Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. september 2010 19 Íslensk þjóð hefur oft gengið í gegnum erfiðleika og sigrast á þeim. Það mun hún einnig gera nú með dugnaði og samstöðu á grund- velli sameiginlegra verðmæta, auk- innar menntunar og náttúruauð- linda. Það sem skiptir máli, er að allir taki höndum saman: stjórnmála- menn, launþegasamtök og samtök atvinnulífsins, embættismenn, full- trúar almennings og fjölmiðlar – og horfi fram á veginn. Undanfari endurreisnar efnahags- lífs er pólitísk endurreisn, bætt sið- ferði í stjórnmálum, aukinn heiðar- leiki í viðskiptum og fjármálum og þroskuð umræðuhefð, mannvirðing og jafnrétti á öllum sviðum. Þegar við höfum fast land undir fótum, heimilum landsins hefur verið bjargað úr skuldafeni, óttinn er horfinn og dómgirni hefur vikið fyrir yfirvegaðri umræðu, reynum við að átta okkur á því hvað gerðist. En fyrsta skrefið er samvinna alþingismanna og myndun þjóð- stjórnar. Alþingismenn allra flokka sameinist! Áskorun til alþingismanna Undanfarið hefur átt sér stað ótrú-leg umræða að frumkvæði Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykja- nesbæ og Böðvars Jónssonar bæjar- fulltrúa, umræða sem hefur blossað upp aftur núna í tengslum við hafn- armál í Helguvík og alvarlegan fjár- hagsvanda sveitarfélagsins. Suðurnesjamenn hafa um skeið undirbúið byggingu álvers í Helgu- vík og í því skyni farið af stað með umfangsmiklar og fjárfrekar hafn- arframkvæmdir. Ég, sem fyrrver- andi samgönguráðherra fæ ákúrur fyrir að hafa ekki veitt fé til fram- kvæmdanna úr ríkissjóði. Alltaf minnast þessir tveir menn á loforð sem þeir eiga að hafa feng- ið frá ríkinu. Nú veit ég ekki hvað fór á milli forystumanna sjálfstæð- isflokksins í ríkisstjórnum fyrri ára og sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ en það hljóta allir að sjá að ég get ekki uppfyllt loforð sem hvorki er að finna í samgönguáætlun né fjár- lögum undanfarinna ára. Eins skilst mér að því hafi verið haldið fram að ég hafi lofað að fela ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins að hefja undirbúning að gerð sértækra laga um Helgavíkurhöfn. Slíkt er ekki sannleikanum samkvæmt. Ekki í áætlun sjálfstæðismanna Í þessu sambandi er rétt að vekja sérstaka athygli á því að árið 2003, í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, var gerð sú lagabreyting á hafnalögum að ekki er heimilt að styrkja stækkun hafna með fjárveitingum úr ríkissjóði. Á samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 voru engar fjárveitingar til hafnaframkvæmda í Helguvík og heldur ekki í tillögu til þingsálykt- unar fyrir tólf ára samgönguáætlun 2007 til 2018, sem reyndar fékkst ekki afgreidd á Alþingi. Umrædd lagabreyting á hafnalögum var samþykkt í tíð fyrrverandi sam- gönguráðherra, samflokksmanns þeirra Árna og Böðvars. Þetta hafa Suðurnesjamenn verið upplýstir um að minnsta kosti í tví- gang formlega, með bréfi til bæj- arstjóra þann 23. júní 2009 og með bréfi til Reykjanesshafnar þann 14. október 2009. Í síðara bréfinu var vísað sérstaklega til þess að fram- kvæmdin falli ekki innan gildandi lagaheimilda um þátttöku ríkissjóðs í fjármögnun verkefnisins. Beitti sér ekki sem aðstoðarmaður Það sem er einnig áhugavert fyrir Suðurnesjamenn er að Böðvar Jóns- son var aðstoðarmaður fjármálaráð- herra í mörg ár og á þeim tíma var unnið að samgönguáætlun 2007 - 2010. Sú samgönguáætlun var sam- þykkt af Alþingi þann 17. mars 2007. Í þeirri samgönguáætlun var engin fjárveiting til hafnarframkvæmda í Helguvík, né í fjárlögum. Ég held því að þeir Árni og Böðv- ar verði að líta sér nær í leit að sökudólgum hvað varðar alvarlega fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. „Margur brýtur vönd yfir eigin hönd “ Sannleikurinn er sagna bestur Suðurnes Kristján L. Möller alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Ég held því að þeir Árni og Böðvar verði að líta sér nær. Stjórnmál Tryggvi Gíslason fyrrverandi skólameistari völd bjóða þeim mjög ódýrar eða hugsanlega fríar lóðir, ríflegan skattaafslátt t.d. fyrstu tíu árin, sangjarnt raforkuverð, og vernd- að umhverfi fyrir starfsemi sína. Þetta mundi færa okkur mikl- ar skatttekjur, fjöldi starfa og mikla orkusölu í það minnsta. En þetta þýðir auðvitað að innleysa þarf alla orku landsins til ríkisins sem allra fyrst og skilja ekkert eftir. Þetta gekk vel hjá Írum sem höfðu þó ekkert ódýrt rafmagn að bjóða sem mundi vera þungamiðj- an í tilboði Íslendinga. eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna vhs spólu í kolaportinu FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 4 9 2 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 23. september kl. 20 Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk á Réttindasviði TR kynnir breyting arnar og svarar fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.