Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 20
20 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Ertu með eða á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)? Þessari spurningu er ekki hægt að svara fyrr en vitað er hvaða kost- ir og ókostir munu fylgja aðild eða höfnun aðildar. Það verður hins vegar ekki ljóst fyrr en samnings- drög liggja fyrir að loknum samn- ingaviðræðum. Þess vegna er spurningin ekki tímabær. Hægt er hins vegar að spyrja: Ertu með eða á móti því að rætt sé við ESB um aðild Íslands, – samninga leit- að um að Ísland bætist í hóp þeirra 27 Evrópuríkja,sem hafa ákveðið að starfa náið saman? Ertu fylgj- andi því að Ísland velji sömu leið og Danmörk, Finnland og Svíþjóð hafa farið? Það virðist borin von, enn sem komið er að minnsta kosti, að umræða um þetta mikilvæga mál fari fram á viti bornum nótum. Nýlega flutti einn af andstæð- ingum umsóknar pistil í Útvarpi Sögu, þar sem eftirfarandi kom fram: 1. Látið var í veðri vaka að ESB væri að stofna her, sem við yrðum að eiga aðild að við inngöngu í bandalagið. 2. Ýjað var að því að „Stórráð“ (hvað sem það nú er) ESB kynni að vilja setja upp eldflaugaskotpalla á Íslandi. 3. Aðild að NAFTA, Fríverslunar- samtökum Kanada, Bandaríkj- anna og Mexíkó, væri besti val- kostur Íslendinga. Sá valkostur hefur reyndar aldrei staðið okkur til boða. Ekki frekar en tvíhliða- samningur við ESB, sem Sjálfstæð- isflokkur tönnlaðist á um 1990. Sá flokkur tók svo 180° beygju í stuttri Viðeyjarferð á vordögum 1991 og skrifaði upp á EES-samninginn og Jón Baldvin og Davíð mynduðu stjórn. 4. Í pistlinum var því haldið fram, að vandamál umheimsins kæmu okkur ekki við. Við ættum bara að huga að okkur sjálfum og okkar. Láta umheiminn afskipta- lausan. Þetta var ekki heimssýn heldur heimsýn. Annar svarinn fjandmaður ESB umsóknar skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem hann sakaði þá sem hann kallaði ESB-sinna um ódrengskap og að vera ekki vandir að meðulum. Það var reyndar ekki stutt rökum. Meðan málflutningur andstæð- inga ESB-umsóknar er á þessu stigi og Útvarp Saga, að Moggan- um ógleymdum, er helsti vettvang- ur þeirra sem ekki vilja auka sam- starf við þjóðir Evrópu og ekki vilja að þjóðin fá að greiða atkvæði um niðurstöður samningaviðræðna, þá er umræðan á leiðinni út og suður og norður og niður. Við sem viljum taka afstöðu til aðildarkosta, þegar þeir liggja fyrir, ættum kannski að vera andstæðingum okkar þakklátir fyrir málflutning þeirra. Og þó. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Ertu með eða á móti? Evrópumál Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra og umhverfisráðherra Opinberar ráðningar hafa verið mikið til umræðu upp á síðkast- ið og í einstaka tilvikum hafa orðið harðar deilur um verklag og fyrir- komulag slíkra ráðninga. Reynsl- an af núverandi lagaumhverfi er almennt góð en jafnframt blasa við ákveðnir gallar sem í sumum tilvikum geta haft slæm áhrif á hina endanlegu niðurstöðu ráðn- ingarferlis. Það er því tímabært að endurskoða þær reglur sem um þessi mál gilda, án þess að fórna með nokkrum hætti þeirri fag- mennsku sem skapast hefur. Ókostir nafnbirtingar Flestir þekkja til reglunnar um birtingu nafna umsækjenda að loknum umsóknarfresti. Tilgang- ur þeirrar reglu er að gera opinbert að um starfið sækir fjöldi fólks og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að ráða í stöðuna án þess að skoðað- ir séu fleiri en einn einstaklingur. Ég hef hins vegar í mínu starfi séð mýmörg dæmi um að mjög fram- bærilegir og jafnvel frambæri- legustu umsækjendur hafa dreg- ið umsóknir sínar til