Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 54
11. september 2010 LAUGARDAGUR8
Sölufulltrúi
Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftir sölufulltrúa í fullt starf
Um er að ræða sölu- og kynningastarf
Fyrirtækið gefur út fjöldann allan af ýmis konar ritum
tengdum ferðaþjónustu, sjá heimasíðuna www.sagaz.is
Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Reynsla af sölu og kynningarmálum æskileg
en ekki skilyrði. Árangurstengd laun.
Umsóknir skulu sendar á netfangið umsokn@sagaz.is
Lögfræðingar við
Seðlabanka Íslands
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir tveimur lögfræðingum til starfa. Störfi n heyra undir forstöðumann
gjaldeyriseftirlits bankans.
Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs.
Helstu verkefni lögfræðinga á skrifstofu gjaldeyriseftirlits eru að framfylgja reglum um gjaldeyrismál. Í því felst meðal annars að afgreiða beiðnir
um undanþágur frá gjaldeyrishöftum, svara fyrirspurnum um gjaldeyrisreglur, annast eftirlit með framkvæmd reglnanna auk rannsókna á hugsan-
legum brotum á þeim. Starfi þeirra fylgir einnig samskipti við innlenda og erlenda aðila og stofnanir. Óskað er eftir lögfræðingum í eftirfarandi
störf:
Lögfræðingur gjaldeyriseftirlits:
Starfi ð felst í afgreiðslu beiðna um undanþágur frá gjaldeyrishöftum auk annarra verkefna sem tengjast framkvæmd gjaldeyrisreglna og fyrirspur-
num er lúta að þeim.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Þekking og reynsla af löggjöf á fjármálamarkaði er æskileg.
Lögfræðingur gjaldeyriseftirlits sem sinnir rannsóknum á brotum á gjaldeyrisreglum:
Starfi ð felst í þátttöku í rannsóknum á hugsanlegum brotum á gjaldeyrisreglum, álagning stjórnvaldssekta og kærur til efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjóra, auk annarra verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Þekking og starfsreynsla í opinberri stjórnsýslu er æskileg.
• Þekking og reynsla af löggjöf á fjármálamarkaði er æskileg.
• Þekking og reynsla af löggjöf á sviði refsiréttar og meðferðar sakamála er æskileg.
Bæði störfi n krefjast:
• Færni og lipurðar í mannlegum samskiptum.
• Góðrar íslensku- og enskukunnáttu og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæðni, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
Í boði eru áhugaverð og krefjandi störf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf hið fyrsta.
Nánari upplýsingar veitir Anna Dóra Helgadóttir, staðgengill forstöðumanns gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, í síma 569 9600.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast rekstrarsviði Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, eða í
tölvupósti á póstfangið umsoknir@sedlabanki.is eigi síðar en 28. september nk.
Viðgerðarmaður – Vélvirki óskast!
Við leitum að frískum, duglegum og reglusömum viðgerðar-
manni sem hefur góða þekkingu og áhuga á Dieselvélum.
Um er að ræða fullt starf á vélaverkstæði í Reykjavík. Starfið
er krefjandi, þar sem mikilvægt er að viðkomandi geti tamið
sér sjálfstæð vinnubrögð en jafnframt unnið samviskusam-
lega í hóp. Tölvukunnátta er æskileg og viðkomandi þarf að
geta lesið og talað ensku. Umsóknir vinsamlegast berist á
box@frett.is merktar „Viðgerðarmaður/ Vélvirki – 1109“
fyrir 24. sept.
Auglýsir eftir
Almennum starfsmanni
til starfa í Skólaskjóli Grunnskóla
Seltjarnarness
Óskað er eftir að ráða almennan starfsmann í
50% starf í Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness.
Vinnutími 13:30 til 16:30.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Samstarfshæfni, stundvísi, sveigjanleiki og frumkvæði
• Þekkir til starfsemi grunnskóla
• Hefur reynslu af vinnu með börnum
Hæfniskröfur:
• Samstarfshæfni, stundvísi, sveigjanleiki og frumkvæði
• Hefur reynslu og/eða áhuga á að vinna með börnum
Umsóknarfrestur er til 17. september nk.
