Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 8

Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 8
8 11. september 2010 LAUGARDAGUR 1. Hvaða ástralska fyrirtæki sóttist eftir því að leita að gulli á Austurlandi? 2. Hvaða ráðherra þykir vænt um Jón Bjarnason, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra? 3. Hvar var verið að samþykkja að nornir og spákonur greiði ekki skatta? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 Í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka starfar öflugur og reynslumikill hópur sérfræð- inga sem veitir viðskiptavinum faglega þjónustu varðandi sparnað í sjóðum, verðbréfaviðskipti og lífeyrissparnað. Hringdu í síma 444 7000 eða komdu við hjá okkur í Borgartúni 19. Við tökum vel á móti þér. Starfsfólk Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Arion banka. Getum við aðstoðað? arionbanki.is/eignastyring ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 4 9 7 3 0 0 8 /1 0 NEYTENDAMÁL Fjölmörg dæmi um meintan galla í spíssum Land Cruiser 120 bifreiða hafa komið inn á borð Fréttablaðsins í kjöl- far umfjöllunar blaðsins síðustu tvo daga. Borið hefur á bilun í bílum af þessari tegund, sem eru um fjögur þúsund talsins hér á landi. Meint- ur galli í spíssum leiðir til þess að grófsíur eiga til að stíflast, bílarn- ir ofhitna og hafa í nokkrum tilvik- um brætt úr sér. Toyota á Íslandi hefur neitað því að um þekktan galla sé að ræða. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að þessi tilvik séu algeng. Þá er keimlík dæmi að finna erlend- is, sérstaklega þar sem kaldara er í veðri, enda munu spíssarnir ekki hannaðir fyrir mikinn kulda. Daníel Pálsson, sem rekur Smur- stöðina að Fosshálsi 1 og þjónust- ar Toyota-bíla, segist þekkja fleiri dæmi um þessar bilanir og þær næmu einhverjum tugum. Toyota viti af málinu og hafi beðið þjón- ustuverkstæði um að hafa auga með einkennum. „Okkur, sem þjónustum þessa bíla, er uppálagt að ef við sjáum eitthvað svart í grófsíum þegar við töppum af þeim, sendum við þá upp eftir [til Toyota].“ Hann segist þekkja nýlegt dæmi um að bíll hafi brætt úr sér af þessum sökum. „Við lentum í því að einn af viðskiptavinum okkar, sem hafði alltaf verið hjá okkur í smurningu, hringdi í mig ofan af fjöllum þar sem bíllinn hafði brætt úr sér,“ segir Daníel. Viðkomandi var sendur til Toy- ota á Íslandi, sem skiptu um vél á eigin kostnað, sem gæti numið á milli 2 og 3 milljónum króna. Dan- íel bætir því við að Toyota hafi í það skiptið staðið sig vel og jafn- vel útvegað annan bíl meðan á við- gerð stóð. Fréttablaðinu hafa borist margar ábendingar um bilanir sem tengja má við meintan galla í spíssum og ber ekki öllum saman um við- brögð Toyota. Sumir fá skipt um hlutina sér að kostnaðarlausu á meðan aðrir sitja uppi með háan reikning. Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota á Íslandi, segir málið liggja í því hvort bílar séu í ábyrgð eða ekki. „En við skoðum hluti alltaf þegar þeir koma upp. Við skellum aldrei í lás og verðum að skoða hvert tilfelli fyrir sig og vega það og meta.“ thorgils@frettabladid.is Bara sumir eigenda fengu tjón sitt bætt Toyota biður þjónustustöðvar um að fylgjast með hugsanlegum bilunum í Land Cruiser 120 og senda í umboðið ef eitthvað finnst. Sumum hefur verið bætt tjón að fullu, en öðrum ekki. Talsmaður segir Toyota meta hvert tilfelli fyrir sig. VIÐSKIPTI Í gær var síðasti skila- dagur á ársreikningum fyrir- tækja. Viðskiptaráð minnir á það í fréttabréfi sínu að vanhöld hafi verið á skilum síðustu ár. Í fréttabréf- inu kemur fram að takmörkuð skil hafi víðtæk áhrif á mögu- leika íslenskra fyrirtækja til að afla sér erlendra greiðslutrygginga. Haft er eftir Finni Oddssyni, fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs, að slök skil á fjárhagsupplýsingum byrgi alþjóðlegum fyrirtækjum sýn á stöðu atvinnulífsins, og séu jafnvel tilefni til vantrausts. - jab Of seint að skila ársreikningi: Trassaskapur eykur vantraust FINNUR ODDSSON LAND CRUISER Talsmaður Toyota á Íslandi segir að meta verði hvert tilfelli bilana fyrir sig. ÞÝSKALAND, AP Rúmlega fertug- ur íbúi í Solingen í Þýskalandi forðaði sér hið snarasta þegar kona kom auga á hann, þar sem hann var nakinn á kvöldgöngu. Maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu og sagðist hafa vanið sig á þann sið að fara nak- inn í göngutúra til að róa sig niður. Ekki mun það þó hafa virkað í þetta skiptið. Konan sagði manninn hafa flúið inn á lestarteina, en hún fann fötin hans skammt frá og lét lögreglu vita. Lögreglan lokaði lestarbraut- inni í hálfa aðra klukkustund meðan mannsins var leitað, meðal annars með aðstoð þyrlu. - gb Nakinn maður í göngutúr: Tókst ekki að róa sig niður VIÐSKIPTI Hrein eign lífeyrissjóð- anna til greiðslu lífeyris nam 1.835 milljörðum króna í lok júlí. Það er 10,6 prósenta hækkun milli mánaða. Greining Íslands- banka segir í Morgunkorni sínu í gær að tíu milljarðar skrifist að mestu á verðhækkun erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Í Morgunkorninu er sömuleiðis bent á að í krónum talið sé hrein eign lífeyrissjóðanna enn lægri en fyrir hrun. Í september 2008 hafi eignir þeirra numið 1.863 milljörðum króna. - jab Eignir lífeyrissjóðanna aukast: Eiga 1.835 millj- arða króna VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.