Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 46
26 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Jóhanna Kristjánsdóttir (Adda Massa) Hlíf II - Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 24. ágúst síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Helga Sveinbjarnardóttir Kristján Kristjánsson Kristján Sveinbjörnsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson Selma Antonsdóttir Berta Sveinbjarnardóttir Auðunn Hálfdanarson Halldór Sveinbjörnsson Helga Einarsdóttir Marzellíus Sveinbjörnsson Margrét Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir Draflastöðum, Fnjóskadal, andaðist laugardaginn 21. ágúst á Dvalarheimilinu Hlíð. Jarðsett verður frá Draflastaðakirkju fimmtudaginn 2. september klukkan 14.00. Dómhildur Sigurðardóttir Jón F. Sigurðsson Svanhildur Þorgilsdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar Rebekka Jónsdóttir, sem lést 24. ágúst á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju þann 28. ágúst kl. 14. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Ásdís Guðmundsdóttir Jón Baldvin Jóhannesson Halldór H. Guðmundsson Þórdís Guðmundsdóttir Guðríður G. Guðmundsdóttir Róbert Mellk Friðgerður Guðmundsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa Jónasdóttir Bergmann áður til heimilis að Ljósvallagötu 24, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðviku- daginn 25. ágúst. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. september kl. 11.00. Jón G. Bergmann Andreas Bergmann Guðrún Gísladóttir Bergmann Ingibjörg Bergmann Þorbergur Halldórsson Halldór Bergmann Anna Lára Kolbeins Guðrún Bergmann Gísli G. Sveinbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Axel Jónsson Barónsstíg 78, Reykjavík, lést að kvöldi sunnudagsins 22. ágúst á Landspítalanum í Fossvogi. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30. ágúst kl. 15.00. Margrét Halldórsdóttir Þór Axelsson Ásdís Axelsdóttir Bjarni Bjarnason barnabörn og barnabarnabarn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. SKÁLDIÐ SJÓN ER 48 ÁRA. „Eðlisþættir tilverunnar fá á sig mynd í goðsögunum. Maðurinn reynir að henda reiður á óútskýranleg- um fyrirbrigðum með því að setja allt í söguformið. Gefa öllum upphaf, miðju og endi.“ Sigurjón Birgir Sigurðsson er íslenskt skáld sem best er þekkt undir listamannsnafn- inu Sjón. MERKISATBURÐIR 1828 Símon Bólívar tekur sér alræðisvald í Stór-Kól- umbíu. 1914 Fjórir menn af 17 manna áhöfn togarans Skúla fóg- eta farast er togarinn siglir á tundurdufl og sekkur. 1946 Einangrun Siglufjarðar er rofin er fyrsti bíllinn kemst þangað eftir að unnið hafði verið að vegagerð um Siglufjarðar- skarð í ellefu ár. 1970 Flugsveitin Rauðu örv- arnar sýnir listir sínar í Reykjavík og vekur mikla aðdáun. 2002 - Flak Northrop N-3PB- sjóflugvélar finnst á átta metra dýpi í Skerjafirði. Edda Heiðrún Backman listakona opn- aði sína fyrstu listasýningu í MS setr- inu í gær. Fjöldi manns var viðstadd- ur opnunina að sögn Eddu Heiðrúnar. „Við opnunina gaf ég líka MS setrinu stóra mynd,“ segir Edda Heiðrún og lýsir verkunum á sýningunni: „Ég er að sýna olíuverk, vatnslitamyndir, gler- verk og leirdiska,“ segir Edda Heiðrún sem unnið hefur að sýningunni í um eitt ár en upp undir fjörutíu verk eru þar til sýnis. Edda Heiðrún greindist með MND- sjúkdóminn fyrir nokkrum árum og málar vegna hans myndirnar með munninum. Hún hóf málunina fyrir tveimur árum undir leiðsögn Dereks Mundell. „Ég gat ekkert annað en að byrja bara að mála. Núna er ég bæði að mála á MS setrinu og síðan er ég uppi á Grensásdeild í iðjuþjálfuninni þar. Sig- þrúður Loftsdóttir, iðjuþjálfi á Grens- ásdeild, hefur hjálpað mikið til meðal annars með aðstöðu.“ Listsköpunin gefur Eddu Heiðrúnu mikið að hennar sögn. „Þetta er bara ein leið fyrir mig til að tjá mig og gleyma mér. Þetta heldur mér heilli á geðsmun- um,“ segir Edda Heiðrún og bætir við að sér líði afskaplega vel. Hún heldur svo frásögninni áfram: „Listsköpunin er rosalega stór partur af lífi mínu.“ Edda Heiðrún fékk inngöngu í alþjóð- leg samtök munn- og fótmálara á síð- asta ári. Samtökin styðja við fólk sem ekki getur málað með höndunum en ein aðalvara þeirra eru jólakort sem máluð eru af meðlimum samtakanna. Þá eru líka gerð póstkort og dagatöl með verk- um listamannanna. „Ég er komin inn í þau samtök, þess vegna er ég búin að mála svona mikið. Ég er með fullt af myndum þar.“ Edda Heiðrún segir að lokum glað- lega frá því að verið er að stofna deild við Myndlistaskóla Reykjavíkur fyrir fatlað fólk. Hún átti sjálf frumkvæði að því. „Þetta er gert fyrir minn atbeina. Deildin er hugsuð fyrir fatlað fólk svo það geti tjáð sig með ýmsum aðferðum. Hún er fyrir þá sem ekki geta notað hendurnar eða eiga bágt með að nota þær.“ Sýningin er í MS Setrinu að Sléttu- vegi 5 og er opin frá tvö til fjögur alla virka daga næstu tvo mánuðina. martaf@frettabladid.is EDDA HEIÐRÚN BACKMAN: OPNAR SÍNA FYRSTU LISTASÝNINGU Listsköpunin stór hluti lífsins MÁLAR MEÐ MUNNINUM Edda Heiðrún Backman segir listsköpunina eina leið til að tjá sig og gleyma sér. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sýningarsalir Listasafns Íslands voru formlega teknir í notkun í húsi Þjóðminja- safnsins þennan dag fyrir 49 árum. Listasafn Íslands var stofnað í október árið 1884 en núverandi hús Listasafns- ins við Fríkirkjuveg í Reykja- vík var vígt árið 1988. Björn Bjarnason sýslu- maður stofnaði Listasafnið í Kaupmannahöfn og voru gjafir danskra listamanna uppistaðan í stofni safnsins. Árið 1916 ákvað Alþingi að gera það að deild innan Þjóðminjasafnsins. Safnið fór svo undir stjórn menntamálaráðs árið 1928. Til að byrja með voru verk safnsins til sýnis í Alþingis- húsinu allt til ársins 1950 þegar það fluttist í safnahús- ið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafninu. Listasafn Íslands hlaut svo fullt sjálfstæði árið 1961 en fluttist í núverandi húsnæði að Fríkirkjuvegi árið 1987. Húsið var áður íshús og reist árið 1916 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Listasafn Íslands er þjóð- listasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Þar er að finna merkasta safn íslenskra verka hér á landi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Heimild: www.listasafn.is ÞETTA GERÐIST: 27. ÁGÚST 1951 Listasafn í Þjóðminjasafninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.