Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 6
6 11. september 2010 LAUGARDAGUR Börn -10: Þriðjud. 17:20, fimmtud. 17:00, Börn +10: Þriðjud. 18:00, fimmtud. 18:00 Fullorðnir byrjendur: Mánud, Þriðjud, Fimmtud. kl 19:00 og Laugard. 10:30 Fjölbreyttur hópur þjálfara sér um æfingarnar og því eru engar tvær æfingareins. Börn 8.500, fullorðnir 12.500. Það kostar ekkert að prófa! Upplýsingar á www.ir.is/taek- wondo eða hjá Jakobi (s. 823-4074) og Ólafi (s. 825-7267). Wax on Wax off hvað, þú þarft ekki einu sinni jakka til að æfa Taekwondo! Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is í dag kl. 10 til 16. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Verið velkomin í verslun okkar að Nóatúni 4. A T A R N A A T A R N A Sölusýning MANNFJÖLDI Aldrei hafa fæðst fleiri börn á einu ári hér á landi en á síð- asta ári, þegar 5.027 börn komu í heiminn. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar fæddust alls 2.466 stúlkur og 2.561 drengur árið 2009. Þetta er 111 börnum fleira en fyrra met frá árinu 1960, þegar 4.916 börn fæddust, og 192 fleiri en fæddust árið 2008. Kristín Viktorsdóttir, aðstoðar- yfirljósmóðir á Landspítalanum, segir að svo virðist sem dregið hafi aftur úr fæðingum eftir met- árið í fyrra. Hún segir að þegar bornir séu saman fyrstu átta mán- uðir ársins hjá Landspítalanum séu um sex færri fæðingar á mán- uði nú en á sama tímabili í fyrra. Það gerist þrátt fyrir að fæðingar kvenna frá Selfossi og Reykjanes- bæ hafi í auknum mæli færst til spítalans. Kristín bendir þó á að ekki séu færri fæðingar skráðar alls stað- ar í ár, til dæmis sé fjöldi fæðinga á Akranesi það sem af er árinu þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Á vef Hagstofunnar kemur jafn- framt fram að frjósemi íslenskra kvenna hafi aukist milli ára, sé horft til fjölda barna sem hver kona eignast á ævi sinni. Árið 2009 hafi hver kona að meðaltali átt 2,22 börn á ævinni, samanborið við 2,14 árið 2008. Það var þó í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem frjósemi fór yfir markið 2,1, sem er almennt miðað við sem lágmarkstölu til að mannfjöldi viðhaldist til lengri tíma litið. Þrátt fyrir þessa aukningu eru konur í dag ekki nema hálfdrætt- ingar á við það sem viðgekkst á árunum í kringum 1960, þegar konur áttu rúmlega fjögur börn að meðaltali. - þj, bj Fimmtíu ára gamalt fæðingamet var slegið hér á landi í fyrra þegar rúmlega fimm þúsund börn fæddust: Stefnir í að fæðingum fækki aftur í ár FÆÐINGAR Fæðingum hefur fjölgað talsvert undanfarið, en ljósmóðir hjá Landspítalanum segir tölur benda til þess að fæðingum fækki aftur eftir metár í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP ÖRYGGISMÁL Ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í gærmorgun að leigð verði þriðja þyrlan til björg- unarstarfa fyrir Landhelgisgæsl- una. Þá yrðu alltaf tvær áhafnir til taks. Tillagan er komin frá Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra. Áætl- að er að sértekjur Landhelgisgæsl- unnar dugi fyrir leigunni þannig að ekki þurfi að fjármagna hana með framlögum úr ríkissjóði. Landhelgis- gæslan hefur að undanförnu leigt flugvél sína til ýmissa verkefna í útlöndum og rætt hefur verið um að nýtt varðskip, sem er í smíði í Chile, verði leigt tímabundið þegar það er tilbúið. „Landhelgisgæslan hefur verið mjög dugleg að afla sértekna fyrir utan landsteinana – á Mexíkóflóa og í Afríku – með leigu á skipi og flugvél. Það er ekki nóg með að Landhelgisgæslan hafi þannig aflað okkur gjaldeyris held- ur hefur hún einnig aflað sínum starfsmönnum mjög mikilvægrar reynslu,“ segir Ögmundur, sem fagnar dugnaði Gæslunnar. Hrökkvi sértekjurnar ekki fyrir leigunni þarf að koma til framlag úr ríkissjóði en það væri þá Alþingis að taka ákvörðun um það. Áætlað er að þyrlan verði tekin á leigu í haust. - sh Ríkisstjórnin samþykkir að Landhelgisgæslan fái að leigja þyrlu í haust: Gæslan fær þriðju þyrluna ÖGMUNDUR JÓNASSON TF-LÍF Gæslan notast nú við þyrlurnar TF-LÍF og TF-GNÁ. