Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 88

Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 88
48 11. september 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Krakkar... það er kannski ekki að sjá núna en það var mikill fengur í honum pabba ykkar á sínum tíma! Hvernig gerðist þetta? Ég veit það ekki! Ég er búinn að rifja allt upp... Hvað gerði ég rangt? Hvað hefði ég getað gert öðruvísi? Það er MARGT sem þú hefðir getað gert öðruvísi. Þú sérð hvernig þetta fór! Ég sver að ég gerði það sem ég gat! CHELSEA? Ég veit, ég veit! Palli, ertu búinn að skrifa á afmæliskortið til ömmu? Ég ætla að gera það. HVENÆR? Kortið er búið að liggja á borðinu í viku! Skrifaðu minnis- miða fyrir mig. Ans... af hverj... Hana! Og það eina sem ég þurfti að gera var að troða penna í hendina á þér og færa fingurna til svo þeir mynduðu orðið „Palli“! Var þetta svo erfitt? Hæ, hvernig var stefnu- mótið með Tomma í gær? Ágætt, ég sagði honum upp. Ha? Af hverju? Við vorum að spjalla saman á rómantískum nótum og þá kallaði hann mig Lindu. HAAA? Þannig að ég skvetti úr glasinu mínu framan í hann, skráði mig út og eyddi honum af vinalistanum. Get ég gert eitt- hvað? Veistu hvernig maður þrífur rauðvínsbletti af lykaborði? Borgarstjóranum okkar tókst að særa fullt af fólki í vikunni þegar hann sagð- ist nýta krafta netsins að mestu í klámáhorf. Orðin voru að vísu slitin úr samhengi og Jón fékk að koma hinu rétta á framfæri í íslenskum fjölmiðlum; Google og Facebook eru vinsælastar í vafra borgarstjórans. Áður en Jóni tókst að leiðrétta misskilning- inn rauk fólk upp til handa og fóta og skipt- ist í tvo hópa, sem höfðu eins og venjulega engan áhuga á því að hlusta hvor á annan. STÖÐ 2 sýndi heimildarþátt fyrir nokkrum vikum um sögu klámsins. Niðurstaða þáttarins var í stuttu máli sú að klám hefur alltaf fylgt manninum sem er rakið til hinnar íturvöxnu Venusar frá Willendorf sem var gerð milli 22.000 og 21.000 fyrir Krist. Það kom einnig fram að fyrstu myndavélarnar voru not- aðar til að mynda klám, sem var furðu líkt því sem við þekkjum í dag (þau báru saman), þótt fólkið hafi verið öðru- vísi vaxið. Loks kom fram að fyrstu kvikmyndirnar voru fjármagnaðar með klámgróða. KLÁM er semsagt ekki nýtt af nálinni, þótt vandamálin sem fylgja því hafi vissu- lega náð áður óþekktum hæðum á tíunda áratug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari. Foreldrar glíma nefnilega við það hvimleiða vanda- mál að ala upp hina svokölluðu klámkyn- slóð. Þetta er kynslóð sem þekkir ekkert annað en að klám sé aðgengilegt á auðveld- an hátt úr hvaða tölvu sem er. Það er af sem áður var. Þegar ég fékk fyrstu tölvuna mína eyddi ég mörgum dögum í að leita að mynd af Pamelu Anderson á brjóstunum. Þegar hún fannst prentaði ég út eintök handa vinum mínum, en aðeins einn þorði að hengja hana upp inni í herberginu sínu. KLÁM er til vegna þess að fólk horfir á það. Við getum því gefið okkur að það verði allt- af til. Það er sama hversu vel okkur tekst að kæfa umræðuna um klám, blessuð börnin byrja að finna fyrir furðulegum tilfinning- um þegar þau komast á unglingsaldur og þá finna þau klám til að svala hormónaþorstan- um. En hvað er til ráða? Kannski þurfum við að sætta okkur við söguna og í staðinn fyrir að setja allt klám undir sama viðbjóðs- hattinn ættum við að fræða unglingana um hvað er rétt og rangt – eða draga línu þannig að þeir þekki muninn á ásættanlegu klámi og ofbeldisviðbjóði. ÞAÐ er nefnilega fólk innan klámiðnaðar- ins sem vill starfa innan klámiðnaðarins, eins óskiljanlegt og það kann að vera fyrir prúðmennin. Það er líka enn þá fólk að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn. Ég skil það ekki, finnst það meira að segja frekar skrýtið, en hver í fjandanum er ég til að dæma? Ásættanlegt klám
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.