auk þess að takast
á við breyttra aldurssamsetningu.
Ferðaþjónusta og flugrekstur
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein
sem vaxið hefur mest undanfarna
áratugi, skilar þjóðarbúinu gífur-
lega miklum hreinum gjaldeyris-
tekjum (svipuðum brúttótekjum
og stóriðjan en mun meiri nettó-
tekjum) og dreifir afrakstri sínum
mjög víða um samfélagið. Gosið í
Eyjafjallajökli minnti okkur á mik-
ilvægi ferðaþjónustunnar. Með vel
heppnuðu sameiginlegu markaðs-
átaki tókst að snúa tímabundinni
vörn í sókn á nýjan leik og margir
telja möguleika Íslands nú meiri en
nokkru sinni á sviði ferðaþjónustu.
Flugrekstur hefur lengi verið hlut-
fallslega stór í íslensku hagkerfi.
Ánægjulegt er að sjá að öll íslensku
flugfélögin eru nú að auka umsvif
sín. Verði allt áfallalaust segir und-
irrituðum svo hugur að árið 2011
verði metár í íslenskum flugrekstri
og ferðaþjónustu.
Skýr menntastefna til framtíðar
Á Íslandi er öflugt menntakerfi í
anda félagshyggju. Hátt mennt-
unarstig þjóðarinnar og aðgangur
allra að góðri grunnmenntun leggja
sterkan grunn að uppbyggingu og
endurmótun samfélagsins. Við
stöndum framarlega á heimsvísu
í rannsóknum og kennslu á sviði,
jarðfræði og jarðhita, sjávarútvegs
og fleiri greina. Hugbúnaðargeirinn
íslenski hefur vakið athygli víða um
heim og íslenskt hugvit sækir fram.
Tækni- og þekkingargreinar eru í
sókn.
Ríkisstjórnin hefur einsett sér að
standa þétt að baki menntakerfinu
og ný og skýr menntastefna hefur
verið mörkuð þar sem lögð er meiri
áhersla á gagnrýna hugsun, lýð-
ræði, jafnrétti, sjálfbærni og skap-
andi starf en áður hefur verið gert.
Hér verður látið staðar numið þó
nægir séu möguleikarnir og tæki-
færin til að reifa. Ekki er tilviljun
að endað er á menntamálum, þar
leggjum við grunninn.
Land tækifæranna með bjarta framtíð
En hvernig samfélag viljum við svo
í raun og veru byggja upp úr rúst-
um efnahagsáfallsins fyrir okkur
sjálf og komandi kynslóðir? Hvaða
gildi viljum við leggja til grund-
vallar þegar við endurmótum sam-
félagsgerðina, hvernig á sjálfsmynd
okkar að vera? Eitt er skýrt. Ekk-
ert okkar vill sjá hliðstæða atburði
og þá sem gerðust hér haustið 2008
endurtaka sig. Ef einhverjir sakna
tíðarandans frá 2007 er undirritað-
ur í öllu falli ekki þeirra á meðal.
Skiljum græðgisvæðinguna, óhóf-
ið og hrokafullar hugmyndir um
okkur sjálf og ímyndaða yfirburði
okkar eftir á öskuhaugum sögunn-
ar. Það er manneskjulegt, heið-
arlegt og hófsamlegt velferðar-
samfélag sem við viljum, opið og
lýðræðislegt, byggt á valddreifingu
og góðri sátt við náttúruna og aðra
menn. Þangað viljum við stefna og
Landið er að rísa.
Landið tekur að rísa!
Þjóðmál
Steingrímur J.
Sigfússon
fjármálaráðherra
Land tækifæranna Grein 6
Er botninn heppilegur
áfangastaður?
Efnahagsmál
Helgi
Magnússon
formaður Samtaka iðnaðarins
Menning
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísindamaður og
rithöfundur
Menntun
Guðrún
Valdimarsdóttir
formaður SAMFOK, samtaka foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík