Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 24
24 11. september 2010 LAUGARDAGUR FRAMHALD AF SÍÐU 22 Frjálshyggjustefnan hrundi en heilbrigðiskerfið stóð það hrun af sér; ólíkt bönkunum þar sem búið var að klára dæmið og ljúka einka- væðingunni. En mannabreyting- ar verða alltaf samofnar stjórn- málum og ráðuneytin eru full af fagfólki sem leggur sig fram um að aðstoða og vinna með nýjum manni í brúnni.“ Þú talar um Sjúkratryggingar Íslands í samhengi við einkavæð- ingaráformin. Var það ástæðan fyrir því að þú skiptir stjórninni út? „Ástæðan var tvíþætt. Tækni- legs eðlis þar sem stjórnin var ekki rétt skipuð samkvæmt lög- unum. Hinu er ekki að leyna að framúrkeyrsla Sjúkratrygginga er ólíðandi. Mér fannst ríkja ákveðin uppgjöf innan stjórnarinnar gagn- vart því að halda sig innan ramma fjárlaga. Það átti sinn þátt í þessu. Stofnunin fór 1,8 milljarða fram úr á síðasta ári og framúrkeyrsl- an stefnir í 2,5 milljarða á þessu ári. Þarna fannst mér þurfa breytt viðhorf og nýtt fólk. Menn verða að virða fjárlög og það er mikil- vægt að þessi stóri útgjaldapóst- ur, um 30 milljarðar króna, fari ekki milljörðum fram úr fjárlög- um ár eftir ár.“ Hvaða skoðun hefur þú á sam- einingu heilbrigðisráðuneytisins við ráðuneyti félags- og trygg- ingarmála. Mín tilfinning er sú að ráðuneytin hafi, hvort um sig, verið ærinn starfi fyrir einn mann. „Eftir að hafa setið í stóli heil- brigðisráðherra í ellefu mán- uði, með þau miklu verkefni sem þar eru, þá er ég ósköp fegin að hafa ekki líka haft á mínu borði málefni atvinnulausra, öryrkja og lífeyrisþega, Íbúðalánasjóð og vinnumarkaðinn svo fátt sé talið. Markmiðið með sameiningunni er að samþætta það sem er tví- verknaður og í það verður geng- ið. Það er nefnilega nóg af slíku, ekki síst í þjónustu við aldraða og fatlaða, en það er mín skoð- un að það þurfi að skera utan af þessu nýja ráðuneyti. Maður spyr sig til dæmis hvað Landspítalinn og Íbúðalánasjóður eiga sam- eiginlegt og hvort útreikning- ur tryggingabóta á ekki meira sameiginlegt með skattinum og fjármálaumsýslu í ríkiskerfinu en stefnumörkun heilbrigðis- og félagsþjónustu.“ En eru ekki ráðuneytin alveg niðurnegld og lítið hægt að hnika hlutum til? „Jú, stjórnarráðið okkar er ekki nægilega sveigjanlegt. Mér hefði fundist rétt að breyta lögum þannig að forsætisráð- herra eða ríkisstjórn geti skipt með sér verkum eftir því sem er talið nauðsynlegt hverju sinni. Þetta tíðkast í löndunum í kring- um okkur. Danir settu á fót loft- lagsráðuneyti þegar þeim fannst nauðsynlegt að einbeita sér að því máli. Í Noregi er ráðuneyti um málefni barna. Með þessu er hægt að bregðast við kalli tímans og þörfum samfélagsins á auð- veldan og skilvirkan hátt. Síðan má stíga skrefið til baka þegar átakinu lýkur. Þetta vil ég sjá og er, ásamt nokkrum þingmönn- um, að hugleiða að flytja frum- varp í vetur þessa efnis. Þó ekki væri til annars en að fá þetta inn í umræðuna.