Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 30
2 föstudagur 27. ágúst núna ✽ hláturinn lengir lífið þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Á PALLI Í SYDNEY Tískuvikan í Sidney í Ástralíu var haldin í síðustu viku. Þar sýndi meðal annars þessi fagra fyrirsæta kjól úr smiðju Fern- andos Frison. MYND/GETTY IMAGES Selja góssið sitt Það er alltaf gaman að líta við í Kolaportinu og freista þess að gera góð kaup. Líkurnar á því gætu verið töluverðar á sunnudaginn, því þá ætlar smekkparið Hilda Gunn- arsdóttir fatahönnuður og Snorri Helgason tónlistarmaður að skella þar upp bási. Þau eru að flytja til London í byrjun næsta mánaðar og ætla að selja því sem næst allar eigur sínar í Kolaport- inu. Meðal þess sem þau ætla að losa sig við er fatnaður, geisla- diskar, bækur og alls konar gúmmelaði á lágu verði. HANNA BJÖRK VALSDÓTTIR FRAMLEIÐANDI Ég var að koma úr tökuferð við Mývatn þar sem við erum að gera heimildarmynd um Laxárdeiluna, þannig að helgin verður róleg í bænum. Ég ætla að drekka latte í 101 og pirra mig á Magma Energy og HS Orku. Á laugardagskvöld fer ég svo á Faktorý og sé Formann Dagsbrúnar á tónleikum. www.hjahrafnhildi.is • Sími 581 2141 Vorum að opna fulla búð af glæsilegri haustvöru Í allt sumar hafa tónleikar verið haldnir reglulega í versluninni og menningarmiðstöðinni Havarí í Austurstræti 6. Þeirri seríu er nú að ljúka og er það nýbylgjusveitin Kimono sem ætlar að kveðja sum- arið og taka á móti haustinu með gestum Havarís á morgun. Það verður standandi veisla frá klukk- an 2, þegar staðarhaldarinn Svav- ar Pétur Eysteinsson kveikir upp í Skakkakrepes-pönnu sinni og beit- ir henni við að gleðja bragðlauka gesta. Klukkan tvö kemur Hugleikur Dagsson fram og stjórnar leiknum „Hver er maðurinn“ en samnefnd bók kom út á vegum bókaforlagsins Ókei bækur, í sumar. Klukkan fjögur stígur svo Kimono á svið. Í fréttatilkynningu frá Havar- íi er tekið fram að þótt formlegri tónleikaröð sé að ljúka muni Hav- arí halda áfram að bjóða upp á lif- andi tónlistarflutning og alls konar menningarlegt góðgæti, um aldir alda. - hhs Sumarslútt hjá Havaríi á laugardaginn: Kimono og Crepes Hljómsveitin Kimono Fagna komu haustsins með gestum og gangandi í Havaríi á laugardaginn. MYND/VALDÍS THOR V erkin á þessari sýningu gefa manni öll skemmtilega sýn á hlutina. Þetta er ekki endilega svona haha-húmor. Frekar svo- leiðis að maður flissar eða hlær inni í sér,“ segir Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarkona. Hún er á meðal nítján ís- lenskra listamanna úr öllum áttum og á ólíkum aldri sem eiga verk á sýningunni Að elta fólk og drekka mjólk sem opnar í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Heitið dregur nafn sitt af ljós- myndaverki Sigurðar Guðmunds- sonar, Ljóð (að elta fólk og drekka mjólk) frá árinu 1972. Öll verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera á einn eða annan hátt tengd húmor. „Eins og myndlist svo oft gerir endurspegla verkin á þessari sýn- ingu það sem er að gerast í kring- um okkur í samfélaginu. En hér eiga þeir það allir sameiginlegt að gera það með gleraugum gleð- innar eða ákveðinni kaldhæðni,“ segir Ilmur. Sjálf sýnir hún vídeóverk- ið Playtime en í því sést hún meðal annars sauma á klukku- spil, spila á sellóstrauborð með straujárni og spila á blokkflautu með hárþurrku. Verkið vann hún með Davíð Þór Jónssyni tónlistar- manni. Meðal annarra sem eiga verk á sýningunni má nefna Gjörninga- klúbbinn, sem sýnir myndbands- verkið Dynasty, og Ásmund Ás- mundsson, sem ætlar að afhjúpa nýtt útilistaverk við opnun sýn- ingarinnar. Magnús Pálsson, Steingrímur Eyfjörð og Snorri Ásmundsson eru svo einungis nokkrir af þeim mörgu listamönn- um til viðbótar sem eiga verk þar. Dagskrá sýningarinnar í heild má sjá á vefsíðu Hafnarborgar, www. hafnarborg.is. Sýningin opnar í Hafnarborg í dag klukkan 20.00. - hhs Listasýningin Að elta fólk og drekka mjólk opnuð í Hafnarborg í kvöld en þar verður húmor í brennidepli: HLEGIÐ INNI Í SÉR Playtime Eins og með aðra listamenn sem koma að sýningunni Að elta fólk og drekka mjólk einkennast verk Ilmar Stefánsdóttur oft af húmor og gleði. MYND/ILMUR STEFÁNSDÓTTIR SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.