Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 56
36 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Fylkisvöllur, áhorf.: 1.658
Fylkir KR
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14–19 (7–13)
Varin skot Fjalar 7 – Moldsked 6
Horn 7–5
Aukaspyrnur fengnar 7–13
Rangstöður 2–3
KR 4–3–3
Lars Ivar Moldsked 8
Skúli Jón Friðgeirss. 7
Grétar S. Sigurðars. 7
Mark Rutgers 7
Guðm. Reynir Gunn. 8
(84. Dofri Snorrason -)
Bjarni Guðjónsson 7
Baldur Sigurðsson 7
Viktor Bjarki Arnarss. 6
(86. Björgólfur Takef. -)
Óskar Örn Hauksson 6
Kjartan Henry Finnb. 8
(80. Gunnar Ö. Jónss. -)
*Guðjón Baldvinss. 8
*Maður leiksins
FYLKIR 4–5–1
Fjalar Þorgeirsson 6
Kristján Valdimarss. 3
Þórir Hannesson 3
Valur F. Gíslason 4
Kjartan Ágúst Breiðd. 5
Ingimundur Níels Ó. 4
(67. Pape M. Faye 4)
Ásgeir Börkur Ásg. 3
Ólafur Ingi Stígsson 3
(67. Davíð Þór Ásbj. 5)
Andrés Már Jóh. 4
(75. Ásgeir Örn Arnþ. -)
Tómas Þorsteinsson 5
Jóhann Þórhallsson 6
1-0 Jóhann Þórhallsson (5.)
1-1 Guðjón Baldvinsson (15.)
1-2 Kjartan Henry Finnbogason (27.)
1-3 Guðm. Reynir Gunnarsson (47.)
1-4 Guðjón Baldvinsson (77.)
1-4
Örvar Sær Gíslason (8)
Þýski handboltinn er byrjaður að rúlla. Einar Hólmgeirsson skipti um
félag í sumar, hann gekk í raðir HSG Ahlen-Hamm frá Grosswallstadt
en félögin mætast einmitt í fyrstu umferðinni í kvöld.
„Ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað byrja á einhverjum öðrum
leik, það voru sextán önnur lið sem komu til greina,“ sagði Einar léttur.
Eftir erfiða tíma vegna meiðsla fór hann frá Grosswallstadt en
Einar viðurkennir að viðskilnaðurinn hafi ekki verið ýkja góður.
Einar spilaði ekki í eina tíu mánuði en var að ná sér þegar hann
fór. „Þetta var svolítið endasleppt. Mér var lofað öllu fögru en
svo var ekkert af því efnt og ég var bara kvaddur.“
Einar var í vandræðum með hnéð á sér en fyrir þremur
vikum meiddist hann í hinu hnénu. „Það mátti búast við
þessu,“ sagði Einar glaðbeittur þrátt fyrir allt.
„Góða hnéð laskaðist aðeins, það blæddi aðeins inn á
það,“ segir Einar. „Þetta er ekkert alvarlegt en ég var bara
að byrja að æfa aftur. En það kemur ekkert annað til
greina en að spila á móti Grosswallstadt.“
Skyttan segir einnig viðbrigði að fara frá liði sem var að
berjast fyrir ofan miðja deild til nýliða sem þurfa að berjast
fyrir sæti sínu í deildinni. „Þetta er nokkuð skrítið. Það var
ekki sama pressan hjá Grosswallstadt þar sem við unnum
yfirleitt heimaleikina okkar og sáum svo bara til með úti-
völlinn. Núna þurfum við að berjast fyrir hverju einasta
stigi og hverju einasta marki liggur við,“ segir hann.
