Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 27.08.2010, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 27. ágúst 2010 39 FÓTBOLTI Adriano Galliani, stjórn- arformaður AC Milan, er á ferð og flugi þessa dagana enda ætlar hann sér að landa heimsklassa- framherja áður en félagaskipta- glugginn lokar. Um vika er þang- að til hann lokar. Milan vill helst fá Svíann Zlat- an Ibrahimovic frá Barcelona en hann kostar skildinginn og er þess utan afar dýr á fóðrum. Veskið hjá Milan er ekki eins þykkt og oft áður og því er ekki víst að félagið hafi efni á honum. Galliani hitti Sandro Rosell, for- seta Barcelona, á miðvikudags- kvöldið þar sem þeir ræddu um kaup Milan á Zlatan. Barca er til í að selja þar sem samband Svíans við þjálfara Bar- celona, Pep Guardiola, er afar stirt en þeir hafa ekki talað saman í hálft ár. Guardiola vill ekki ræða það mál á meðan Ibrahimovic er enn leikmaður félagsins. Galliani er klár með varaáætlun fari svo að hann landi ekki Ibra- himovic. Hann hefur nefnilega snúið spjótum sínum að Robinho hjá Man. City en það gæti reynst auðveldara að fá hann. Fari svo að Robinho komi til Milan þá mun liðið stilla upp bras- ilískri sóknarlínu þar sem fyrir hjá félaginu eru landar hans Ron- aldinho og Pato. „Robinho er varaskeifa ef við fáum ekki Zlatan. Við viljum samt fá sænska framherjann,“ sagði Galliani við fjölmiðla. Robinho er dýrasti leikmaður í sögu Man. City en hann var keypt- ur á sínum tíma frá Real Madrid fyrir rúmar 32 milljónir punda. Hann stóð aldrei undir væntingum og var að lokum lánaður til Santos í fyrra þar sem hann blómstraði. - hbg Forráðamenn AC Milan leita logandi ljósi að nýjum framherja þessa dagana: Robinho varaskeifa fyrir Zlatan ENDAR HANN Á ÍTALÍU? Robinho er víðförull knattspyrnumaður og gæti endað hjá AC Milan áður en mánuðurinn er liðinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES GOLF Tiger Woods tekur þessa dagana þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan skilnaður hans við Elinu Nordegren gekk í gegn. Tiger óskar fyrrum eiginkonu sinni alls hins besta og segir að börnin þeirra muni hafa forgang í lífi þeirra. „Ég fann ekki til neins léttis þegar skilnaðurinn var frágeng- inn. Ég var frekar sorgmæddur. Það gengur enginn í hjónaband með það að markmiði að skilja. Þess vegna er þetta sorglegt,” sagði Tiger á blaðamannafundi. „Það voru mínar ákvarðanir sem eyðilögðu þetta hjónaband. Ég hef gert mörg mistök í mínu lífi og ég verð að lifa með þeim mistökum.“ Tiger segir að það hafi ekki verið auðvelt að spila golf á meðan verið var að ganga frá skilnaðinum en hann hefur leikið mjög illa á köflum. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að einbeita mér á flest- um mótum í sumar.“ - hbg Tiger Woods: Ég eyðilagði hjónabandið EINHLEYPUR TIGER Spilaði illa á meðan hann kláraði skilnaðinn. GETTY FÓTBOLTI Laurent Blanc, nýráðinn landsliðsþjálfari Frakklands, valdi í gær landsliðshópinn sem mætir Hvíta-Rússlandi og Bosníu í undankeppni EM 2012 í upphafi næsta mánaðar. Franska landsliðinu gekk hræðilega á HM í sumar og ekki voru vandræðin minni utan vall- ar. Enginn úr HM-hópnum var valinn þegar Frakkar mættu Norðmönnum í æfingaleik fyrr í mánuðinum en nú hefur Blanc valið níu þeirra í landsliðið á ný, þar á meðal Florent Malouda, Gael Clichy, Bacary Sagna og Abou Diaby. Hvorki Eric Abidal né Jeremy Toulalan voru valdir né heldur Patrice Evra og Franck Ribery sem eru enn í banni hjá franska knattspyrnusambandinu fyrir að hafa átt hvað stærstan þátt í vandamálum liðsins utan vall- ar á HM í sumar. Lengsta bann- ið hlaut þó Nicolas Anelka fyrir að úthúða Raymond Domenech, þáverandi landsliðsþjálfara. Ólík- legt er að hann spili fyrir lands- liðið aftur. - esá Franska landsliðið valið: Blanc valdi níu úr HM-hópnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.