Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 62
42 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Stúlkurnar í hljómsveitinni The Charlies, þær Alma Guðmundsdótt- ir, Steinunn Camilla Sigurðardóttir og Klara Elíasdóttir, halda áfram að vekja verðskuldaða athygli í Borg Englanna. Nýverið bauðst þeim að syngja kynningarlag hins vinsæla sjónvarpsþáttar Dancing With The Stars, en þátturinn er með svipað áhorf og American Idol í Bandaríkjunum. Lagið sem stúlkurnar syngja er endurgerð af klassíkinni Eye of the Tiger með hljómsveitinni Survivor en texta og nafni lagsins breytt í Fighter on the Dancefloor og vísar þar með í danskeppnina sjálfa. Að sögn Ölmu fóru þær stöllur inn í hljóðver á fimmtudegi og var aug- lýsingin með laginu farin í loft- ið innan við viku síðar. Áætlað er að The Charlies komi svo fram í einum þættinum í vetur og syngi þá lagið fyrir áhorfendur. Alma segir þetta einstakt tækifæri fyrir hljómsveitina. „Það að fá að syngja lag í auglýsingu í einum vinsæl- asta sjónvarsþætti í Bandaríkjun- um er alveg frábært tækifæri fyrir okkur. Það er líka rosalega skrít- ið að hugsa til þess að milljónir manna séu að hlusta á lag sem við syngjum.“ Hún segir þær hafa heyrt lagið í fyrsta sinn í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum síðan og var það undarleg tilfinning. „Okkur finnst þetta kannski meira spennandi en fólki heima því maður veit hvað þessir þættir eru vinsælir og hvað það er mikil eftirvænting eftir nýju þáttaröðinni,“ segir hún og hlær. Aðspurð segir Alma annars nóg að gera hjá stúlkunum og eyða þær miklum tíma í æfingar og fundar- höld með yfirmönnum plötufyrir- tækisins. „Það er hellingur í gangi og ótrúlegustu hlutir að koma upp, þannig að við erum í voða góðum gír,“ segir hún kampakát. sara@frettabladid.is „Þetta gekk alveg ótrúlega vel, alveg eins og í sögu,“ segir Anna María Karlsdóttir, annar af fram- leiðendum kvikmyndarinnar Okkar eigin Osló. Sumarbústaður var „brenndur“ við tökur á myndinni í Miðfells- landi við Þingvallavatn á dögun- um. Um eitt hundrað manns voru á svæðinu, þar á meðal lögregla, slökkvilið og eftirlitsaðilar, til að sjá um að allt gengi vel fyrir sig. „Við byggðum utan um hann og brenndum það. Svo stóð hann eftir óhultur,“ segir Anna um bústað- inn og tekur fram að leikmynda- hönnuðurinn Eggert Ketils son hafi unnið þarna gott starf ásamt brennudeild myndarinnar. „Þetta var einn tökudagur. Það var kveikt margoft í og slökkt aftur.“ Tökur á myndinni halda áfram á Þingvöllum fram eftir mánuð- inum. Eftir það verður tekið upp í Reykjavík og síðan verður farið til Óslóar. Okkar eigin Osló er svo væntanleg í kvikmyndahús í febrúar. Með helstu hlutverk fara Brynhildur Guðjónsdóttir, Þor- steinn Guðmundsson, Hilmir Snær Guðnason og Laddi. Leikstjóri er Reynir Lyngdal. - fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. grunnflötur, 6. tveir eins, 8. stúlka, 9. arr, 11. hætta, 12. vatt, 14. iðja, 16. kúgun, 17. skjön, 18. flinkur, 20. tveir, 21. treysta. LÓÐRÉTT 1. sæti, 3. hljóm, 4. fugl, 5. af, 7. hel- ber, 10. kann, 13. fljótfærni, 15. ekki margir, 16. tíðum, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. gólf, 6. ee, 8. mær, 9. sig, 11. vá, 12. sneri, 14. starf, 16. ok, 17. ská, 18. fær, 20. ii, 21. trúa. LÓÐRÉTT: 1. sess, 3. óm, 4. lævirki, 5. frá, 7. einskær, 10. get, 13. ras, 15. fáir, 16. oft, 19. rú. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær er Björgvin G. Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra, nú að leggja lokahönd á bók um upplifun sína af efnahagshruninu. Bókin hefur hlotið vinnutitilinn Fullkominn stormur. Sé nafninu snúið upp á ensku myndi hún þá heita Perfect Storm en það var einmitt heitið á frægri kvikmynd George Clooney. Hvort þetta er tilviljun ein eður ei þá er það kannski eilítil kaldhæðni að myndin fjallar um mann sem hundsar allar viðvaranir um mikið óveður og siglir litla fleyinu sínu inn í gin sterks fellibyls. Frumraun Baltasars Kormáks í Hollywood, Inhale, verður sýnd á árlegri kvikmyndahátíð í Woodstock um næstu mánaðamót. Myndin fer síðan í almenna dreifingu í bandarískum kvikmyndahúsum 22. október. Óvíst er hvort Baltasar verður viðstaddur hátíðina því hann er önnum kafinn við tökur á Djúpinu auk þess sem tökur á bandarískri endurgerð myndarinnar Reykjavík Rotterdam, sem nefnist Contraband, hefjast hugsanlega á næstunni. Fari svo að Baltasar verði á meðal gesta á Woodstock-hátíðinni verður hann í góðra manna hópi því Holly- wood-stjarnan Keanu Reeves verður þar heiðursgestur. Hátíðin, sem hóf göngu sína árið 1999, er virt í kvikmynda- bransanum og hefur í gegnum árin laðað að sér fræga gesti, þar á meðal leikarana Kevin Bacon, Tim Robbins og Steve Buscemi. - fgg, fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er Ostabúðin á Skóla- vörðustíg, hún er langbest. Ég fæ mér salatið með heitreyktri gæsabringu.