Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 2
2 11. september 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvenær kemur í ljós hvort ráðherrar verða dregnir fyrir landsdóm, og hvaða lög gilda um dóminn? Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahags- hrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niður- stöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Nöfn fjögurra fyrrverandi ráðherra eru oftast nefnd í því samhengi: Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráð- herra, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaraðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ekkert hefur heyrst frá nefndinni um hvort landsdómur verði kallaður saman eða hvort lagt verði til á Alþingi að höfðað verði mál á hendur ein- hverjum einstaklingum. Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófess- or, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára. Ráðherrar bera ábyrgð gagnvart Alþingi vegna embættisstarfa sinna. Ábyrgðin er annars vegar pólitísk en hins vegar lagaleg. Pólitísk ábyrgð lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt vantraust á hendur ráðherra og neytt ráðherrann til að segja af sér. Lagaleg ábyrgð ráðherra lýsir sér þannig að meirihluti Alþingis getur samþykkt að ákæra ráðherra fyrir embættisrekstur hans. Alþingi getur samþykkt að draga ráðherra fyrir landsdóm telji þingmenn að ráðherr- ann hafi gerst sekur um að fara í bága við stjórnarskrána, landslög eða stofnað hags- munum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Til þess þarf ráðherrann að hafa sýnt af sér stór- kostlegt hirðuleysi eða ásetning um að brjóta lög. Í lögum um ráðherraábyrgð kemur einnig fram að hægt sé að ákæra ráðherra sem veld- ur því að eitthvað sé gert sem „stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.“ Það sama á við ef hann lætur farast fyrir að „framkvæma nokkuð það, er gat afstýrt slíkri hættu, eða veldur því að slík framkvæmd ferst fyrir.“ Þingið tilgreinir sakarefnið Ákvörðun um málshöfðun gegn ráðherra tekur Alþingi með því að samþykkja fram lagða þingsályktunartillögu. Þar á að til- greina kæruatriðin nákvæmlega. Sókn máls- ins verður bundin við þau kæruatriði sem tilgreind eru af Alþingi, og því mikilvægt að vandað sé afar vel til verka, segir Sigurður Líndal, lagaprófessor við Háskóla Íslands. Alþingi á einnig að kjósa saksóknara í mál- inu, auk fimm manna þingnefndar sem vera á saksóknaranum til aðstoðar. Saksóknarinn gefur út formlega ákæru á hendur ráð- herrunum, en er bundinn af þeim kæru- atriðum sem nefnd eru í þingsályktun Alþingis. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að ákveði Alþingi að höfða skuli mál á hend- ur ráðherrum sé mikilvægt að þings- ályktun Alþingis sé eins skýr um ákæruefnin og nokkur sé kostur. Best væri að þingsályktunin væri sett fram eins og hefðbundin ákæra svo sóknin verði skýr strax frá upphafi. Ekki er beinlínis kveðið á um það í lögunum hvernig skuli fara með mál þar sem fleiri en einn er ákærður, segir Róbert. Ákveði Alþingi að höfða mál á hendur fleiri en einum ráð- herra mætti gefa út eina ákæru fyrir alla eða sérstaka ákæru fyrir hvern og einn. Róbert og Sigurður eru sammála um að ómögulegt sé að segja fyrir um hversu langan tíma málaferli fyrir landsdómi komi til með að taka. Það velti til dæmis á fjölda ráðherra sem séu ákærðir og hversu flókin ákæruatrið- in séu. Sigurður segir þó ljóst að séu ákæru- efnin flókin og hörðum vörnum haldið uppi geti málaferlin dregist verulega á langinn. Ekki er kveðið á um það í lögum um lands- dóm hvar hann skuli koma saman, utan þess að það á nema í undantekningartilvikum að vera í Reykjavík. Þeir sérfræðingar sem Fréttablaðið ráðfærði sig við í gær töldu lík- legast að landsdómur þingaði í húsakynnum Hæstaréttar, verði hann kallaður saman. brjann@frettabladid.is Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Skýrsla þingmannanefndar sem fjallað hefur um ábyrgð fyrrverandi ráðherra á hruninu verður birt kl. 17 í dag. Þá kemur í ljós hvort nefndin mælir með því að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Ráðherrar sem dæmdir eru í landsdómi eiga engan kost á að áfrýja dóminum til æðra dómstigs, og er dómur landsdóms því endanlegur. Þeir sem dæmdir hafa verið eiga þó kost á því að fá málið tekið upp aftur fyrir dóminum komi fram ný gögn sem sýna fram á sýknu eða minni sök. Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir engin ákvæði í íslensku stjórnarskránni sem áskilji rétt til áfrýjunar. Í viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu sé þó áskilið að í sakamálum sé réttur til áfrýjunar. Þar er þó einnig að finna undantekningarákvæði, þar sem segir að fjalli æðsta dómstig um mál strax á frumstigi þurfi möguleiki á áfrýjun ekki að vera til staðar. Árið 1995 var Erik Ninn-Hansen, þáverandi dómsmála- ráðherra Danmerkur, sakfelldur í danska ríkisréttinum í svokölluðu Tamílamáli. Í málum sem danski ríkisrétturinn dæmir í er ekki heimild til áfrýjunar. Ninn-Hansen skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi þetta fyrirkomulag standast ákvæði mannréttindasáttmálans, segir Róbert. Geta ekki áfrýjað dómi landsdóms INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLA- DÓTTIR, ÁRNI M. MATHIE- SEN, GEIR