Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 48

Fréttablaðið - 27.08.2010, Side 48
28 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur KORPUTORGI ERTU KLÁR Í SKÓLANN! STUTTERMABOLIR VERÐ KR. 1.995.- ALLAR BUXUR FRÁ VERÐ KR. 500 HETTUPEYSUR VERÐ KR. 4.995.- Stærsta Outlet landsins! Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Fyrirgefðu, ég á í smá vandræðum með Ingó og Veðurguðina. Hvað ertu reiðubúin til að ganga langt? Ganga hvað? Villtu bara að þeir verði lamdir eða villtu að ég láti þá hverfa af yfirborði jarðar? Þú finnur þá með því að leita undir „V“, merkt í rekkanum sem er merktur „dægurlaga- tónlist“. Þú stjórnar þungarokks- deildinni, ég sé um rest. Passaðu munn- inn á þér! Allt í lagi, feiti... Jæja, þá erum við komnir. Já, ég er bara bíða eftir að buxurnar mínar þiðni. Takk fyrir að taka þátt í könnuninni. Verði þér að góðu Ertu gift? Áttu börn? Já, þrjú. Til hamingju! Gælu- dýr? Eru ryk- maurar taldir með? Ó nei, úrið mitt er stopp. Nú veit ég ekkert hvað tímanum líður. Fyrir- gefðu. Takk fyrir. Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju. ÉG VAR trúað barn, sótti barnamessur á þeim (greinilega kristilega) tíma ell- efu á sunnudagsmorgnum með vinkonum mínum og hafði eitt árið meira að segja þá virðingarstöðu með höndum að afhenda hinum krökkunum Biblíumyndir þegar þeir gengu inn í kirkjuna. Eftir messu voru stundum sýndar teiknimyndir en það voru ekki þær sem heilluðu heldur söngurinn, þulurnar og kærleiksboðskapurinn. VETURINN sem ég fermdist breyttist allt. Vissulega má kenna almennri ungl- ingsárafýlu og þvermóðsku um að hluta en það gerðist líka að ég fór að spyrja meira og svörin sem ég fékk voru í besta falli ófullnægjandi og teygðu sig upp í ókurteisi og niðurtal. ÉG HEF því stundum talað um að ég hafi verið affermd og tók við ferm- ingargjöfunum og veislugestum með þrúgandi samviskubiti syndarans. HÉKK SAMT áfram í þjóð- kirkjunni með því að hugsa sem minnst um það en sagði mig úr henni áratugum síðar og valdi annan söfn- uð þar sem mér fannst jafnvægið milli guðs og manna ásættanlegra. VIÐ ÞURFUM enga þjóðkirkju. Rauði krossinn sinnir félagslegri skyldu kirkj- unnar og sálfræðingar sálgæslu án þess að halda þurfi úti höllum og köllum og Köllum og höklum handa starfsmönnunum. Kirkj- an er á fjárlögum en þær athafnir sem hún hefur eignað sér þarf samt að greiða fyrir þannig að þeir sem kjósa að láta nafngiftir, hjónavígslur, fermingar eða jarðsöng fara fram undir merkjum hennar þurfa hvort sem er að borga fyrir það sérstaklega. HROKI kirkjunnar þjóna hefur verið slíkur að mannanna lög hafa verið fyrir neðan þeirra virðingu. Þó að þeir finni fyrir andúð frá launagreiðendum sínum fara þeir alltaf undan í flæmingi og geta aldrei svarað spurningum beint og aldrei skammast sín fyrr en of seint, fyrr en skömm þeirra er orðin svo stór að ekki er siðferðislega og samfélagslega hægt annað en að gefa yfirlýsingu og biðjast afsökunar. ÝMSIR hafa orðið til þess að fara fram á aðskilnað ríkis og kirkju undanfarin ár og áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. Það er blessun þeirra að nú stefnir þjóðkirkjan fyrir björg knúin eigin vélarafli. Læmingi í flæmingi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.