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM STJÓRNSÝSLA „Sænskir bændur voru mjög fylgjandi aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu. Þegar þeir rákust á vegg skrifræðisins, sem var mun þyngra í vöfum en þeir bjuggust við, urðu þeir neikvæðir í garð sambandsins. Bændurnir hafa jafnað sig síðan þá enda hafa þeir notið góðs af byggðastefnu ESB,“ segir Mats Persson, forstjóri Land- búnaðarstofnunar Svíþjóðar. Persson er staddur hér á landi í tengslum við aðildarumsókn íslenskra stjórnvalda að Evrópu- sambandinu. Persson vann að aðild Svíþjóðar að Evrópusambandinu fyrir hönd Landbúnaðarstofnunarinnar árið 1995 og hefur síðastliðin sjö ár verið ábyrgur fyrir viðskiptum bænda við ESB ásamt því að fylgja eftir stefnu sambandsins í byggðamálum. Hann rifjar upp að fyrir aðild Svía hafi verið meirihlutavilji fyrir aðild að ESB. Bændur hafi farið í kynningarferðir til aðildarríkjanna og litist vel á. „Ég held að þeir hafi sömuleiðis séð ákveðna möguleika sem fólust í sameiginlegri landbún- aðarstefnu ESB og stuðningi við dreifðari byggðir. Það var ekki fyrir hendi í Svíþjóð á sínum tíma,“ segir Persson. Á meðal styrkja í byggða- stefnu ESB eru stuðningur við upp- byggingu í ferðaþjónustu og skóg- rækt. Íslenskir bændur geti fengið styrk til að græða landið og draga úr uppblæstri líkt og Írar og Bret- ar. „Við glímum við annað vanda- mál. Aðeins tíu prósent Svíþjóð- ar eru skóglaus. Við fáum styrk til skógarhöggs og grisjunar,“ segir Persson en bætir við að ekki minna máli skipti að sem dæmi hafi ESB styrkt lagningu breiðbands í dreifð- Mikilvægt að bænd- ur kynni sér ESB Aðild Svía að Evrópusambandinu hefur haft jákvæðar afleiðingar fyrir sænsk- an landbúnað, að sögn Mats Persson, forstjóra Landbúnaðarstofnunar Svíþjóð- ar. Breyttir neysluhættir skýri aukinn innflutning landbúnaðarvara þar. Mats Persson er fæddur árið 1951. Foreldrar hans voru bændur á litlum bæ í Suður-Svíþjóð. Hann er enn í eigu fjölskyldunnar. „Bærinn minn er í skóginum um hundrað kílómetra norður af Malmö. Hann er mjög lítill en skógurinn þykkur. Við höldum engin dýr. En nágrannar mínir eru með tíu kýr og þeir fá stuðning frá ESB til að halda þeim. Ef þeir hefðu ekki stuðninginn til að halda skóginum í skefjum væru þeir ekki með kýrnar,“ segir Persson. Er kominn af bændum FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R MATS PERSSON Forstjóri Land- búnaðarstofnunar Svíþjóðar segir sænska bændur hafa verið neikvæða út í skrifræði ESB. Þeir hafi nú vanist því og viðhorfið sé orðið jákvæðara. ari byggðum Svíþjóðar. „Það er mik- ilvægt og fólk í dag vill ganga að því vísu, sérstaklega ungt fólk. ESB styrkir lagningu breiðbandsnets í dreifðari sveitum.“ Þrátt fyrir aðild Svía að ESB fyrir fimmtán árum hefur útflutn- ingur á matvælum ekki aukist til annarra aðildarríkja. Þvert á móti hefur innflutningur á landbúnaðar- afurðum aukist. Persson segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Neysla á kjöti og ostum hafi aukist umfram framleiðslugetu landbúnaðarins og innflutningur því aukist. „Það hefði breyst hvort eð er,“ segir Persson og vísar til tækniframfara í land- búnaði sem hafi skilað sér í breytt- um háttum. Persson þekkir til andstöðu íslenskra bænda og hagsmunahópa þeirra við aðild að ESB. Hann segir bændur verða að kynna sér land- búnaðarstefnu sambandsins og fara utan í því skyni. Það hafi skil- að miklum árangri í Svíþjóð. „Það er mikilvægt að auka þekkinguna á ESB. Þá hafið þið meira til að byggja á,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Er íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á réttri leið? JÁ 49,6% NEI 50,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú nýtt hrun ef fyrrver- andi ráðherrar verða fundnir sekir um vanrækslu í starfi? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.