Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 12
12 3. september 2010 FÖSTUDAGUR einn barnaís eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna UPPLÝSINGATÆKNI Ásakanir Voda- fone vegna dráttar á því að fyrir- tækið hafið fengið aðgang að svo- nefndum Nató-ljósleiðara beinast að röngum aðila, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Mílu. Míla bendir á að fimm af átta þráðum ljósleiðarakapalsins séu í eigu Mílu og þrír séu í eigu Nató og á forræði utanríkisráðuneytisins. „Ekki hefur verið gerður sameign- arsamningur á milli Mílu og Varn- armálastofnunar. Míla sendi drög að slíkum samningi að beiðni Varn- armálastofnunar um miðjan júní 2010. Núverandi þjónustusamning- ur Mílu og Varnarmálastofnunar tilgreinir ekki hvernig hátta skuli þjónustu við þriðja aðila. Til þess að þriðji aðili komist inn á þráðinn þarf að ráðast í verklegar fram- kvæmdir og ekki er til samningur um hvernig þeim skuli háttað. Það er á forræði utanríkisráðuneytis- ins, sem umsýsluaðila ljósleiðara- þráðanna, að gera slíkar ráðstafan- ir með samningi við Mílu,“ segir í yfirlýsingu Mílu. Bent er á að með leigu ljósleiðara sé ráðuneytið komið á fjarskipta- markað, án þess að hafa sótt um heimild til slíkrar starfsemi. „Telji Vodafone að tafir séu á aðgangi að þeim ljósleiðara sem fyrirtækið hefur leigt af utanríkisráðuneyt- inu, þá eru það vinsamleg tilmæli Mílu til Vodafone að fyrirtækið beini máli sínu til réttra aðila, það er utanríkisráðuneytisins.“ Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone kveðst fyrirtækið munu bera allan kostnað sem til kynni að falla vegna tenginga inn á ljósleið- arakapalinn og því er haldið fram að Míla hafi boðist til að opna fyrir aðgang á tengistöðum sem þegar séu til staðar, svo sem á Gunnólfs- víkurfjalli á Langanesi og Bola- fjalli við Bolungarvík. Eva Magnús- dóttir, forstöðumaður sölu hjá Mílu, segir ekki rétt að slíkur aðgangur hafi verið boðinn. Þá telur Vodafone rök um skort á sameignarsamningi ekki halda og að orðalagsbreytingar á þjónustu- samningi Mílu og Varnarmála- stofnunar nægi til þess að tryggja Vodafone, eða einhverjum öðrum, aðgang að nauðsynlegum búnaði. Varnarmálastofnun er sögð hafa óskað eftir því ítrekað við Mílu að fyrirtækið geri drög að breyttum texta, en þau hafi ekki skilað sér. Eva áréttar enda að ekki myndi nægja að breyta orðalagi þjónustu- samningsins, nauðsynlegt væri að gera sérstakan samning um sam- eignina í ljósleiðarakaplinum. olikr@frettabladid.is VARNARMÁLASTOFNUN Vodafone segir Varnarmálastofnun hafa samþykkt að breyta orðalagi í þjónustusamningi við Mílu sem ætti að nægja til að Vodafone fái aðgang að ljósleiðara Nató. Talsmaður Mílu segir það ekki nægja. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Míla segir samning um sameign vanta Vodafone ætti að beina málarekstri sínum vegna Nató-ljósleiðara til utanríkis- ráðuneytisins að mati Mílu. Vodafone sakar Mílu um að standa í vegi sam- keppni. Míla segir vanta samning um framkvæmdir við Varnarmálastofnun. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni og sér- staklega hættulega líkamsárás. Konunni er gefið að sök að hafa í nóvember á síðasta ári ráðist á lögreglukonu, sem þar var við skyldustörf. Er konan ákærð fyrir að kasta gleríláti í höfuð lögreglukonunnar, sem bólgnaði og marðist á enni. Atvikið átti sér stað við veitinga- staðinn 800 Bar í Árborg. Konan neitar sök. Í málinu gerir lögreglukonan kröfu um miskabætur að fjárhæð kr. 300.000, ásamt vöxtum. - jss Ákærð fyrir ofbeldisverk: Kastaði gleríláti í lögreglukonu KJARAMÁL Stjórn Félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa (FRS) mót- mælir kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um að félagar FRS verði skyldaðir til að ganga í starfsmannafélög sveitarfé- laga. Um áramótin mun mála- flokkur fatlaðra færast frá ríki til sveitarfélaga, en starfsfólk svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra vill engu að síður halda aðild sinni að stéttarfélaginu SFR. Vésteinn Valgarðsson, for- maður stjórnar FRS, segir að félagsmenn vilji tilheyra SFR vegna lífeyrissjóðsmála sem og til að missa ekki aðgang að styrktar- og símenntunarsjóð- um BSRB. Vésteinn telur einn- ig að félagafrelsi sé ógnað. „Við viljum að okkar fólk fái að velja hvort það sé í SFR eða einhverju öðru félagi, eftir atvikum.“ Verði kröfum félagsmanna ekki mætt, mun FRS þrýsta á um lagabreyt- ingu til að geta áfram átt aðild að SFR. Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands sveitar- félaganna, segir að ekki komi til greina að þessi hópur haldi SFR- aðildinni þar sem um sé að ræða félag ríkisstarfsmanna. Aðkoma SFR myndi gjörbreyta samnings- umhverfi sveitastjórnarstigsins. „Þar sem við erum sannfærð um að fólk muni njóta sambærilegra réttinda í bæjarstarfsmanna- félögunum, þá höfum við ekki áhyggjur af þeim þætti,“ segir Halldór. - þj Formaður stjórnar Félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa segir félagsmenn vilja tilheyra SFR áfram: Gera kröfu um að fá að velja sér stéttarfélag DEILA UM AÐILD AÐ SFR Stuðningsfull- trúar vilja tilheyra SFR. NORDICPHOTOS/AFP GRÆNLAND, AP Fjórir Grænfrið- ungar hafa verið handteknir á olíuborpalli út af vesturströnd Grænlands, þar sem þeir höfðu verið með mótmælaaðgerðir í tvo daga. Mennirnir héngu í fjallgöngu- búnaði undir pallinum, en neydd- ust til að fara upp á pallinn vegna hvassviðris. Þar biðu þeirra lög- regluþjónar. Samtökin Greenpeace vildu með aðgerðum sínum mótmæla djúpsjávarborun. Skoskt fyrir- tæki fullyrti í síðustu viku að fundist hefði mikið magn af nátt- úrugasi í bergi á þessum slóðum. - gb Grænfriðungar handteknir: Aðgerðum hætt vegna óveðurs UNDIR PALLINUM Einn mótmælend- anna þegar veðrið var enn gott. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND William Hague, utan- ríkisráðherra Bretlands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar sögusögnum um að hann sé sam- kynhneigður. Hague, sem eitt sinn var formað- ur breska Íhaldsflokks- ins, hefur verið milli tannanna á fólki undan- farna daga eftir að ýjað var að því að hann hafi átt í ástarsam- bandi við aðstoðarmann sinn. Hague þvertekur fyrir að eiga í ástarsambandi við manninn og í yfirlýsingunni greinir hann frá því að hann sé hamingju- samlega kvæntur, þrátt fyrir að þeim hjónum hafi gengið illa að eignast börn. Hague snýst til varnar: Hafnar sögu- sögnum um samkynhneigð WILLIAM HAGUE Í vímu undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í fyrradag karlmann um sextugt fyrir að aka í vesturborginni undir áhrifum fíkniefna. Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur í austur- borginni. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri og konu á sextugsaldri. LÖGREGLUFRÉTTIR REYKJAVÍK Suðurgata verður ein- stefnugata fyrir akandi umferð til suðurs frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi en tvístefnugata fyrir hjólandi umferð. Þetta var samþykkt í umhverfis- og sam- gönguráði fyrr í vikunni. „Við vonum að þessi breyting bæti aðstæður fyrir gangandi, hjólandi og almenningssam- göngur,“ segir Karl Sigurðsson formaður ráðsins. Hann segir að einnig muni um leið draga úr umferðarhraða og hávaða. Breytingar á Suðurgötu: Einstefna fyrir akandi umferð ÞÚSUNDIR ENN Á FLÓTTA Eldfjallið Sinabung á Indónesíu spýr ennþá ösku, fimm dögum eftir að það lét á sér kræla í fyrsta sinn í fjórar aldir. Þús- undir íbúa þurftu að forða sér. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓÐKIRKJAN Úrsagnir úr Þjóð- kirkjunni hafa verið miklar á síð- ustu vikum. Nákvæmar tölur frá þjóðskrá munu ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku, en Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, sagði í samtali við Bylgjuna í fyrra- dag að fjöldi úrsagna í ágúst hafi verið svipaður og árið 1996. Sumarið 1996 var fjöldi úrskrán- inga úr þjóðkirkjunni 2.344, eða um eitt prósent skráðra meðlima. Skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar í júlí 2010 voru 251.487 talsins, sem gerir það að verkum að líklega hafi um 2.500 manns skráð sig úr Þjóð- kirkjunni í ágúst. Mikil bylgja úrsagna gekk yfir eftir að mál varðandi kynferðis- brot Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups Íslands, kom á ný fram á sjónarsviðið snemma í síðasta mán- uði. Hefur kirkjan verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa lítið aðhafst þegar þrjár konur stigu fram árið 1996 og ásökuðu þáverandi biskup um kynferðislega áreitni. Dóttir biskups, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir, steig síðan fram á síðasta ári og fjallaði um þá kynferðislegu misnotkun sem hún varð fyrir af hendi föður síns þegar hún var barn að aldri og fram til unglings- ára. Kirkjan og hennar viðbrögð við málunum virðast hafa orðið til þess að almenningur hefur fundið sig knúinn til þess að skrá sig úr þjóðkirkjunni. - sv Svipaður fjöldi úrskráninga úr þjóðkirkjunni í ágúst þessa árs og sumarið 1996: Líklega um 2.500 úrskráningar PRESTASTEFNA ÞJÓÐKIRKJUNNAR Talið er að um eitt prósent meðlima þjóðkirkjunnar hafi skráð sig úr henni í síðasta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.