Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 27.08.2010, Qupperneq 32
4 föstudagur 27. ágúst ✽ b ak v ið tj öl di n Þrjú systkin, þau Pálmar, Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn, skipa kjarna Klassart frá Sandgerði, en lag þeirra um Gamla grafreitinn er einn stærsti sumarsmellurinn í ár. Hljómsveitin sendi nýlega frá sér aðra breiðskífu sína, Bréf frá París. Viðtal: Kjartan Guðmundsson Myndir: Anton Brink L agið kom út í byrjun sumars og hefur notið talsverðra vinsælda, en í sannleika sagt hélt ég að tími þess væri liðinn. Svo skaust það óvænt aftur upp í annað sætið í vikunni og nú er bara að vona að það verði á toppnum næst. Óneitanlega væri gaman að eiga vinsælasta lag landsins þegar Sandgerðisdagar, uppáhaldshátíðin okkar, ná há- punkti sínum núna um helg- ina,“ segir Smári Guðmundsson, sem einnig gengur undir nafninu Smári klári, en hann er gítarleik- ari hljómsveitarinnar Klassart frá Sandgerði. Margir íslenskir útvarpshlust- endur ættu að vera orðnir vel kunnugir lagi sveitarinnar, Gamli grafreiturinn, sem hefur verið eitt vinsælasta lagið í sumar og situr sem stendur í öðru sæti vinsælda- lista Rásar 2 og á Tónlist.is. GEIRMUNDUR HRINGDI Pálmar Guðmundsson, bassaleik- ari Klassart, segir líklega skýringu á vinsældum Gamla grafreitsins þá að lagið virki betur og betur við ít- rekaða hlustun. „Ég gæti líka trúað því að margir finni sig vel í texta lagsins, og þá sérstaklega smábæj- arfólk sem flust hefur á mölina,“ segir hann, en í laginu er sung- ið um gamla bæinn sem er sögu- manni afar kær þótt hann geti kæft og svæft og þar búi forvitið, en um leið velmeinandi lið, svo vitnað sé beint í textann. „Lagið er mjög raunsær lofsöngur. Svona er þetta bara,“ bætir Pálmar við. Stofnendur Klassart eru upp- runalega frá Sandgerði, þótt ekk- ert þeirra búi raunar lengur þar, og því liggur beinast við að spyrja hvort Gamli grafreiturinn sé í raun dulnefni fyrir æskuslóðirnar. „Bragi Valdimar Skúlason Baggal- útur samdi textann svo þú verður eiginlega að spyrja hann að því,“ segir Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona og hlær, „en margir hafa velt þessu fyrir sér og það er ekk- ert skrýtið.“ Smári tekur í sama streng og bætir við að svona vel sungið lag hljóti á endanum að ná eyrum hlustenda, en Sigurður Guðmunds- son úr hljómsveitinni Hjálm- um syngur lagið ásamt Fríðu Dís. „Mér fannst við fullkomlega vera búin að meika það þegar Pálm- ar sagði mér að Geirmundur Val- týsson hefði hringt í sig og beðið um textann að laginu til að flytja á tónleikum. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri komið,“ segir Smári og systkinin skella upp úr. LITLA SYSTIR LEYNIVOPNIÐ Klassart er óvenjuleg hljómsveit að því leytinu til að kjarna sveitarinn- ar skipa ofannefnd systkin, Pálm- ar, Smári og Fríða, en ellefu ár eru á milli þess elsta og yngsta, Pálm- ars og Fríðu, í aldri. Svo gæti jafnvel farið að yngsta systirin í fjölskyldunni, hin tvítuga Særún, bætist fljótlega í hópinn, en hún er söngkona og var meðal annars falið að syngja bakraddir á annarri plötu Klassart, Bréf frá París, sem kom út í sumar. „Særún litla systir er leynivopnið okkar,“ segir Fríða og Pálmar skýtur inn í að óvenjuleg skipan sveitar- innar nálgist það að verða gott efni NÁNAST EFNI Í RAUNVERULE Uppáhalds íslenski tónlistarmaðurinn: Fríða: Björk Smári: Rúnar Júlí- usson Pálmar: Allir í Hjálmum Uppáhalds er- lendi tónlistar- maðurinn: Fríða: Tom Waits Smári: Beck Pálmar: Peter Green Uppáhaldsborgin: Fríða: París Smári: New York Pálmar: Peking B F S P Ö O í raunveruleikaþátt. „Já, The Klass- art Family Business!“ segir Fríða og hlær. „Við ættum eiginlega að ræða alvarlega við mömmu og pabba um að eignast fleiri börn.“ Aðspurð segja systkinin að tón- list hafi leikið veigamikið hlut- verk á æskuheimilinu í Sandgerði. „Það voru alltaf plötur á fóninum heima,“ segir Pálmar. „Við bræð- urnir kunnum textana að hverju einasta Bítlalagi utanbókar þegar við vorum litlir og það er kannski grunnurinn sem við byggjum á. Svo var pabbi okkar bassaleikari sem spilaði fyrir kók og hamborgara á herstöðinni í Keflavík með hljóm- sveitinni Abstrakt í gamla daga. Þannig að tónlistin hefur fylgt okkur alla tíð.“ Fríða Dís vakti athygli einungis fjögurra ára gömul þegar hún söng lagið Fríða litla lipurtá í þættinum Óskastundinni á Stöð 2. „Þetta var þáttur sem fór á milli byggðar- laga og Fríða var valin til að koma fram fyrir hönd Sandgerðis. Þetta var örugglega það besta sem kom út úr þessum þáttum allan vetur- inn,“ segir Pálmar. „Sléttuúlfarnir voru húsbandið í þættinum og þeir voru rosalega góðir við mig. Ég hef verið skotin í Gunna Þórðar alla tíð síðan,“ segir Fríða. Öll láta þau vel af því að starfa með systkinum sínum í hljóm- sveit og segir Smári kostina við það fyrirkomulag mun fleiri en ókost- ina. „Samskiptin eru mun auðveld- ari fyrir vikið,“ bætir Fríða Dís við. „Við erum samrýmd fjölskylda og ef við erum óánægð með eitthvað þá látum við það bara flakka. Auð- vitað þarf stundum að ræða málin en þetta er allt í sátt og samlyndi hjá okkur.“ KLASSART Þau Pálmar, Fríða Dís og Smári eru sammála um að ýmsir kostir fylgi því að að starfa með systkinum sínum í hljómsveit. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR TVENNA TÓNLEIKA: Nanook (GRL) ásamt Rökkurró 31. ágúst Miðaverð: 1000 kr. Húsið opnar kl. 20.00 Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 Miðasala: www.midi.is Miðaverð: 1000 kr. Húsið opnar kl. 20.00 Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 Sturlugata 5 -101 Reykjavik www.norraenahusid.is Tríó Gáman (DK) 1. september Grænlenska súperbandið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.