Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 28
2 föstudagur 3. september núna ✽ dansinn dunar F ör ðu n: S va nh ví t V al ge irs dó tti r SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I - Nýjar áherslur og bylting í kennslu Allir kennarar eru með áralanga reynslu í faginu Nám í boði Spennandi nám í förðun Kennsla í öllu sem viðkemur tísku, leikhúsi og líkamsförðun (bodypaint) Tísku- og ljósmyndaförðun í 14 vikur. Lokaverkefnið er unnið allan námstímann og endar með sýningu í lok náms Nánari upplýsingar: S: 553 7900 skoli@snak.is www.snak.is F ö r ð u n a r s k ó l i n n stofnaður 1997 SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I - þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5432 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Í GERVI GOÐSINS Frá dauða poppgoðsins Michaels Jackson hafa aðdáendur hans safnast saman í Prospect Park í Brooklyn á afmælis- degi hans, 29. ágúst. Margir bregða sér í gervi goðsins honum til heiðurs. MYNDD/GETTY D ansverkið Falling in love with Nina er eitt þeirra níu verka sem eru frumflutt á Íslandi á Reykjavík Dance Festival sem nú stendur yfir. Höfundur verks- ins er Steinunn Ketilsdóttir, sem er reyndur danshöfundur og einn aðalskipuleggjenda hátíðarinnar í ár. „Þetta er sólóverk sem ég gerði fyrir Katrínu Johnson, góða vin- konu mína og dansara í Íslenska dansflokknum. Ég fékk ákveðna hugmynd um verkið og Katrín var fyrsta manneskjan sem kom upp í hugann á mér fyrir það.“ Steinunn og Katrín áttu í ná- inni samvinnu við að skapa verk- ið og og eyddu meðal annars tíma saman á Skagaströnd og sólar- strönd í Portúgal. Verkið bygg- ir ekki eingöngu á dansi, heldur að stórum hluta til á texta eftir Steinunni. „Inn í þetta fléttast pælingar um lífið og ástina, dauðann og tví- ræðni hlutanna. Er til dæmis eitt- hvað sem lítur út fyrir að vera fal- legt í raun og veru fallegt, ef þú staldrar við og horfir á það? Við erum oft á svo mikilli ferð í þessu lífi að við gleymum að staldra við, horfa í kringum okkur og upplifa. Það er nefnilega þá sem maður sér smáatriðin og hnökrana í lífinu. Þetta var mjög sterkur útgangs- punktur hjá mér í verkinu.“ Falling in love with Nina verð- ur sýnt í Norðurpólnum á laugar- dags- og sunnudagskvöld klukkan átta. Norðurpóllinn er einn af þremur sýningarstöðum Reykja- vík Dance Festival en hinir eru Hafnarhúsið og Brim-húsið niðri við höfn, þar sem meðal annars fer fram miðnætursýning í kvöld undir stjórn Valgerðar Rúnars- dóttur. Aðrir þátttakendur á hátíðinni eru meðal annarra Erna Ómars- dóttir, Isabelle Schad, þekktur danshöfundur frá Berlín, og fjöl- listahópurinn Muscle and Hate Crew. Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má nálgast á heimasíðunni www.dancefesti- val.is. - hhs Dansverkið Falling in love with Nina frumflutt á Reykjavík Dance Festival á morgun: TVÍRÆÐNI HLUTANNA Hluti af húmornum er hversu mikið við leggjum í þátt af þessu tagi. Ef þetta værum bara við vinirnir heima í stofu að hlæja, tekið upp á lélega myndavél, þá væri þetta ekki jafn flott,“ segir Magnús Ingi Sveinbjörnsson sem, ásamt nokkrum vinum sínum, framleiðir íslensku grínþættina Dead Drunk But Trying sem sýndir eru á YouTube. Þættirnir ganga út á að leiða saman tvo keppendur sem innbyrða mikið magn af áfengi áður en þeir reyna að leysa einfaldar þrautir, sem vefjast fyrir drukknum þátttakendunum með kostulegum afleiðingum. Magnús Ingi fékk hugmyndina að þáttunum þegar hann var staddur heima hjá vini sínum, sem var að setja saman hillu úr Ikea. „Skyndilega datt mér í hug hvort ekki væri fyndið að gera þetta ef við værum fullir. Tíu mínútum síðar vorum við komnir með hugmyndina að þáttunum og tókum fyrsta þáttinn upp daginn eftir,“ segir Magnús. Hann segir þættina hafa vakið mikla athygli, meðal annars frá bandarískri sjónvarpsstöð. „Við ætlum að gera sex eða sjö þætti í fyrstu seríunni og frumsýna þættina á tveggja vikna fresti,“ segir Magnús, en nú þegar er hægt að horfa á tvo fyrstu þættina á YouTube. - kg Drukknir þátttakendur vekja athygli: Gera grín á Netinu Magnús Ingi Sveinbjörnsson, lengst til hægri, ásamt vinum sínum sem hjálpa til við gerð þáttanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nakin fegurð í vikunni Íslenski listahópurinn The Weird Girls Project frumsýnir eftir helg- ina ellefta vídeóverk sitt. Ekki hefur enn þá verið gefið upp hvar eða hvernig verkið verður afhjúpað en víst er þó að þess er beðið með eftirvæntingu. Myndirnar sem sést hafa úr verkinu eru ævintýralega fallegar en á þeim klæðast stúlk- urnar engu nema blómakrönsum. Það má því búast við að margir hlakki til að sjá útkomuna í hreyfi- mynd. Í hópnum eru hátt í sex- tíu ólíkar stúlkur sem taka þátt í verk- efnum sem lista- konan Kitty Von Sometime er for- sprakki fyrir. Í þessu nýja verki hljóma undir ljúfir tónar tónlistarmannsins Ólafs Arnalds. Tískuspírur selja spjarir Fatamarkaðirnir halda áfram að spretta upp, mörgum til ánægju enda aldrei leiðinlegt að gera góð kaup. Á laugar- daginn á milli 12 og 18 ætla þrjár smekkmanneskjur að selja spjarir sínar á Prikinu, vinkonurnar Anna Soffía, Sylvía og Svala Lind. Það verður örugglega vel þess virði að kíkja við hjá þeim, enda hafa þær allar unnið hjá einni af helstu vintage- verslunum landsins, Rokki og rósum. Þær verða með mikið magn af kápum, kjólum, jökkum, peys- um, skóm og töskum. Vinkonur Katrín Johnson flytur verk vinkonu sinnar, Steinunnar Ketilsdóttur, á Reykjavík Dance Festival um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR LEIKKONA Ég ætla að byrja helgina á að sjá leiksýninguna Dvergurinn hjá Agli Heiðari, vini mínum, á listahátíðinni Lókal. Á laugardagskvöldið ætla ég að gefa öllu góða fólkinu sem hefur hjálpað okkur við að flytja bjór. Á sunnudaginn verð ég svo í gervi Rauðhettu allan daginn á opnu húsi hjá Þjóðleikhúsinu, í tilefni af 60 ára afmæli þess. helgin MÍN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.