Á Seltjarnarnesi eru um 600 nemendur í heildstæðum
grunnskóla. Skólinn er rekinn í tveimur starfstöðvum,
Mýrarhúsaskóla fyrir nemendur í 1. - 6. bekk og
Valhúsaskóla fyrir nemendur í 7. - 10. bekk.
Í Skólaskjóli eru um 85 nemendur. www.grunnskoli.is
Nánari upplýsingar fást hjá Rut Bjarna forstöðukonu
Skólaskjóls í síma 5959 215, 822 9123 eða með
tölvupósti rutbj@seltjarnarnes.is
Starfskraft í skólaeldhús
Seltjarnarness
um 100% stöðugildi er að ræða
Óskað er eftir að ráða starfskraft í skólaeldhús
Seltjarnarness. Er um afleysingastarf að ræða í 6
mánuði frá og með 21. september nk.
Vinnutími er á milli kl. 8 og 16.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Samstarfshæfni, stundvísi, sveigjanleiki og frumkvæði
• Hefur reynslu eða áhuga á að vinna í skólaeldhúsi
Umsóknarfrestur er til 16. september 2010.
Nánari upplýsingar fást hjá, Jóhannesi Má Gunnarssyni
yfirmatreiðslumanni skólaeldhúsa í síma 5959 200 eða
með tölvupósti á netfangið johannes@grunnskoli.is
Fræðslu-, menningar- og þróunarsvið
Seltjarnarnesbæjar
www.seltjarnarnes.is
Tölvunarfræðingur
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunar-, kerfi s- eða verkfræði er skilyrði
• Þekking, áhugi og reynsla af upplýsingatækni er skilyrði
• Frumkvæði og metnaður í starfi
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð íslensku- og enskukunnátta nauðsynleg, góð
kunnátta í Norðurlandamáli æskileg
Æskilegt:
• Þekking á Outlook/ Exchange Server, CRM (Microsoft
Dynamics CRM), SharePoint, Lotus Notes, SQL
• Þekking á hugbúnaðargerð og gagnasafnskerfum
Helstu verkefni eru m.a.:
• Stefnumótun og áætlunargerð upplýsingatæknimála
• Verk- og kostnaðareftirlit, samningagerð og samskipti
vegna aðkeyptrar þjónustu
• Verkefnastjórnun hugbúnaðarverkefna, þarfagreining og
hönnun sérhæfðra upplýsingakerfa
• Umsjón með fræðslu og þjálfun notenda upplýsingakerfa
• Fylgjast með nýjungum er tengjast upplýsingatækni-
málum
• Umsjón með innleiðingu og rekstri sameiginlegra
upplýsingakerfa stofnunarinnar
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfi rmann
Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst
Upplýsingar um starfi ð veitir Þórhallur Hákonarson,
fjármálastjóri, sími 520 2100
Læknir í hlutastarf
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sérfræðimenntun innan læknisfræði
• Klínísk reynsla
• Góð kunnátta í ensku nauðsynleg, annað/önnur
Evrópumál æskileg
• Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
• Góðir samskiptahæfi leikar
Æskilegt:
• Framhaldsmenntun s.s. doktorspróf eða undirsérgrein
• Reynsla af klínískum rannsóknum
• Tölfræðikunnátta
Helstu verkefni eru m.a.:
• Vísindavinna, sérstaklega vísindaráðgjöf fyrir lyf í þróun
• Mat á umsóknum um klínískar lyfjarannsóknir
• Mat á lyfjum vegna umsókna um markaðsleyfi
• Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfi rmann
Náið samstarf er við sérfræðinga innan Lyfjastofnunar sem
og við sérfræðinga á vegum evrópskra lyfjayfi rvalda
Upplýsingar um starfi ð veita Sif Ormarsdóttir og Jóhann M.
Lenharðsson sími 520 2100
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Umsóknir um störfi n óskast sendar, ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmælum, til Lyfjastofnunar merkt:
Starfsumsóknir.
Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2010.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknareyðublað ásamt nánari upplýsingum um Lyfjastofnun má fi nna á vefsíðu stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is.
Laus störf hjá Lyfjastofnun
Í boði eru fjölbreytt og krefjandi störf