Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 03.09.2010, Blaðsíða 54
34 3. september 2010 FÖSTUDAGUR SÍMI 564 0000 12 12 L L 12 16 16 12 L 10 SÍMI 462 3500 12 L L 12 16 THE OTHER GUYS kl. 6 - 8 - 10 AULINN ÉG 3D kl. 4 (900 kr.) - 6 DESPICABLE ME 3D kl. 8 SCOTT PILGRIM VS THE WORLD kl. 3.50 (600 kr.) THE EXPENDABLES kl. 10 SÍMI 530 1919 12 L 12 18 16 14 12 10 THE OTHER GUYS kl. 8 - 10.30 THE FUTURE OF HOPE kl. 6 - 8 - 10 AULINN ÉG 3D kl. 5.45 THE HUMAN CENTIPEDE kl. 10.20 THE EXPENDABLES kl. 8 - 10.20 SALT kl. 8 VAMPIRES SUCK kl. 6 THE LAST AIRBENDER 2D kl. 5.30 NÝTT Í BÍÓ! THE OTHER GUYS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE OTHER GUYS LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 AULINN ÉG 3D kl. 3.30 - 5.40 AULINN ÉG 2D kl. 3.30 DESPICABLE ME 3D kl. 3.30 - 5.40 - 8 SCOTT PILGRIM VS THE WORLD kl. 8 - 10.10 THE EXPENDABLES kl. 8 - 10.20 SALT kl. 10.30 KARATE KID kl. 5.10 .com/smarabio BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 7 7 7 7 7 7 7 7 L L L L L L L L L L L L L L L 12 12 12 12 12 12 AULINN ÉG-3D M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 AULINN ÉG-3D M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 DESPICABLE ME-3D M/ ensku. Tali kl. 8 THE GHOST WRITER kl. 5:30 - 8 - 10:20 THE GHOST WRITER kl. 4 - 10:20 STEP UP 3-3D kl. 8 - 10:10 HUNDAR OG KETTIR 2-3D M/ ísl. Tali kl. 4 - 6 HUNDAR OG KETTIR 2 M/ ísl. Tali kl. 3:40 LETTERS TO JULIET kl. 8 - 10:20 THE SORCERER´S APPRENTICE kl. 10:40 INCEPTION kl. 8 - 10:40 INCEPTION kl. 7:20 SHREK SÆLL ALLA DAGA M/ ísl. Tali kl. 3:40 LEIKFANGASAGA 3 M/ ísl. Tali kl. 5:50 THE GHOST WRITER kl. 8 - 10:40 STEP UP 3-3D kl. 5:40 - 8 - 10:20 HUNDAR OG KETTIR 2-3D M/ ísl. Tali kl. 4 - 6 INCEPTION kl. 8 THE SORCERER´S APPRENTICE kl. 5:50 - 10:40 SHREK SÆLL ALLA DAGA -3D M/ ísl. Tali kl. 3:40 LEIKFANGASAGA 3 M/ ísl. Tali kl. 3:40 AULINN ÉG M/ ísl. Tali kl. 6 - 8 THE LAST AIRBENDER kl. 10:10 STEP UP 3 kl. 8 - 10:10 HUNDAR OG KETTIR 2 M/ ísl. Tali kl. 6 CATS & DOGS-3D ísl. Tali kl. 6 STEP UP-3D kl. 8 THE GHOST WRITER kl. 10 THE SORCERER’S APPRENTICE kl. 6 LETTERS TO JULIET kl. 8 INCEPTION kl. 10 SPARBÍÓ KR 600 Á SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU OG KR. 950 Á 3D MERKT GRÆNU „Hinn síungi Polanski sýnir á sér óvænta hlið í hörkugóðri spennumynd, stútfullri af pólitískum launráðum og bullandi ofsóknaræði.“ Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið "Leikstjórn Polanskis grípur áhorfandann ásamt athyglisverðum söguþræði. The Ghost Writer er að mínu mati ein besta mynd ársins hingað til." T.V. – Kvikmyndir.is „Þessi kvikmynd er afrek manns sem kann að leikstýra spennumynd.“ Chicago Sun-Times – R.Ebert „Ghost Writer er óaðfinnanleg afþreying fyrir fullorðið fólk.“ Los Angeles Times – Kenneth Turan Roman Polanski hlaut Silfubjörnin sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. i í i l i i li í i , ll i li í l ll i i. j r l i r , r l i i j l i í li i. i í i i i i il. . . i ir.i i i l i . i i . rt i i l i i ll i l . l i t r l i l il j i i l i j i i í i i í lí . EWAN MCGREGOR PIERCE BROSNAN - bara lúxus Sími: 553 2075 AULINN ÉG 3D 4 og 6 - ÍSLENSKT TAL L AULINN ÉG 2D 4 og 6 - ÍSLENSKT TAL L DESPICABLE ME 3D 4, 8 og 10 - ENSKT TAL L THE OTHER GUYS 8 og 10.15 12 SCOTT PILGRIM 5.50 12 EXPENDABLES 8 og 10.15 16 Ó.H.T - RÁS 2T.V. - kvikmyndir.isS.V. - MBL Tónlist ★★★★ Okkar Miri Hljómsveitin Miri kemur frá Seyðis- firði. Hún var stofnuð árið 2003 og gerði sína fyrstu plötu, Fallegt þorp, tveimur árum síðar. Eins og á fyrri plötunni þá er tónlistin á þeirri nýju, Okkar, að langmestu leyti án söngs. Miri hefur vakið mikla athygli fyrir líflega og hressi- lega frammistöðu á tónleikum. Það má segja að stundum hafi gáskinn og fjörið í kynningum og sviðstil- þrifum næstum skyggt á tónlist- ina. Það var þess vegna forvitnilegt að að setja plötuna í spilarann og heyra hvernig tónlistinni reiðir af án nærveru meðlimanna sjálfra. Það er kúnst að gera instrúmental rokkplötu. Þegar söngur og textar eru ekki lengur inni í myndinni reynir ennþá meira á lagasmíðarnar og hljóðfæraleikarana. Það eru nokkrar augljósar leiðir færar. Þar á meðal dramatísk innlifunarleið post-rokksins og leið proggaranna sem felst í flóknum lagasmíðum og fingraleikfimi. Báðar geta alveg virkað vel. Miri fer hins vegar aðra leið. Lögin níu á Okkar eru ekk- ert sérstaklega flókin, en þau eru snilldarlega samin og útsett þannig að platan er fjölbreytt og skemmti- leg frá upphafi til enda. Gítarsam- spilið er í aðalhlutverki, en þeir Miri-menn nota líka aukahljóðfæri eins og flautu, munnhörpu, lúðra og víbrafón til að gefa lögunum kar- akter. Aðallega eru það samt laga- smíðarnar sjálfar og útsetningarn- ar sem búa til góða plötu. Fyrstu tvö lögin Góða konan og Ég á heima á Íslandi eru bæði mjög melódísk, en það fyrra skartar líka skemmti- legri dub-meðferð á trommuleikn- um. Í Sumarið 2009 er munnhörpu- leikur Örvars í múm í forgrunni og í lögum eins og Grafandi Andra, dragandi anda og Drekar eru styrkbreytingar og stigmögnun í aðalhlutverki auk þess sem víbra- fónleikur setur sterkan svip á það fyrrnefnda. Lokalagið Jeppar er svo kraftmikið kraumandi rokk- grúv sem nær hámarki þegar lagið brotnar upp með tilvísun í gítarklif- ið í Marquee Moon með Television. Magnað lag og fullkominn endir á flottri plötu. Enn er eftir að geta hljómburð- arins á plötunni. Hann er í sér- flokki og greinilegt að Curver sem stjórnaði upptökunum og sá um hljóðútsetningarnar hefur verið í stuði. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Á heildina litið frábær plata. Ég verð að bæta því við að Okkar nýtur sín best á miklum styrk í góðum græjum. Hún datt ekki almennilega inn hjá mér fyrr en ég hækkaði vel í henni. Skilaboðin til íslenskra tónlistaráhuga- manna eru þess vegna einföld: Kaupa Okkar og hækka í botn! Spilist hátt fyrir hámarksáhrif Everything Everything er eitt heitasta bandið sem spilar á Iceland Airwaves- hátíðinni í október. Söngv- arinn Jonathan Higgs fékk aldrei að fara til Íslands þegar hann var lítill. Everything Everything spilar á Ice- land Airwaves-hátíðinni um miðjan október. Hljómsveitin þykir ein sú efnilegasta í Bretlandi um þessar mundir og komst hún á lista breska ríkisútvarpssins, BBC, yfir fimmt- án efnilegustu sveitir ársins 2010. Everything Everything spilar léttleikandi og litríka popptónlist undir áhrifum níunda áratugarins og kom fyrsta plata hennar, Man Alive, út 30. ágúst. Hún hefur feng- ið fína dóma, þar á meðal fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Mojo. „Við hófum upptökur í febrúar en höfðum verið að vinna í lögunum í tvö ár, þannig að þetta hefur tekið sinn tíma,“ segir söngvarinn og gítarleikarinn Jonathan Higgs. Meðlimir sveitarinnar koma frá Newcastle og Kent á Englandi en í Manchester varð hún að veruleika. Higgs útskýrir: „Ég var í skóla með Mike trommara og síðan hitti ég Jeremy bassaleikara í háskóla í Manchester. Síðan hittum við Alex sem var í annarri hljómsveit en hún hætti og á svipuðum tíma hætti gít- arleikarinn okkar þannig að hann gekk til liðs við okkur,“ segir hann. „Við áttum einhver demó í poka- horninu sem við vorum ánægðir með og ákváðum að læra að spila þau saman. Það gekk vel því hinir eru frekar góðir hljóðfæraleikarar en ég er aftur á móti lélegur.“ Ekki skemmdi það fyrir að bak- grunnur strákanna var svipað- ur í tónlistinni. „Við lærðum allir á klassísk hljóðfæri í æsku og í framhaldinu lærðum við á rokk- hljóðfæri. Við hlustum líka á svip- aða tónlist,“ segir hann og nefnir Radiohead, Bítlana og bandaríska R&B-tónlist, þar á meðal Destiny´s Child. Jonathan hlakkar mikið til að spila á Íslandi í haust. „Við höfum aldrei farið þangað. Foreldrar mínir fóru oft þangað þegar ég var að alast upp. Bróðir minn og systir fóru líka en mér var aldrei leyft að fara því ég var ekki nógu stór. Ég man að þau heilluðust af hverun- um og eldfjöllunum. Ísland hlýtur að vera ótrúlegt land.“ Söngvarinn er vel kunnugur íslenskri tónlist og nefnir Björk og Sigur Rós til sögunnar, sem kemur alls ekki á óvart miðað við vinsæld- ir þeirra erlendis. „Við erum miklir aðdáendur Bjarkar og þegar ég var í háskóla hlustaði ég mikið á Sigur Rós. Kærastan mín var mesti Sigur Rósar-aðdáandi í öllum heiminum,“ segir hann og hlær. Jonathan lofar flottum tónleik- um á Iceland Airwaves. „Tónleik- arnir okkar eru frekar kraftmiklir og það lifnar alltaf mikið yfir lög- unum okkar. Ef fólk fer á tónleik- ana okkar án þess að hafa hlustað á plötuna gætu þeir orðið ruglings- legir. Ég mæli með því að fólk hlusti fyrst á plötuna og komi síðan og horfi á okkur, þá nær það okkur miklu betur.“ freyr@frettabladid.is Mátti ekki fljúga til Íslands EVERYTHING EVERYTHING Hljómsveitin er eitt heitasta bandið á Iceland Airwaves-hátíðinni sem verður haldin í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.