Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 30
30 11. september 2010 LAUGARDAGUR
S
autján ár eru liðin frá
því að Shabana Zaman
steig fyrst á íslenska
jörð. „Sagan mín er
dæmigerð ástarsaga.
Ég kynntist mannin-
um mínum þegar ég var við nám
í Bretlandi, við urðum ástfang-
in og ég fylgdi honum hingað til
Íslands,“ rifjar Shabana upp með
bros á vör.
Íslenskt samfélag hefur breyst
töluvert frá þessum tíma, en þá
var þjóðin mun einsleitari en í
dag. Engu að síður fann Shabana
strax að hún hafði fundið sinn
stað í lífinu. „Ég veit ekki hvað
það var, en frá fyrsta degi mínum
hér á Íslandi fékk ég þá tilfinn-
ingu að ég væri komin heim. Og
svona líður mér enn í dag. Ég
kvarta aldrei yfir veðrinu og
mér finnst yndislegt fólk hérna
– skemmtilegt, opið og hjálpsamt.
Það er að vísu dálítið forvitið
líka en það er allt í lagi, það var
kannski líka ástæðan fyrir því að
ég var fljót að ná til þess.“
Miðlar matarmenningunni
Margir matgæðingar þekkja til
Shabönu, sem óhætt er að segja að
eigi ríkan þátt í því að færa aust-
ræna matarmenningu til Íslands.
Allt frá því hún kom hingað fyrst
hefur hún haldið regluleg mat-
reiðslunámskeið, auk þess að
hitta hópa fólks, elda fyrir þá og
kynna þeim menningu sína um
leið. Árið 1997 stofnaði hún veit-
ingahúsið Himalaja í Kópavogi
en í dag rekur fjölskylda hennar
veitingastaðinn Shalimar í Aust-
urstræti, sem enginn sem kann
að meta indverskan mat ætti að
láta framhjá sér fara. Þar starfa
meðal annars þrír bræður henn-
ar, sem allir eru búsettir hér á
landi í dag.
Ekki bara að elda
Það er ekki bara vegna hæfileika
Shabönu til að gæla við bragð-
lauka sem hún hefur lagt sig
eftir því að kynna matarmenn-
ingu sína fyrir landanum. „Ég
er ekki eingöngu að elda þegar
ég bý til mat handa fólki. Þetta
er líka mjög gefandi fyrir mig.
Í hvert sinn syng ég einfalt lítið
vers á tungumáli mínu, urdu, þar
sem ég þakka sólinni og jörðinni
fyrir matinn sem við erum um
það bil að fara að borða. Þetta
eru falleg og einföld skilaboð
sem minna fólk á að vera þakk-
látt fyrir það sem það hefur.
Þetta er ekki tengt neinum trúar-
brögðum. Bara hvatning til fólks
að opna augun og muna að jörðin
gefur okkur fæðuna og skínandi
sólin er orka lífsins. Án þeirra
væri ekki neitt á borðinu.“
Henni þykir svolítið vanta upp
á að Íslendingar sýni þakklæti
fyrir hvað þeir hafa það gott.
„Hér á Íslandi eigum við ofsa-
lega mikið og kannski erum við
ekki nægilega þakklát fyrir það.
Allt þetta vatn og öll þessi orka
er álitið sjálfsagður hlutur. Fólk
notar þetta án meðvitundar.“
Höfuð, hjarta og hendur
Þessi meðvitund um stóra sam-
hengið í heiminum er Shabönu
hugleikin og hefur verið rauði
þráðurinn í gegnum allt henn-
ar líf. Í Bretlandi lærði hún að
verða Waldorfskólakennari, en
hún hefur starfað í Waldorf-
skólum hér á Íslandi í fimmtán
ár. Í grunnskólanum Sólstöfum
í Hraunbergi kennir hún börn-
um allt frá sex ára bekk og upp í
tíunda bekk ensku og leiklist.
Það þarf ekki að tala lengi við
Shabönu til að heyra að skólinn
á hug hennar allan. Þar er vist-
vernd og umhyggja fyrir nátt-
úrunni í hávegum höfð. Shabana
furðar sig á hvað fáir foreldrar
snúa sér til Waldorfskólans með
börnin sín. „Sumir halda að Wald-
orfskólinn sé bara fyrir sérstök
börn. En það er ekki satt. Hann
er fyrir öll börn, frá sex ára og
upp í 10. bekk. Við kennum þeim
að nota á sér höfuðið, hjartað og
hendurnar til jafns, því við vitum
að nemendur læra ekki bara með
höfðinu. Námsefnið þarf að ná út
í útlimina einnig.“
Í skólanum er líka mikil áhersla
lögð á að nota tónlist, myndlist og
leiklist til að nálgast efnið út frá
ólíkum sjónarhornum. Kennari
les ekki upp úr bók heldur segir
munnlega frá og reynir að tala til
barnanna út frá hjartanu.
„Ég spyr mig stundum þeirr-
ar spurningar hvar foreldrarn-
ir eru, sem vilja að börnin þeirra
eigi alveg sérstaka skólagöngu.
Vita þeir ekki af okkur?”
Leikkona í Pakistan
Þótt leiklist sé Shabönu hugleikin
hefur hún lítið leikið sjálf, síðan
hún kom til Íslands. Hún tók þó
að sér lítið hlutverk í síðustu
kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, Mömmu Gógó, en þar
lék hún hjúkrunarkonu. Áður en
hún fluttist frá Pakistan var hún
hins vegar á góðri leið með að
verða þjóðþekkt leikkona, rétt
rúmlega tvítug. „Ég hafði séð
um spurningaþátt fyrir börn í
sjónvarpinu. Þar kom leikstjóri
nýrrar sjónvarpsþáttaraðar auga
á mig og vildi fá mig til að leika
í nýjum þætti hjá sér. Ég var
himinlifandi, en um leið dálít-
ið döpur, vegna þess að í Pakist-
an, á þessum tíma, þótti það ekki
viðeigandi fyrir konur að verða
leikkonur. En ég skrifaði undir
samninginn, eins og í leiðslu,“
rifjar Shabana upp.