H. HAARDE OG BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Þetta eru fyrrum ráðherrarnir fjórir sem oftast eru nefndir í tengslum við mögulega ábyrgð á hruninu. STJÓRNSÝSLA Viðar Már Matthías- son, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið skip- aður dómari við Hæstarétt sam- kvæmt tillögu Ögmundar Jón- assonar dóms- málaráðherra. Aðrir umsækjendur um embættið voru Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Sigrún Guð- mundsdóttir héraðsdómari og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg. Hæfisnefnd mat Viðar og Þor- geir hæfasta. Viðar tekur sæti Hjördísar Hákonardóttur, sem baðst lausnar fyrir aldurs sakir í sumar. Viðar Már er 56 ára að aldri. Hann hefur þrívegis verið settur dómari við Hæstarétt tíma- bundið. - sh Ögmundur skipar dómara: Viðar Már í Hæstarétt VIÐAR MÁR MATTHÍASSON Erlendur, dæmir þetta sig ekki sjálft? „Það er annarra að dæma um það.“ KR-ingar segjast ekki treysta dómaranum Erlendi Eiríkssyni til að dæma leik þeirra á móti ÍBV í Pepsi-deildinni á morgun vegna þess að hann hafi dæmt á þá tvö víti í leik gegn FH. SPURNING DAGSINS Køben Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Borgarferð 65.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum. Gisting á Hótel Wakeup í þrjár nætur, sem er vel staðsett og með ríkulegum morgunverði. 1. – 4. október Verð á mann í tvíbýli, aðeins frá: á kostakjörum Þeir fimm hæstaréttardóm- arar sem setið hafa lengst eiga sæti í landsdómi. Forseti hæstaréttar er alltaf forseti landsdóms. Dómararnir fimm eru: ■ Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti hæstaréttar ■ Árni Kolbeinsson ■ Garðar Kristjánsson Gíslason ■ Gunnlaugur Claessen ■ Markús Sigurbjörnsson Landsdómurinn Alþingi kýs átta menn í landsdóm á fimm ára fresti. Síðast var kosið í dóminn árið 2005. Þá voru eftirtaldir kjörnir: ■ Brynhildur Flóvenz lögfræðingur ■ Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður ■ Fannar Jónasson viðskiptafræðingur ■ Hlöðver Kjartansson lögmaður ■ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingismaður ■ Linda Rós Michaelsdóttir kennari við Menntaskól- ann í Reykjavík ■ Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi ■ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður Að lokum eiga sæti í lands- dómi dómstórinn í Reykjavík og prófessor í stjórnskipunar- rétti við Háskóla Íslands. Þeir eru: ■ Helgi I. Jónsson dómstjóri Héraðs- dóms Reykjavíkur ■ Annaðhvort Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ, eða Eiríkur Tómasson, prófessor í stjórnskipunarrétti við HÍ. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Hvera- gerðis vill kaupa til baka hitaveitu bæjarins sem seld var Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæð- isflokks segja söluna hafa verið afar umdeilda á sínum tíma. Veitu- kerfið hafi verið selt og veittur einkaréttur á sölu og dreifingu á heitu vatni, einnig einkaréttur til virkjunar jarðhita í eignarlandi bæjarins. Nú ætli Orkuveitan „að varpa ábyrgðarlausri skuldasöfn- un“ yfir á Hvergerðinga með 35 prósenta hækkun á heitu vatni. Hagsmunir bæjarbúa hafi verið „gróflega fyrir borð bornir“ með sölunni. Minnihluti A-listans segir það dylgjur að vegið hafi verið að hags- munum bæjarbúa með sölunni. Hita- veitan hafi verið rekin með tapi og mjög dýrar endurbætur verið yfir- vofandi. Peningarnir hafi farið í að borga niður erlendar skuldir. Nú stefni skuldsetning í að verða 165 prósent af tekjum bæjarins: „Í ljósi þessarar erfiðu skulda- stöðu telja bæjarfulltrúar A-list- ans sjálfstæðismenn sýna mikið ábyrgðarleysi að ætla að skuldsetja bæjarfélagið enn frekar með kaup- um á hitaveitunni og þannig varpa ábyrgðarlausri skuldasöfnun yfir á íbúa Hveragerðisbæjar,“ segir í bókun A-listans. - gar Meirihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðis segir sölu hitaveitu hafa verið mistök: Vilja kaupa hitaveitu til baka Í HVERAGERÐI Orkuveita Reykavíkur hefur einkarétt á sölu heits vatns og gufu í Hveragerði. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur fengið boð á þjóðfund sem haldinn verður í nóvember. Jóhanna var ein þús- und Íslendinga sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Jóhanna greindi frá þessu að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Hún sagðist þurfa að skoða alvar- lega hvort hún tæki boðinu. Ýmsir teldu ekki hlutverk ráðherra að taka þátt í fundum sem þessum. Fundurinn á að leggja til stjórn- arskrárbreytingar áður en stjórn- lagaþing kemur saman. - sh Fékk boð á þjóðfund: Jóhanna lenti í slembiúrtaki DÓMSMÁL „Evrópudómstóllinn var nú að dæma með fyrirtækjum á frjálsum markaði,“ segir Lárus Páll Ólafsson hjá veðmálafyrir- tækinu Betsson um dóm sem féll á miðvikudag í máli gegn þýska ríkinu. Deilt var um lög í Þýskalandi sem hindra starsfemi sjálfstæðra veðmálafyrirtækja. Evrópudóm- stólinn segir þetta kunna að vera óréttlætanlegt. Lárus Páll segir að í sumar hafi verið samþykkt lög á Ísland um að erlend fyrir- tæki á borð við Betsson megi ekki auglýsa happdrætti og veðmál. Lögin hafi verið klæðskerasaum- uð af aðilum tengdum íslenskum happdrættum til að koma í veg fyrir samkeppni. - gar Betsson fagnar Evrópudómi: Einokun ríkis sögð vafasöm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.