“ Landspítalinn er sérstakt fyr- irbæri í íslensku heilbrigðiskerfi. Er hægt að skera meira niður þar? 6,6 milljarðar hafa verið skornir af rekstrinum þar á þrem- ur árum þegar allar stærðir eru reiknaðar. Fimm prósenta nið- urskurðarkrafa þýðir tveir millj- arðar til viðbótar og að þjónusta, sem við teljum sjálfsagða, verður þá aflögð. Ert þú þeirrar skoðun- ar að mögulegt sé að ganga mikið lengra í niðurskurði til Landspít- alans? „Ég hef kallað þetta afrek. Að snúa áralöngum hallarekstri við og koma honum á núllið er ekk- ert annað en afrek, sérstaklega í því ljósi að biðlistar hafa ekki lengst eða aðgengið orðið verra. Stjórnendur og starfsfólk Land- spítalans eiga þakkir skildar. Það hefur tekist að verja störfin og þjónustu við sjúklinga án þess að velta kostnaðinum yfir á atvinnu- leysistryggingasjóð, sveitarfélög- in eða sjúklinga. Það hefur vissu- lega fækkað fólki, en fyrst og fremst með starfsmannaveltu. Og launin hafa lækkað eins og ann- ars staðar í samfélaginu. Hins vegar tel ég að það verði ekki hægt að skera jafn mikið niður áfram á Landspítalanum.“ Hver verður niðurskurðarkraf- an á spítalann á næstu fjárlög- um? „Það þarf að skera niður í heil- brigðisþjónustunni allri á næsta ári um 4,7 milljarða. Til að ná því þarf að mínu mati skipu- lagsbreytingar, meðal annars að hætta uppbyggingu á litlum landspítölum vítt og breitt um landið. Við verðum að styrkja stóru sjúkrahúsin, á Akureyri og Landspítalann. Á móti verð- ur að auka nærþjónustuna á eins konar heilsugæslusjúkrahúsum og styrkja sjúkraflutninga. Þetta er sú hugsun sem lagt er upp með í fjárlagatillögum fyrir næsta ár. Þetta getur orðið erfitt sums staðar. En það liggur fyrir að það er ekki hægt að skera niður um 4,7 milljarða án þess að draga úr eða loka ákveðinni þjónustu um tíma. Það er ekki hægt að beita ostaskeranum áfram.“ Getur þú skýrt þetta örlítið nánar? „Nú verður fjárlagafrumvarp- ið kynnt 1. október og það gerir nýr ráðherra. En ég get sagt að landfræðilegar aðstæður krefj- ast þess á vissum stöðum að þar sé skurðstofa og sjúkrahús. En víða er þó hægt, að minnsta kosti tímabundið, að draga saman segl- in og treysta á stóru sjúkrahús- in.“ Nú er lyfjakostnaðurinn mjög hár á Íslandi. „Já, lyfjakostnaðurinn er stórt hlutfall af þeim 100 milljörðum sem fara í heilbrigðisþjónust- una og hann þarf að lækka með öllum ráðum. Ég held að við verð- um að nýta okkur betur þá sér- stöðu sem við höfum sem lítill markaður og þá möguleika sem evrópska regluverkið býður upp á til að flytja hér inn lyf til dæmis á sama hátt og Malta og Kýpur gera. Það eru margar leiðir til að lækka lyfjakostnaðinn og eitt sem ég setti af stað var athugun á því að endurreisa Lyfjaverslun Íslands. Og það er einnig verið að athuga hvort Landspítalinn geti sjálfur boðið út lyfjakaup sín og jafnvel tekið þátt í norsk- um útboðum en þar býður sérstök stofnun út öll lyfjakaup norskra sjúkrahúsa. Það myndi spara töluverða fjármuni.“ Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt til þess að ríki komi sér upp inn- kaupastofnun af þessu tagi til að tryggja samkeppni og aðgengi að ódýrum og góðum lyfjum. Það er glórulaust að ekki sé hægt að kaupa þaulreynd og ódýr lyf hér á landi, ég nefni magnyl og íbúfen, af því að menn græða ekki nægi- lega mikið á að flytja þau inn, en koma svo með mun dýrari lyf inn á markaðinn sem ríkið þarf að greiða fyrir. Það er ekki verið að tala hér um einokunarverslun. Með stofnun Lyfjaverslunar og útboðum Landspítalans fengi lyfja- verslunin í landinu samkeppni. Er það ekki bara heilbrigt?“ Þar var um mikið réttlætismál að ræða sem menn trúðu ekki, til dæmis í fjármálaráðuneytinu, að væri í þeim farvegi sem raunin var. Mönnum kom ekki til hugar að fólk þyrfti sjálft að borga allan þennan kostnað, jafnvel milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.