Ahlen-Hamm var stofnaður út frá félögunum
tveimur sem skilja bandstrikið að. „Ahlen var minni
en Hamm frekar stór. Það var mikill rígur á milli þeirra
en það gekk ágætlega að sameina þá. Það er stutt
á milli bæjanna, aðeins tíu kílómetrar. Það verður
mikil stemning á leiknum og það er fínt að byrja á
heimavelli,“ segir Einar sem vonast til að vera lengur
en í eitt ár hjá félaginu. „Það er ekkert eðlilega leiðinlegt
að flytja. Sumarið fór í að taka upp úr kössum og koma
okkur fyrir. En okkur líður mjög vel hérna,“ segir Einar.
EINAR HÓLMGEIRSSON: MEIDDIST Í „GÓÐA“ HNÉNU FYRIR STUTTU EN ER KLÁR Í LEIKINN GEGN GAMLA FÉLAGINU
Ég hefði alveg viljað byrja á að mæta öðru liði
Fylkir og forystan
Fylkismönnum hefur gengið illa að
halda forystunni í mörgum leikja
sinna í sumar:
Staða Andstæðingur Úrslit
2-0 Fram 2-2
2-0 FH 2-2
1-0 Breiðablik 2-4
1-0 Haukar 1-1
1-0 Stjarnan 1-2
1-0 Keflavík 1-2
2-0 FH 2-4
1-0 KR 1-4
> Staða Gunnlaugs veik
Óvíst er hvort að Gunnlaugur Jónsson verði áfram þjálfari
Vals á næstu leiktíð en heimildarmenn
Fréttablaðsins innan raða félagsins herma
að staða hans sé veik. Í fyrrakvöld greindi
RÚV frá því að Gunnlaugi hafi verið boðið
að hætta strax með liðið og að rætt hafi
verið við Guðjón Þórðarson um að taka við
liðinu. Því neitaði stjórn Vals í tilkynningu sem
félagið sendi frá sér í gær en hvorki náðist í
Gunnlaug né Börk Edvardsson, formann
knattspyrnudeildar Vals, þrátt fyrir ítrek-
aðar tilraunir í gær.
Pepsi-deild karla, staðan
ÍBV 17 10 3 4 27-17 33
Breiðablik 17 9 4 4 36-20 31
KR 17 9 4 4 34-22 31
FH 17 8 5 4 33-26 29
Stjarnan 17 6 6 5 34-28 24
Keflavík 17 6 6 5 19-21 24
Fram 17 6 5 6 26-26 23
Valur 17 5 7 5 23-30 22
Grindavík 17 5 4 8 20-24 19
Fylkir 17 5 3 9 30-36 18
Selfoss 17 4 2 11 24-39 14
Haukar 17 1 7 9 22-39 10
1. deild karla
Þróttur - ÍA 2-2
0-1 Gary Martin (9.), 1-1 Hörður Bjarnason (47.),
1-2 Arnar Guðjónss. (84.), 2-2 Ingvi Sveinss. (91.).
Evrópudeild UEFA, umspil
Aktobe - AZ Alkmaar 2-1
AZ Alkmaar vann samanlagt, 3-2.
Maritimo - BATE Borisov 1-2
BATE vann samanlagt, 5-1.
Dnepr - Villarreal 1-2
Villarreal vann samanlagt, 7-1.
Trabzonspor - Liverpool 1-2
Liverpool vann samanlagt, 3-1.
AEK - Dundee United 1-1
AEK vann samanlagt, 2-1.
Utrecht - Glasgow Celtic 4-0
Utrecht vann samanlagt, 4-2.
Juventus - Sturm Graz 1-0
Juventus vann samanlagt, 3-1.
Motherwell - OB 0-1
OB vann samalagt, 3-1.
Manchester City - Timisoara 2-0
Manchester City vann samanlagt, 3-0.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI KR er heitasta lið lands-
ins. Liðið hefur unnið sjö deild-
arleiki í röð undir stjórn Rúnars
Kristinssonar, skorað 21 mark og
fengið á sig þrjú. Það er aðeins
tveimur stigum frá ÍBV og er til
alls líklegt á endasprettinum. Það
vann Fylki 1-4 í gær.