baka vegna þessarar ófrávíkjanlegu reglu. Ef við lítum á málið frá sjónar- hóli væntanlegra umsækjenda er fullkomlega eðlilegt og skiljanlegt að vilja ekki láta birta nafn sitt í tengslum við umsókn um starf. Slík nafnabirting getur hugsanlega leitt til uppsagnar eða framgangsstöðv- unar í núverandi starfi. Sömuleiðis er ekki óalgengt að einstaklingar, sem eru komnir á þann stað að vilja skipta um starf, sæki um fleiri en eitt starf. Í hugum margra er það lítillækkandi að þurfa hugsanlega að láta birta nafn sitt á mörgum umsóknum án þess að hljóta nokk- urt starf. Sumir telja að slíkt skaði jafnvel framtíðarmöguleika þeirra á starfi og framgangi. Reglan um nafnabirtingu hefur því orðið til að útiloka stóran hóp hæfra umsækjenda frá því að eiga möguleika á opinberu starfi. Trúnaður og andmælaréttur Þegar unnið er eftir ráðningar- ferli er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ráðningarferli er í eðli sínu höfnunarferli. Með því er átt við að í flestum skrefum ferlisins er verið að leita að því hvort að ein- hverjar frábendingar sé að finna í upplýsingum um umsækjenda enda markmið ferlisins að þegar upp er staðið standi einn umsækjandi eftir er hlýtur starfið. Um þetta geta áhugasamir lesið ágæta samantekt Gylfa Dalmann í vefritinu Stjórn- mál og stjórnsýsla (1. tbl, 2006). Eitt af því sem stuðst er við í mati á umsækjendum eru með- mæli eða umsagnir aðila sem þekkja til umsækjenda úr vinnu. Oftast er um að ræða næstu yfir- menn eða samstarfsfélaga. Vegna upplýsingaskyldu og laga um opin- bera stjórnsýslu getur umsagn- araðili búist við að umsögn hans verði hluti af opinberu máli og að það sem hann segir um umsækj- andann verði borið á borð fyrir hann til kynningar. Það eru ekki flókin sannindi að frekar koma fram upplýsingar sem geta verið neikvæðar fyrir umsækjandann þegar fólk ræðir sín á milli í trún- aði, en þegar rætt er við umsagn- araðila án trúnaðar er umsögnin ekki eins hreinskilin. Það að ekki megi lofa umsagn- araðila trúnaði á rætur að rekja til þess að í lögum segir að umsækj- andi skuli hafa kost á að beita and- mælarétti vegna upplýsinga sem geti haft mikil áhrif á niðurstöðu hans máls. Þetta ákvæði á senni- lega aðeins að ná til þess þegar verið er að meta staðreyndir. Hins vegar er eðli umsagna slíkt að verið er að leita eftir skoðun einstaklings á öðrum einstaklingi. Skoðun ein- hvers á öðrum getur í eðli sínu ekki verið röng og því óþarft að bera hana undir annan aðila. Hámarkslaunareglur Nýlega bættist nýr þröskuldur í gátt umsækjenda – nefnilega regl- ur um hámarkslaun starfsfólks í opinberri þjónustu. Sem betur fer er það samt þannig að til er fólk sem af hugsjón tekur að sér ýmis störf fyrir okkur og sættir sig við verulega skerðingu á sínum kjörum – en við getum ekki treyst á það til lengdar. Í starfi okkar höfum við séð fjöldamörg dæmi um einstakl- inga sem vel hafa átt heima í hópi umsækjenda um opinbert starf og hefðu hugsanlega verið valdir til starfa, en þegar þeir voru upplýstir um kaup og kjör hvarf allur áhugi þeirra á starfinu. Til að Ísland geti verið samkeppnishæft til framtíðar er nauðsynlegt að endurskoða þetta opinbera þak á laun stjórnenda og annars starfsfólks. Opinber þjónusta gegnir lykil- hlutverki í okkar samfélagi. Því skiptir miklu að við opinberar ráðningar sé stuðst við þær aðferð- ir sem líklegastar eru til að skila samfélaginu og okkur sem í því búum sem bestri niðurstöðu. Mikið hefur unnist í þeim efnum á síðustu árum og stjórnsýsla og vinnubrögð við ráðningar einkenn- ist almennt af fagmennsku og skil- virkni. Í ljósi reynslunnar er þó tímabært að kanna hvort