Shabana byrjaði að leika í þátt-
unum án þess að segja fjölskyld-
unni sinni frá því. Svo kom að
frumsýningardegi og Shabana
læsti sig inni í herbergi og beið
átekta. „Öll fjölskyldan mín var
sest við sjónvarpið til að horfa á
þennan nýja þátt, því Pakistan-
ar elska sjónvarpsdrama. Ég sat
inni í herbergi og skalf á bein-
unum. Svo heyrði ég raddirnar:
„Þetta er Shabana!“ „Nei, þetta
er ekki Shabana, líkist henni
bara … heyrðu, eða hvað. Þetta
er hún!“ „SHABAAANAAAA!!!“
skræktu þau svo!“ Og nú þurfti
Shabana heldur betur að skýra
sitt mál.
Þegar leikaraferillinn var rétt
að taka flugið fékk Shabana hins
vegar jákvætt svar frá Bret-
landi frá háskóla sem hún hafði
sótt um þar. „Svo þeir þurftu að
drepa mig í hvelli,“ segir Sha-
bana og hlær. Búin var til dram-
atísk sena þar sem karakter Sha-
bönu var skotinn. Og þar með var
hún farin frá Pakistan.
Indland og Pakistan
Shabana er frá Lahore í Punjab-
héraði, sem tilheyrir pakistönsku
svæði á Norður-Indlandi. Henni
þykir leiðinlegt hvað umræðan
um Pakistan er neikvæð og ein-
hliða. Hún segir til að mynda lít-
inn mun á Indlandi og Pakistan,
þótt það fyrra sé jafnan sveipað
dulúð og þyki spennandi í augum
fólks. „Fyrir sextíu árum var
Pakistan hluti af Indlandi. Fötin
sem við klæðumst, maturinn sem
við borðum og jafnvel tungumál-
in eru þau sömu. Trúin er önnur,
þótt það sé reyndar fjöldi mús-
lima á Indlandi.“
Hún telur slæma ímynd Pak-
istans í augum heimsins fyrst
og fremst koma til vegna þess
að landið sé íslamskt lýðveldi,
auk þess sem aldrei hafi verið
gerðar tilraunir til að markaðs-
setja landið sem áfangastað fyrir
ferðamenn. „Þegar þú hugsar um
Indland sérðu fyrir þér dýrðlega
liti, ótrúleg landsvæði og alls
konar dýr. Þessar myndir koma
ekki upp þegar fólk leiðir hugann
að Pakistan.“
Ábyrgð fjölmiðla mikil
Fjölmiðlar eiga sinn þátt í að
skapa þá mynd sem íbúar á vest-
urlöndum hafa af Pakistan. „Fjöl-
miðlun er svo flókið fyrirbæri.
Hver ákveður til dæmis hvaða
hliðar á að sýna á málefnunum,
þær jákvæðu eða þær neikvæðu?
Fólk verður að nota skynsemi
sína og átta sig á því að það er
ekki allt satt sem stendur í blöð-
unum. Ég er ekki að segja að Pak-
istan sé að öllu leyti góður staður.
Þar gerast margir slæmir hlut-
ir. En þar gerast líka jákvæðir
hlutir. Það er ekkert jafnvægi í
þeirri mynd sem fjölmiðlar sýna
okkur.“
Hún telur dræm viðbrögð
alþjóðasamfélagsins vegna
flóðanna í Pakistan í ágúst, og
þeirra hörmunga sem riðu yfir
í kjölfar þeirra, koma til vegna
þessa. „Aftur held ég að fjöl-
miðlarnir eigi mikla sök. Það
er til að mynda ótrúlegur fjöldi
fólks sem er að hjálpa á þessum
svæðum, en fær litla athygli og
aðstoð frá fjölmiðlum. Fjölmiðl-
arnir hafa mikil áhrif á hvern-
ig við skynjum heiminn og hafa
þannig bein áhrif á ákvarðanir
okkar, til dæmis að hverjum við
ákveðum að rétta hjálparhönd,
og hverjum ekki. Við erum orðin
hálfgerðar strengjabrúður, hugs-
um ekki sjálf heldur gleypum við
hlutum án þess að hugsa okkur
um tvisvar. Það er kominn tími
til að vakna, fólk!“
Með höfði, hjarta og höndum
Fyrir tuttugu árum lagði ung og upprennandi sjónvarpsstjarna leikferilinn á hilluna, yfirgaf heimahagana í Pakistan og hélt til Bretlands í
háskólanám. Fáeinum árum seinna hreif ástin hana með sér alla leið til Íslands. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir heimsótti kennarann, mat-
reiðslumeistarann og hugsjónakonuna Shabönu Zaman sem vill að Íslendingar vakni til meðvitundar um umhverfi sitt og umheiminn.
VIÐ WALDORF-SKÓLANN SÓLSTAFI Shabana Zaman kennir meðal annars ensku og leiklist við Waldorf-skólann Sólstafi í Efra-
Breiðholti. Stefna skólans byggir á umhyggju fyrir umhverfinu. Þá stefnu vinnur Shabana með á öllum sviðum, hvort sem er í
kennslunni eða þegar hún kynnir matarmenningu þjóðar sinnar fyrir Íslendingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Þegar þú hugsar um Indland sérðu fyrir þér dýrðlega liti,
ótrúleg landsvæði og alls konar dýr. Þessar myndir koma
ekki upp þegar fólk leiðir hugann að Pakistan.