Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 77

Fréttablaðið - 11.09.2010, Síða 77
LAUGARDAGUR 11. september 2010 37 v Auður til framtíðar Opinn kynningarfundur Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is Auður býður til kynningarfundar þriðjudaginn 14. september. Þar verður farið yfir þær leiðir sem Auður býður í sparnaði og eignastýringu. • Séreignarsparnaður – Ávöxtun viðbótarlífeyris eftir 6 mismunandi ávöxtunarleiðum • Sparnaður – Stýring sparnaðar á bilinu 1–15 milljónir • Eignastýring – Eignastýring fyrir stærri eignasöfn Verið velkomin til okkar í Borgartún 29, þriðjudaginn 14. september kl. 17.15. Fundurinn er öllum opinn og um það bil klukkutíma langur. Auður – ábyrg arðsemi Óháð staða, áhættumeðvitund og gagnsæi hafa skilað viðskiptavinum Auðar góðum árangri. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 02 16 9 FERÐAFÉLAGARNIR Jón Már Gunnarsson, Arnar Hauksson og Berg- þór Morthens ásamt leiðsögumönnunum tveimur. BÚDDAMUNKAR Í LHASA Í höfuðborg Tíbet eru stór klaustur búdda- munka. MATARSTOPP Á LANGRI LEIÐ Tíbeskir hirðingjar í pílagrímsför á leið til Kailash-fjallsins.. Við hittum marga Tíbeta í ferðinni, nægjusamt og brosmilt fólk. Við rætur Kailish hittum við gömul hjón sem höfðu tekið að sér kornabarn sem skilið hafði verið eftir við tjald- ið þeirra. Við töluðum saman og ég leyfði karlinum að hlusta á tónlist í ipodinum mínum, m unka að kyrja við franska tónlist. Hann hafði aldrei heyrt an nað eins og féll í trans og það runnu upp úr honum möntrur. Saga þeirra var falleg og við ákváðum að senda þeim pakka frá Íslandi. Komumst þá að því að þau höfðu ekkert heimilisfang, þarna var ekkert heimilisfang til að senda á. Þannig að við gátum ekki annað gert en að skilja eftir pening fyrir gjöf handa stráknum. Nægjusamt og brosmilt fólk Fyrst var þó á dagskrá að synda í vatninu Manasarovar, hæsta fersks- vatnsstöðuvatni heims og upp- sprettu Sutlej-árinnnar. Vatnið er heilagt í augum bæði búddista og hindúa, en trú þeirra er að þeir sem baði sig í því fái lausn allra synda og bót allra meina. „Við létum slag standa og syntum. Og vorum allir á því að það hefði orðið mikil breyting á, við fyndum strax muninn,“ segir Tolli og brosir. „Maður gantast nú aðeins með þetta. En ber samt ótrú- lega mikla virðingu fyrir hlutunum. Við hittum hindúa þarna við vatnið sem buðu okkur að borða með sér og kyrja og það hreinlega geislaði af þeim. Og sama má segja um alla pílagrímana, fólk var uppljómað af ánægju.“ Fóru í 5.700 metra hæð Gangan í kringum fjallið tók þrjá daga og fól í sér talsverða hækkun, hæsta skarðið á leiðinni er í 5.700 metra hæð, en þess má geta að Lhasa er í 3.500 metra hæð. „Þarna vorum við orðnir hálf tæpir. Allir búnir að missa matarlystina og við sváfum lítið á nóttunni. Við vorum í tjöldum þessar nætur, innan um heilu fjölskyldurnar, eldamennsku og bakstur fram eftir nóttu. Ætli við höfum ekki allir fengið snert af háfjallaveiki en þó tökumaður- inn sýnu verst. Við vorum farnir að huga að því að fá hest til að koma honum niður, en þá rigndi og kall- inn hresstist.“ Og það tókst að loka hringnum í félagi við pílagríma sem voru mis- vel útbúnir en með þol og dug. „Við sáum móður með ungbarn og ber- fætta pílagríma. Það tekur aðeins úr manni hrokann, verandi í fjall- gönguskóm og útivistarfötum,“ segir Tolli. Eftir gönguna, sem kölluð er kora af heimamönnum, lá leiðin niður af hásléttunni. Nú var ekið niður í Nepal og beint í regnskóginn. Eftir 16 daga úthald voru 2.000 kílómetr- ar að baki og ógleymanleg för komin í reynslusarpinn. „Þetta var stórkostleg ferð, og maður er enn að vinna úr henni, það tekur tíma,“ segir Tolli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.