ekki sé rétt að endurskoða ofangreinda þætti og koma þessum málum í enn betri farveg öllum landsmönnum til hagsbóta. Endurskoðum fyrirkomulag opinberra ráðninga Starfsmannamál Gunnar Haugen framkvæmdastjóri Capacent ráðninga Í Fréttablaðsgrein 23. ágúst s.l. auglýsa forráðamenn Orf Líf- tækni hf. ágæti vísinda sinna og fullyrða að útiræktun fyrirtæk- isins á erfðabreyttu lyfjabyggi sé örugg. Áhætta sem þeir ræða, svo og áhætta sem þeir láta hjá líða að ræða, kallar á andsvör. Leyfi Orf til ræktunar á erfða- breyttu lyfjabyggi á allt að 10 ha lands í Gunnarsholti á 5 ára tíma- bili var veitt á grundvelli áhættu- mats sem byggði einkum á mjög takmörkuðum tilraunum sem einn af hluthöfum þess, Landbúnað- arháskóli Íslands, gerði. Í áður- nefndri grein klifa höfundar á öryggi ræktunar á erfðabreyttu byggi á grundvelli þessara litlu til- rauna. Þeir telja fráleitt að erfða- breytt lyfjabygg víxlfrjóvgist við annað bygg eða villtar plöntur þrátt fyrir að notkun sjálffrjóvg- andi tegunda eins og byggs fyrir- byggi ekki heldur einungis minnki hættu á víxlfrjóvgun. Þeir halda því fram að erfðabreytt byggfræ dreifist ekki meir en 25 metra út frá vaxtarstað og að hafa megi hemil á plöntum sem vaxi af því fræi með því að slá þær. Hugsan- legt er að sú aðferð dugi þegar um er að ræða litla tilraunabletti undir nánu eftirliti þeirra sem stýra við- komandi rannsókn en er með öllu ógerlegt þegar ræktað er á stærra landi með lágmarks starfsliði. Það er fjárhagslega óhagkvæmt að leita uppi og eyða liðhlaupaplöntum ef rækta á erfðabreytt bygg til fram- leiðslu; tími og vinnukostnaður myndu eyða mögulegum hagnaði af útiræktun erfðabreytts byggs. Orf hefur kynnt áform um „stór- fellda“ ræktun á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti og lætur sem frædreifing sé ekkert vandamál því fræ sem sleppi lifi ekki af utan ræktunarakra. Hvarvetna í heim- inum þar sem erfðabreyttar plönt- ur hafa verið ræktaðar um nokkurt skeið hafa erfðabreytt fræ sloppið út í villta náttúru þar sem þau spíra og fjölga sér. Lifun liðhlaupafræs mun aukast á Íslandi með hlýrri og styttri vetrum. Orf flaggar vísindalegu ágæti eigin áhættumats en lætur þess ekki getið að þar er hvergi fjall- að um greiningu á grunnvatni og jarðvegi, – nokkuð sem allt faglegt mat á umhverfisáhættu tekur fyrir í ljósi þess að erfðabreytt DNA getur haft áhrif á jarðvegsörver- ur og mengað vatnasvið. Þótt Orf hafi aðeins leyfi til tilraunarækt- unar í Gunnarsholti hefur fyrir- tækið kynnt áform um stórfellda ræktun á erfðabreyttu byggi. Í Bandaríkjunum og í Evrópu eru leyfi til framleiðsluræktunar erfðabreyttra plantna aðeins veitt að undangengnum fóðrunartilraun- um á dýrum og mati yfirvalda á niðurstöðum þeirra. Orf hefur ekki gert slíkar tilraunir og fyrirtæk- ið hefur heldur ekki leyfi til rækt- unar fyrir framleiðslu í Gunnars- holti. Er hugsanlegt að fyrirtækið hyggist misnota tilraunaleyfi sitt í Gunnarsholti til framleiðslurækt- unar á erfðabreyttu byggi? Orf fullyrðir að erfðabreytt byggyrki þess séu óskaðleg dýrum en hafa samt ekki gert neinar próf- anir til að sanna það. Þess í stað fullyrðir fyrirtækið að ef dýr inn- byrði erfðabreytt byggfræ yrðu þau ekki fyrir heilsutjóni vegna þess að DNA í erfðabreyttum plöntum eyðileggist í meltingar- vegi þeirra. Orf hlýtur að gera sér grein fyrir að sú fullyrðing stenst ekki vísindalega rýni. Óháðar rit- rýndar vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að hvorki meltingar- vegur manna né dýra sundri öllu DNA úr erfðabreyttum plöntum. Þvert á móti sýna þær að DNA berst úr erfðabreyttum matvæl- um og fóðri í þarma