Fyrri hálfleikur var fjörugur
frá upphafi til enda. Fylkismenn
byrjuðu af krafti en þeir fengu
aðstoð KR þegar þeir komust yfir.
Þeir fengu gefins hornspyrnu sem
endaði með því að Valur Fannar
skallaði inn í markteig þar sem
Jóhann Þórhallsson stangaði bolt-
ann í netið.
Eftir þetta tóku KR-ingar öll
völd á vellinum og það var eins
og þeir hefðu þurft þessa köldu
vatnsgusu frá Fylki til að vakna.
Þeir hófu stórsókn þar sem Baldur
skaut meðal annars í slána og Fjal-
ar varði tvisvar frábærlega.
Guðjón skoraði svo mark sum-
arsins. Hann fékk sendingu inn í
teig, tók boltann á kassann og skor-
aði með stórkostlegri hjólhesta-
spyrnu. Ævintýralega flott mark
og svo sannarlega af dýrari gerð-
inni.
Kjartan Henry skoraði annað
glæsimark skömmu seinna, hann
fékk að dansa með boltann fyrir
utan teiginn og þakkaði fyrir sig
með þrumuskoti í bláhornið. Stað-
an 1-2. KR var svo betra út hálf-
leikinn, átti alls þrettán skot að
marki og það síðasta var rétt fram-
hjá frá Guðjóni.
Rúm mínúta var búin af seinni
hálfleik þegar Guðmundur Reyn-
ir skoraði enn eitt glæsimark KR-
inga. Þrumuskot af vítateigslín-
unni í slána og inn.
Fylkismenn virtust missa alla
trú eftir þetta mark. Þeir sóttu
lítið sem ekkert miðja þeirra var
afspyrnu léleg. Flöt vörnin hleypti
Guðjóni einum í gegn og hann fór
framhjá Fjalari áður en hann skor-
aði síðasta markið.
Tómas Þorsteinsson fékk tvö
gul spjöld með tíu sekúndna milli-
bili í seinni hálfleik og ýtti svo við
góðum dómara leiksins. Hann á
skilið langt bann fyrir vikið.
Fylkisliðið virðist vera í tómu
tjóni og ekki einu sinni baráttu-
hundurinn Ólafur Þórðarson virð-
ist geta blásið lífi í Árbæinga. Liðið
er í bullandi botnbaráttu.
KR er að spila best allra á
Íslandi, skemmtilegan og árang-
ursríkan fótbolta. Titillinn er
þeirra vinni liðið alla fjóra leik-
ina sína. Það er ekki annað hægt
að segja en að KR sé liðið til að
vinna.
„Þetta gekk vel til að byrja með
en það kom svolítið bras á okkur
í fyrri hálfleik. Svo ákváðum við
að hætta þessum stuttu sendingum
og að reyna að vera flottir og sett-
um hörkuna bara í þetta. Þannig
þarf að spila á móti Fylki og láta
þá hlaupa,“ sagði Viktor Bjarki en
hvað segir hann um draumamörk
liðsins þessa dagana?
„Maður hló bara inni á vellin-
um þegar við fögnuðum mörkun-
um. Þannig á það að vera, þetta
er skemmtilegt. Það gengur vel
núna en það þýðir ekkert að horfa
lengra fram í tímann en á næsta
leik. Maður er í þessu til að spila
úrslitaleiki og nú eru fjórir úrslita-
leikir eftir,“ sagði Viktor.
