Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 40
4 heimili&hönnun
Berglind Guðmundsdóttir og Vilhjálmur
Reyr Þórhallsson búa í bjartri íbúð við
Ránar götu í Reykjavík. Þau hafa mikið dá-
læti á eldri hönnun, svo sem dönskum hús-
gögnum frá miðri síðustu öld, og hafa verið
dugleg við að finna fjársjóði í Góða hirð-
inum, Kolaportinu og fleiri stöðum. „Við
höfum sankað að okkur smám saman og
reynt að vera útsjónarsöm, pússum húsgögn
eins og ruggustólinn okkar sem var svart-
ur, stofustóla, borð og fleira til,“ segir Berg-
lind. Athygli vekur að Berglind hefur meðal
annars notað majónes til að bera á tekkborð
og hún mælir með þeirri aðferð. „Kannski
skrítin lykt í tvo daga en svo búið, gljáinn
sem kemur er afar fallegur.“ - jma
Gera upp og
græja gamalt
● Berglind Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Reyr Þórhallsson hafa látið hend-
ur standa fram úr ermum við að gera upp og pússa gömul falleg húsgögn.
Borðið er úr Góða hirðinum og Berglind og Vilhelm pússuðu það upp með fínni
stálull, hreinsuðu með tekkhreinsi og báru á. Þau hafa ýmist borið á tekkolíu eða
majónes, sem veitir víst afar góðan gljáa. „Við höfum bæði notað tekkolíur og svo
höfum við borið majónes á. Það er eitthvað í majónesi sem fær tekkið til að lifna við.“
Falleg klukka sem Berglind fékk á sínum tíma á
Spáni en svo skemmtilega vill til að hún rakst á
klukkuna nýlega í verslun hérlendis, Kokku.
Tekkhillunum hefur smám saman verið púslað saman. „Við fengum fyrst stoðir, hillur og skápa frá ömmu og afa Villa á Akureyri, síðan
fórum við í Góða hirðinn og Frúna í Hamborg,” segir Berglind. Louis Poulsen-ljósið PH 5 var á æskuheimili Berglindar.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Tvöfalt tekkborð, upplagt f
að láni hjá nágranna sínum
Skemmtileg fígúra sem tröllríður Danmörku um
þessar mundir og Berglind fékk í Illum Bolighus í
Kaupmannahöfn.
Skálin er skemmtileg, græn að utan og hvít að innan, keypt í París.
Sófinn úr Bo Concept og ka
hönnuðum Dana á síðustu
Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband:
Bjarni Þór
• bjarni thor@365.is
• sími 512 5471
Starfsmenntun,
símenntun og
fullorðinsfræðsla
fylgir með Fréttablaðinu
fi mmtudaginn 16. september 2010