manna og dýra og berst með blóði til ein- stakra líffæra. Genaflæði af þess- um toga (horizontal gene transfer) var þekkt þegar árið 2001 og hefur síðan verið vísindalega staðfest í rannsóknum. Prófanir á búfé, t.d. sauðfé, svínum og geitum, hafa leitt í ljós erfðabreytt DNA í líf- færum dýra sem neytt hafa erfða- breyttra plantna. Ekki færri en þrettán ritrýndar rannsóknir á tilraunadýrum sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum leiddu í ljós tjón á næstum öllum helstu líffærum þeirra. Nýleg rannsókn sem birtist í tímaritinu Fisheries Science vekur sérstakar áhyggjur varðandi erfða- breyttar plöntur á Íslandi. Við rannsókn á regnbogasilungi og beitarfiski fundust efni úr erfða- breyttum plöntum ekki aðeins í nokkrum líffærum beggja tegunda, heldur í næstum öllum innri líffær- um þeirra. Ræktun erfðabreyttra plantna, ekki síst mjög lífvirkra erfðabreyttra plantna á borð við lyfjabygg, gæti ógnað villtum og ræktuðum fiski sem þjóðin byggir afkomu sína mjög á. Fiskistofnum landsins gæti jafnvel stafað ógn af inniræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum án fastra gólfa á svæðum með háa grunnvatsstöðu eða í nánd við ár og vötn. Það er brýn þörf á því að bæta gæði og umfang umhverfisáhættu- mats sem krafist er af líftækni- fyrirtækjum sem sækjast eftir að rækta erfðabreyttar plöntur á Íslandi, innandyra sem utandyra. Ekki sýnt fram á öryggi erfðabreytts lyfjabyggs Erfðabreytt matvæli Sandra B. Jónsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi Íbúar Öræfasveitar skrá sig á spjöld sögunnar í dag þegar þeir taka formlega í notk- un nýtt háhraða ljósleiðara- net. Netið lögðu þeir inn í hvert hús í sveitinni á eigin kostnað. Þar til nú hafa Öræfingar þurft að sætta sig við afar lélega netþjónustu og víða í sveit- inni náðist eingöngu ein sjón- varpsstöð. Með tilkomu ljós- leiðarans standa Öræfingar hins vegar jafnfætis og raun- ar framar mörgum íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hvergi á landinu er í dag hraðari nettenging í boði en í þessari fal- legu sveit milli sanda. Ljósleið- arann geta Öræfingar notað til að ná útsendingum 70 sjónvarps- stöðva eða jafnvel til að leigja sér kvikmynd með fjarstýringuna eina að vopni. Drifkraftur Öræfinga er aðdáunarverður. Verkefnið var umfangsmikið og kostnaður á hvert heimili í sveitinni nemur um hálfri milljón króna. Fjar- skiptafélag Öræfinga var stofnað í þeim tilgangi að kippa sveitinni í einu vetvangi úr tæknilegri forn- öld og inn í nútímann. Það hefur nú tekist og starfsfólk Vodafone er stolt af því, að Öræfingar skuli hafa valið okkur sem sinn þjón- ustuaðila á hinu nýja fjarskipta- neti í Öræfasveit. Örugg og góð fjarskipti, ekki síst öflug nettenging, er ein lykil- forsenda þess að dreifðari byggð- ir landsins megi dafna. Þau auka lífsgæði fólks, gera því auðveld- ara að stunda fjarnám, sækja sér afþreyingu og stunda nútímaleg samskipti við umheiminn. Þau bæta rekstrarumhverfi fyrir- tækja, auka gæði skólastarfs og ættu í raun að teljast til sjálf- sagðra réttinda íbúa um land allt. Öræfingar hafa sýnt að þeir eru framsýnir ekki síður en stórhuga. Þeir hefðu getað farið ódýrari leið og fengið með því hefðbundna netþjónustu. Sú leið hefði kostað minna en að sama skapi hefði hún dugað skemur og haft takmarkaðari nýtingar- möguleika. Með lagningu ljósleiðara inn á hvert heimili í sveitinni hafa íbúar stigið stórt skref inn í framtíðina og sýnt í verki að ekk- ert fær stöðvað góða hugmynd ef fólk vinnur saman. Til hamingju með daginn Öræfingar. 101 Öræfasveit Fjarskipti Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.