Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 16
16 3. september 2010 FÖSTUDAGUR Fjórir ráðherrar viku úr ríkisstjórn í gær og einung- is tveir komu í þeirra stað. Nýliðarnir taka við risa- vöxnum ráðuneytum vel- ferðar- og innanríkismála. Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands eru nú tíu í stað tólf eins og verið hefur undanfarið ár. Álfheiður Ingadótt- ir heilbrigðisráðherra, frá Vinstri grænum, Kristján L. Möller sam- gönguráðherra, frá Samfylkingu og utanrþingsráðherrarnir Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, og Ragna Árnadóttir, dóms- mála- og mannréttindaráðherra, viku úr stjórninni á ríkisráðsfundi í gær. Tveir komu inn í staðinn. Guð- bjartur Hannesson, sem gegnt hefur formennsku í fjárlaganefnd Alþing- is, fær það risavaxna verkefni í hendurnar að stýra heilbrigðis-, félags- og tryggingamálum í sam- einuðu velferðarráðuneyti. Hinn er ekki ókunnugur ríkis- stjórnarborðinu. Sá er Ögmundur Jónasson og gekk úr ríkisstjórn í fyrrahaust vegna ágreinings um Icesave-málið. Hans verkefni er ekki síður stórt, hann fær í fang- ið dóms- og mannréttindamál auk samgöngumála í sameinuðu innan- ríkisráðuneyti. Árni Páll Árnason flyst um set úr félags- og tryggingamálaráðuneyt- inu yfir í efnahags- og viðskipta- ráðuneytið. Aðrir ráðherrar halda stólum sínum, að minnsta kosti þangað til stokkað verður upp að nýju í stjórninni um næstu áramót. Þá er ráðgert að sjávarútvegs-, land- búnaðar- og iðnaðarráðuneyti verði að einu atvinnuvegaráðuneyti. Segja viðsnúning hafa orðið Í tilefni breytinganna á stjórninni gáfu formenn stjórnarflokkana út sameiginlega yfirlýsingu um þann árangur sem náðst hefur í samstarf- inu og verkefnin fram undan. Þar segir að á þeim 19 mánuðum sem flokkarnir hafi starfað saman hafi þeim tekist að framkalla við- snúning í efnahagslífi landsins. Hagvöxtur hafi mælst undanfarna sex mánuði, hálfu ári fyrr en áætlað var. Atvinnuleysi sé komið í 7,5 pró- sent, sem sé mun minna en gert var ráð fyrir, verðbólga sé komin úr 18 prósentum í 4,5 og stýrivextir hafi lækkað úr 18 prósentum í 7. Þá hafi gengið styrkst verulega. Á sama tíma hafi farið fram upp- gjör í íslensku samfélagi gagnvart þeirri stefnu og vinnubrögðum sem viðgengust í atvinnulífi, stjórnmál- um og stjórnsýslu fyrir bankahrun. Það uppgjör birtist í „víðtækri upp- stokkun á innviðum samfélagsins“ og við þá vinnu sé skýrsla rannsókn- arnefndar Alþingis grundvallar- gagn sem áfram verði unnið eftir. Verkefnin fram undan útlistuð Í plagginu gefur að líta lista með tuttugu atriðum sem formenn flokk- anna eru sammála um að þurfi að hrinda í framkvæmt á næstu mánuðum. Þar ber helst að nefna að til stend- ur að endurskoða lög um stjórn fisk- veiða á grunni niðurstöðu sátta- nefndar og tryggja ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum í stjórnarskrá. Mistakist sáttanefnd- inni ætlunarverk sitt, og engin sátt næst, verði þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótakerfið undirbúin. Þá á að samþykkja rammaáætl- un og verndum og nýtingu íslenskr- ar náttúru, halda áfram að afnema gjaldeyrishöft, klára þriðju og fjórðu endurskoðun áætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stórefla embætti Umboðsmanns skuldara og lögfesta austurrísku leiðina varð- andi kynbundið ofbeldi. Einnig stendur til að breyta lögum „til að innleiða nýskipan ráðning- armála og breytta stjórnarhætti í Stjórnarráði Íslands“ og skoða það að koma Þjóðhagsstofnun á fót á nýjan leik. FRÉTTASKÝRING: Breytingar á ríkisstjórninni Stígur Helgason stigur@frettabladid.is „Þetta verður erfitt og það var vitað fyrirfram. Þetta er gríðarlega stórt verkefni og krefjandi en ég nálgast það af auðmýkt og veit að það er gott fólk á bak við mig alls staðar,“ segir Guðbjartur Hannesson, nýr félags-, trygginga- og heilbrigðisráðherra. Guðbjartur segir að til standi að ná fram meiri hagkvæmni með því að sameina ráðu- neytin í velferðarráðuneyti, og tilgangurinn með því sé að peningarnir skili sér sem mest til þeirra sem þurfa á þeim að halda, í heilbrigðis- málum, málefnum fatlaðra og vinnumarkaðsmálum. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að ráðuneytið verði of stórt og svifaseint. Stærri einingar eigi þvert á móti að geta ráðið við stærri og flóknari verkefni. Verður erfitt Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að kapp- samir menn eins og hann vilji að sjálfsögðu ekki hætta sem ráð- herrar. „Sérstaklega vegna þess að ég tel að við hefðum þurft svona tvo mánuði í viðbót til að klára viðræður við lífeyrissjóðina, sem er stórmál og má ekki tefjast.“ Brýnt sé að koma því verki í gang, bæði til að skapa atvinnu og umferðaröryggi. Forsætisráðherra hefur boðið Kristjáni að leiða þær viðræður áfram. Aðspurður segir Kristján að sér lítist ekki illa á að samgöngumál- in séu nú á forræði ráðherra af höfuðborgarsvæðinu. Vildi sitja lengur Álfheiður Ingadóttir segist standa sátt upp úr stól heilbrigðisráðherra. Með breytingunum sé gengið í tvö mikilvæg verkefni: að endurskipuleggja stjórnarráðið og styrkja eininguna í stjórnarliðinu. Hún óttast ekki framgang þeirra mála sem hún hefur unnið að í sinni embættistíð. „Ég treysti því að góðum málum verði fram haldið, bæði af nýjum ráðherra og starfsmönnum heilbrigðisþjónustunnar og ráðuneytisins.“ Spurð um ójafna kynjaskiptingu í ráðherraliðinu segist hún helst hafa viljað halda jafnri stöðu kynjanna. „En það verður ekki á allt kosið.“ Takmarkið sé þó að svo verði á nýjan leik sem fyrst. Styrkir eininguna í ríkisstjórninni Ögmundur Jónasson kemur á nýjan leik inn í ríkisstjórn- ina og tekur við embættum dómsmála-, mannréttinda-, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Ég byggi á starfi forvera minna í starfi og alls þess starfsfólks sem vinnur verkin í þessum ráðuneytum,“ segir Ögmundur. Icesave-málið, sem olli því að hann sagði sig úr ríkisstjórn fyrir ári, sé nú komið í annan farveg og hvorki það né Evrópumálin muni flækjast fyrir hans starfi í ríkis- stjórninni. Spurður hvort breytingarnar séu einkum hugs- aðar til þess að friðmælast við hina svokölluðu órólegu deild innan Vinstri grænna, segir Ögmundur annarra að svara því. „En ég er ekkert sérstaklega órólegur maður. Ég er bara fullkomlega rólegur.“ ESB og Icesave ekki fyrirstaða Velferðarráðuneyti Guðbjartur Hannesson Félags- og tryggingamála- ráðuneyti Árni Páll Árnason Innanríkisráðuneyti Ögmundur Jónasson Dómsmála- og mannréttinda- ráðuneyti Ragna Árnadóttir Efnahags- og viðskiptaráðu- neyti Gylfi Magnússon Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneyti Kristján L. Möller Ráðherrum fækkað í tíu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist eiga von á að töluverður sparnaður hljótist af þeirri sameiningu ráðu- neyta sem gert er ráð fyrir að verði að veru- leika á næstu dögum. „Þarna verður farið í breytingar sem staðið hafa til í áratugi,“ segir hún. Þær séu enn fremur í samræmi við það sem fram kom í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um mikilvægi hagræðingar í stjórnkerfinu. „Þetta auðveldar okkur líka að fara í það stóra verkefni sem er fram undan, sem er hagræðing og fækkun stofnana.