„Fyrri hálfleikurinn var ágætur
þrátt fyrir að við værum undir,“
sagði Ólafur Þórðarson. „Seinni
hálfleikurinn er skelfing. Menn
bara halda ekki haus. Það er lítið
sjálfstraust og reynsluleysi. Þetta
blandast illa saman og útkoman
er þessi. Við ætluðum að liggja til
baka og verja markið okkar. Það
er algjört grísamark sem Guðjón
skorar og annað markið var lélegt
að okkar hálfu. Sjálfstraustið er
bara brotið og ég veit ekki hvort að
væntingarnar hafi verið of mikl-
ar. Það er fullt af leikjum eftir og
við verðum bara að vinna okkur úr
þessu. Ég verð bara að halda áfram
að berja á strákunum,“ sagði Ólaf-
ur. hjalti@frettabladid.is
Hlógum bara þegar við fögnuðum
KR er heitasta liðið á Íslandi í dag. Liðið skoraði fjögur frábær mörk gegn Fylki í gær og er aðeins tveimur
stigum frá toppnum. Á meðan er Fylkir í tómu tjóni í botnbaráttunni og virðist rúið öllu sjálfstrausti.
Á SKOTSKÓNUM Guðmundur Reynir Gunnarsson þrumar hér knettinum í mark Fylkismanna. Þórir Hannesson kemur engum
vörnum við. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Liverpool keppir í riðla-
keppni Evrópudeildar UEFA eftir
3-1 samanlagðan sigur á Trabzons-
por. Liðin áttust við í Tyrklandi í
gær og þar vann Liverpool 2-1
sigur eftir að hafa lent snemma
undir í leiknum. En Liverpool
skoraði tvö mörk á síðustu mín-
útum leiksins. Fyrra markið var
sjálfsmark en Dirk Kuyt skoraði
síðara markið eftir að hafa fylgt
eftir skoti varamannsins Daniel
Pacheco sem var varið.
Markið var kærkomið fyrir Kuyt
sem hefur verið sag ður
á leið frá Liverpool. En hann sagði
eftir leikinn að hann ætlaði að vera
um kyrrt.
„Eftir því sem ég best veit þá er
framtíð mín hjá Liverpool,“ sagði
hann. „Ég hef notið tíma míns hér
og vona að framtíðin verði einn-
ig góð. Það eina sem ég vil er að
vinna titla með Liverpool.“
Sjálfur var Hogdson hæstánægð-
ur með sigurinn. „Ég efaðist aldrei
um að hann vildi vera áfram. Dirk
er mikilvægur hluti af Liverpool
og ég hef áður sagt að hann er ekki
til sölu. Ég ætla mér að byggja upp
liðið í kringum leikmenn eins og
hann, Steven Gerrard, Fernando
Torres og Jose Reina. Við ætlum
ekki að selja þá og byrja upp á
nýtt.“
Íslendingaliðin OB frá Dan-
mörku og AZ Alkmaar frá Hol-
landi komust einnig í riðlakeppn-
ina. Rúrik Gíslason spilaði allan
leikinn er OB vann 1-0 sigur á
Motherwell í Skotlandi og saman-
lagt, 3-1.
Jóhann Berg Guðmundsson var
í byrjunarliði AZ sem tapaði fyrir
Aktobe í Kasakstan, 2-1, en vann
samalagt, 3-2. Kolbeinn Sigþórsson
kom inn á sem varamaður fyrir
Jóhann Berg í síðari hálfleik.
Manchester City komst einn-
ig áfram eftir 3-0 samanlagðan
sigur á Timisoara frá Rúmeníu.
Aston Villa er hins vegar úr leik
eftir að hafa tapað fyrir Rapíd Vín
frá Austurríki, annað árið í röð.
48 lið verða í hattinum þegar
dregið verður í riðla í dag. Alls
eru riðlarnir tólf talsins og kom-
ast efstu tvö liðin úr hverjum riðli
áfram í 32-liða úrslitin, ásamt þeim
átta liðum sem ná bestum árangri í
þriðja sæti. - esá
Forkeppni Evrópudeildar UEFA lauk í gær með síðustu leikjum umspilsins um sæti í riðlakeppninni:
Síðbúin mörk tryggðu Liverpool áfram
Í BARÁTTUNNI
Rúrik Gíslason í leiknum gegn
Motherwell í Skotlandi í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY