Fréttablaðið - 11.09.2010, Blaðsíða 8
8 11. september 2010 LAUGARDAGUR
1. Hvaða ástralska fyrirtæki
sóttist eftir því að leita að gulli
á Austurlandi?
2. Hvaða ráðherra þykir vænt
um Jón Bjarnason, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra?
3. Hvar var verið að samþykkja
að nornir og spákonur greiði
ekki skatta?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70
Í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka
starfar öflugur og reynslumikill hópur sérfræð-
inga sem veitir viðskiptavinum faglega þjónustu
varðandi sparnað í sjóðum, verðbréfaviðskipti
og lífeyrissparnað.
Hringdu í síma 444 7000 eða komdu við hjá okkur
í Borgartúni 19. Við tökum vel á móti þér.
Starfsfólk Verðbréfa- og
lífeyrisþjónustu Arion banka.
Getum
við aðstoðað?
arionbanki.is/eignastyring
ÍS
LE
N
S
K
A
S
IA
.IS
A
R
I 4
9
7
3
0
0
8
/1
0
NEYTENDAMÁL Fjölmörg dæmi um
meintan galla í spíssum Land
Cruiser 120 bifreiða hafa komið
inn á borð Fréttablaðsins í kjöl-
far umfjöllunar blaðsins síðustu
tvo daga.
Borið hefur á bilun í bílum af
þessari tegund, sem eru um fjögur
þúsund talsins hér á landi. Meint-
ur galli í spíssum leiðir til þess að
grófsíur eiga til að stíflast, bílarn-
ir ofhitna og hafa í nokkrum tilvik-
um brætt úr sér.
Toyota á Íslandi hefur neitað því
að um þekktan galla sé að ræða.
Heimildir Fréttablaðsins herma
þó að þessi tilvik séu algeng. Þá
er keimlík dæmi að finna erlend-
is, sérstaklega þar sem kaldara er
í veðri, enda munu spíssarnir ekki
hannaðir fyrir mikinn kulda.
Daníel Pálsson, sem rekur Smur-
stöðina að Fosshálsi 1 og þjónust-
ar Toyota-bíla, segist þekkja fleiri
dæmi um þessar bilanir og þær
næmu einhverjum tugum. Toyota
viti af málinu og hafi beðið þjón-
ustuverkstæði um að hafa auga
með einkennum.
„Okkur, sem þjónustum þessa
bíla, er uppálagt að ef við sjáum
eitthvað svart í grófsíum þegar
við töppum af þeim, sendum við
þá upp eftir [til Toyota].“
Hann segist þekkja nýlegt dæmi
um að bíll hafi brætt úr sér af
þessum sökum. „Við lentum í því
að einn af viðskiptavinum okkar,
sem hafði alltaf verið hjá okkur í
smurningu, hringdi í mig ofan af
fjöllum þar sem bíllinn hafði brætt
úr sér,“ segir Daníel.
Viðkomandi var sendur til Toy-
ota á Íslandi, sem skiptu um vél á
eigin kostnað, sem gæti numið á
milli 2 og 3 milljónum króna. Dan-
íel bætir því við að Toyota hafi í
það skiptið staðið sig vel og jafn-
vel útvegað annan bíl meðan á við-
gerð stóð.
Fréttablaðinu hafa borist margar
ábendingar um bilanir sem tengja
má við meintan galla í spíssum
og ber ekki öllum saman um við-
brögð Toyota. Sumir fá skipt um
hlutina sér að kostnaðarlausu á
meðan aðrir sitja uppi með háan
reikning.
Páll Þorsteinsson, upplýsinga-
fulltrúi Toyota á Íslandi, segir
málið liggja í því hvort bílar séu
í ábyrgð eða ekki. „En við skoðum
hluti alltaf þegar þeir koma upp.
Við skellum aldrei í lás og verðum
að skoða hvert tilfelli fyrir sig og
vega það og meta.“
thorgils@frettabladid.is
Bara sumir eigenda
fengu tjón sitt bætt
Toyota biður þjónustustöðvar um að fylgjast með hugsanlegum bilunum í Land
Cruiser 120 og senda í umboðið ef eitthvað finnst. Sumum hefur verið bætt tjón
að fullu, en öðrum ekki. Talsmaður segir Toyota meta hvert tilfelli fyrir sig.
VIÐSKIPTI Í gær var síðasti skila-
dagur á ársreikningum fyrir-
tækja. Viðskiptaráð minnir á það
í fréttabréfi sínu að vanhöld hafi
verið á skilum
síðustu ár.
Í fréttabréf-
inu kemur fram
að takmörkuð
skil hafi víðtæk
áhrif á mögu-
leika íslenskra
fyrirtækja
til að afla sér
erlendra greiðslutrygginga. Haft
er eftir Finni Oddssyni, fram-
kvæmdastjóra Viðskiptaráðs, að
slök skil á fjárhagsupplýsingum
byrgi alþjóðlegum fyrirtækjum
sýn á stöðu atvinnulífsins, og séu
jafnvel tilefni til vantrausts. - jab
Of seint að skila ársreikningi:
Trassaskapur
eykur vantraust
FINNUR ODDSSON
LAND CRUISER Talsmaður
Toyota á Íslandi segir að
meta verði hvert tilfelli
bilana fyrir
sig.
ÞÝSKALAND, AP Rúmlega fertug-
ur íbúi í Solingen í Þýskalandi
forðaði sér hið snarasta þegar
kona kom auga á hann, þar sem
hann var nakinn á kvöldgöngu.
Maðurinn gaf sig síðar fram
við lögreglu og sagðist hafa
vanið sig á þann sið að fara nak-
inn í göngutúra til að róa sig
niður. Ekki mun það þó hafa
virkað í þetta skiptið.
Konan sagði manninn hafa
flúið inn á lestarteina, en hún
fann fötin hans skammt frá og
lét lögreglu vita.
Lögreglan lokaði lestarbraut-
inni í hálfa aðra klukkustund
meðan mannsins var leitað,
meðal annars með aðstoð þyrlu.
- gb
Nakinn maður í göngutúr:
Tókst ekki að
róa sig niður
VIÐSKIPTI Hrein eign lífeyrissjóð-
anna til greiðslu lífeyris nam
1.835 milljörðum króna í lok júlí.
Það er 10,6 prósenta hækkun
milli mánaða. Greining Íslands-
banka segir í Morgunkorni sínu
í gær að tíu milljarðar skrifist
að mestu á verðhækkun erlendra
eigna lífeyrissjóðanna.
Í Morgunkorninu er sömuleiðis
bent á að í krónum talið sé hrein
eign lífeyrissjóðanna enn lægri
en fyrir hrun. Í september 2008
hafi eignir þeirra numið 1.863
milljörðum króna. - jab
Eignir lífeyrissjóðanna aukast:
Eiga 1.835 millj-
arða króna
VEISTU SVARIÐ?