“ Jóhanna segir ljóst að sameining- in muni hafa í för með sér einhverja fækkun starfsfólks. Spurð um þá staðreynd að hlutfall kvenna í ríkisstjórninni lækki með þeim breytingum sem gerðar voru í gær minnir Jóhanna á að þær breytingar séu einungis fyrsti áfanginn í uppstokkun á ríkis- stjórninni. „Við erum líka að fara í breytingar um áramót og þá vona ég að sú skekkja leið- réttist,“ segir Jóhanna. Jóhanna var einnig spurð hvort andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu væru að styrkja stöðu sína í flokknum í ljósi þess að Jón Bjarnason heldur ráðherrasæti sínu og Ögmundur Jónasson kemur inn á nýjan leik. „Við erum að vinna með tillögu sem Alþingi samþykkti um umsókn að Evrópusambandinu og ráð- herrar verða auðvitað að vinna í samræmi við þá tillögu,“ segir forsætisráðherra. Kynjaskekkjan leiðréttist um áramót Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og við- skiptaráðherra, segist ánægður með málalyktir. Hann segist ekki telja að umræða síðustu vikna um vinnubrögð hans í kringum lögfræðiálit um lög- mæti gengistryggðra lána hafi ráðið miklu um það að hann hverfi nú úr stjórninni. „Það var auðvitað ekki notaleg uppákoma en þessar breytingar ráðast af öðrum þáttum sem eru vel þekktir.“ Gylfi á von á því að snúa núna aftur til kennslu í Háskóla Íslands. Hann hefur verið í leyfi á meðan á störfum hans fyrir ríkisstjórnina stóð. Aftur í Háskólann Ragna Árnadóttir, fráfarandi dóms- mála- og mannréttindaráðherra, segist ganga sátt frá borði ríkis- stjórnarinnar. Hún hefði ekki viljað sitja þar lengur og segist ekki geta hugsað sér að snúa aftur í pólitík, né eigi hún von á því að fara aftur til starfa í ráðuneytinu. „Nei. Ég geng ekki um með neinar grillur um að ég sé akkúrat rétta manneskjan til að gera þessa hluti og að allt sem ég hef gert sé ósnertanlegt,“ segir hún spurð um það hvort hún hafi áhyggjur af því að Ögmundur Jónasson kollvarpi því sem hún hefur áorkað. Þá segir hún ekki óeðlilegt að starfinu gegni ólöglærður maður. Hætt í pólitík Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki í vafa um að breyt- ingarnar á ríkisstjórn- inni komi til með að styrkja hana. „Þetta eru sterk skilaboð um það að þessi ríkisstjórn er ekkert á förum heldur að endurskipuleggja sig og styrkja með hliðsjón af verkefnunum framund- an,“ segir hann. Þá styrki þetta einnig samstarf flokkanna og sé líklegt til að auka samheldni í stjórninni. Hann segist ekki telja að stóru ráðuneytin tvö, undir stjórn Guð- bjarts Hannessonar og Ögmundar Jónassonar, verði of þunglamaleg. „Auðvitað eru þau stór og fyrir- ferðarmikil og það er afar ábyrgð- armikið hlutverk sem þeir takast á hendur Ögmundur og Guðbjartur vegna þess að þarna er stór hluti ríkisútgjaldanna undir en um leið eru miklir hagræðingarmöguleikar í því að samþætta betur stofnanir og verkefni innan félagslega geirans og heilbrigðisgeirans. Ég held að því sé vel skipað að fá þar reyndan formann fjárlaganefndar Alþingis til að halda utan um þá miklu fjármuni sem þar eru á ferðinni og sömu- leiðis er mikilvægt að endurskipulagningin í innanríkisráðuneytinu gangi vel.“ Hann segir utan- þingsráðherrana tvo hafa skilað mjög góðu verki en þessi nýja stjórn sæti tíðindum að því leyti að hún sé nú fyrsta hreina pólitíska vinstri stjórnin í lýðveldissögunni. Aðspurður segist hann ekki telja að breytingarnar hafi nokkur áhrif á aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. „Einfaldlega vegna þess að það mál er í tilteknum farvegi og afstaða manna breytist ekkert hvort sem þeir eru innan eða utan ríkisstjórnar. Það er alþingi sem tekur grundvallarákvarðanirnar og svo þjóðin.“ Eykur samheldni stjórnarinnar Heilbrigðisráðu- neyti Álfheiður Ingadóttir ÚT ÚT INN INN Efnahags- og við- skiptaráðuneyti Árni Páll Árnason ÚT ÚT NÝJA STJÓRNIN Á myndinni eru Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason, Jón Bjarnason, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Guðbjart- ur Hannesson. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.