“ Anna Hrund Másdóttir listakona. Fjallað var um verslunina Glad I Never á þýsku netsjónvarps- stöðinni Berlinfashion.tv fyrir skemmstu, en verslunin er í eigu Íslendingsins Baldvins Dungal og var opnuð í desember síðastliðinn. „Stúlkan sem sér um þennan tískuþátt gengur um borgina og finnur skemmtilegar búðir sem hún fær svo leyfi til að fjalla um. Glad I Never er ekki búin að vera það lengi til að maður afþakkar ekki ókeypis augýsingu þannig ég spjallaði við hana í tæpa klukku- stund og sýndi henni búðina. Ég hef bara horft á myndbandið einu sinni því ég varð svo pirraður á öllum málfræðivillunum hjá mér,“ segir Baldvin og hlær. Hann rekur verslunina í samstarfi við móður sína, Elínu Kjartansdóttur, og Elsu Maríu Blöndal, söngkonu og fata- hönnunarnema. Aðspurður segist Baldvin hafa fengið hina ýmsu tískubloggara í heimsókn síðan verslunin var opnuð og segir slíka umfjöllun góða fyrir viðskiptin. „Það koma alltaf einhverjir viðskiptavinir að skoða sem segjast hafa lesið umfjöllun um verslunina á netinu, en það verður þó aldrei nein sprenging í kúnna- fjölda eftir svona umfjöllun.“ Að sögn Baldvins gengur rekstur verslunarinnar ágætlega og fjölg- ar viðskiptavinunum með hverjum mánuði. „Ætli það megi ekki segja að þetta sé rekið á sléttu en þetta batnar alltaf með hverjum mánuð- inum, þannig það er góð ástæða til að vera bjartsýnn. Við reynum líka að vekja athygli á okkur með því að hafa skemmtilegar uppákom- ur í versluninni minnst einu sinni í mánuði og það hefur reynst vel.“ segir Baldvin. - sm Vekur athygli þýskra bloggara GÓÐ UMFJÖLLUN Baldvin Dungal rekur verslunina Glad I Never í miðborg Berl- ínar. Fjallað var um verslunina á þýsku netsjónvarpsstöðinni Berlinfashion.tv. Mynduðu brennandi bústað LOGANDI BÚSTAÐUR Bústaðurinn við Þingvallavatn í ljósum logum við tökur á Okkar eigin Osló. Þorsteinn Guðmundsson og Brynhildur Guðjónsdóttir haldast í hendur á meðan Laddi fylgist með í fjarska. MYND/VERA PÁLS ALMA GUÐMUNDSDÓTTIR: SKRÝTIÐ AÐ HEYRA LAGIÐ Í SJÓNVARPI Milljónir hlusta á söng stúlknanna í The Charlies THE CHARLIES Hér sjást stúlkurnar inni í hljóðveri ásamt Mark Byers, höfundi lagsins. Vinsældir Dancing with the Stars fara vaxandi með ári hverju og ríkir mikil eftirvænting eftir nýju þáttaröðinni. Á meðal keppendanna í ár má nefna tónlistarmanninn Michael Bolton, leikkonuna Jennifer Grey, David Hasselhoff og Bristol Palin, dóttur fyrrum varaforsetaframbjóðandans Söruh Palin. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Þér er boðið í skemmtilegustu afmælisveislu ársins! Sunnudaginn 5. sept. frá 14-16 Gerpla (Stóra sviðið) Fös 29/10 kl. 20:00Fim 21/10 kl. 20:00 Ö Fim 4/11 kl. 20:00 Fíasól (Kúlan) Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Hamskiptin (Stóra sviðið) Nígeríusvindlið (Kassinn) Lau 11/9 kl. 15:00 U Sun 12/9 kl. 13:00 Ö Sun 12/9 kl. 15:00 Ö Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Ö Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Ö Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Fim 16/9 kl. 20:00 U Fös 17/9 kl. 20:00 Ö Lau 18/9 kl. 20:00 Ö Sun 19/9 kl. 19:00 Ö Mið 22/9 kl. 19:00 U Fös 24/9 kl. 19:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Ö Fim 16/9 kl. 20:00 Sun 5/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 13:00 U Lau 4/9 kl. 15:00 U Lau 11/9 kl. 13:00 Ö Fös 15/10 kl. 20:00 frums U Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Ö Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Ö Fös 10/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Ö Fim 9/9 kl. 19:00 Ö Fös 10/9 kl. 19:00 Ö Lau 18/9 kl. 19:00 Ö Fös 3/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Ö Sun 19/9 kl. 13:00 Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 19/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Ö Lau 25/9 kl. 19:00 Ö Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 2/10 Kl. 19:00 Fös 17/9 kl. 20:00 VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Vaktarabærinn. 2 Washington DC. 3 Daníel Hrafn Sigurðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.