Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 11.09.2010, Qupperneq 92
52 11. september 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Bókaforlagið Veröld hefur gefið út bók- ina Þú sem ert á himnum – rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum eftir Úlfar Þormóðsson. Í bókinni fer Úlfar í gegnum biblíuna og leitast við að draga upp mynd af þeim guði sem þar er að finna, milli þess sem hann bregður sér inn í nútímann og tengir innihald biblíunn- ar veruleika okkar og útlegging- um kirkjunnar manna á bók bókanna. Nokkur gróska er í útgáfu rita af guð- og trúfræðilegum toga um þessar mundir. Í upphafi mánaðar gaf Opna út bókina Trú - Mannfólkið andspænis guði sínum eftir Norðmanninn Ken Opprann. Opprann ferðaðist um heiminn í fimmtán ár og ljósmyndaði ótal trúarhátíðir, vitjaði sögufrægra helgistaða og leitaðist við að festa tjáningu trúarinnar á mynd. Þá gaf Ormstunga nýlega út Ranghugmyndina um guð eftir Richard Dawkins í íslenskri þýðingu, en þar hjólar þróunarlíffræðing- urinn í hugmyndina um æðri máttarvöld. Loks má geta að í vor kom út á vegum Upp- heima smásagnakverið Hver ert þú? eftir Njörð P. Njarð- vík, þar sem höfundurinn endusegir frásagnir af Jesú Kristi frá sjónarhóli þeirra sem urðu á vegi hans. Trúarvakning í bókaútgáfu Vetrardagskrá Útvarps- leikhússins hefst á sunnu- dag þegar leikritið Djúp- ið eftir Jón Atla Jónasson verður frumflutt. Útvarps- leikhúsið hefur breyst frá því sem var, að mati Viðars Eggertssonar leikhússtjóra og forsendur og möguleik- ar útvarpsins höfð í fyrir- rúmi. Þótt Útvarpsleikhúsið sendi út leikrit árið um kring markar frumflutningur Djúpsins eftir Jón Atla Jónasson á Rás 1 á sunnudag formlegt upphaf vetrardagskrár- innar. Verkið var upphaflega sett upp sem einleikur á sviði með Ingvari Sigurðssyni í aðalhlut- verki, sem endurtekur leikinn í Útvarpsleikhúsinu. „Þegar ég fer í leikhús hlusta ég gjarnan á verkin, frekar en að horfa, og reyni að átta mig á hvort þau henti útvarpinu,“ segir Viðar. „Og Djúpið er verk sem kemst líklega nær manni í útvarpi en á sviði,“ segir Viðar; leikarinn og hljóðmyndin fara alveg inn í mann í gegnum hljóðnemann meðan það myndast alltaf ákveð- in fjarlægð þegar maður situr úti í sal og horfir upp á svið.“ Viðar er annars hreykinn af þeirri stað- reynd að öll önnur frumflutt verk í Útvarpsleikhúsinu í vetur eru íslensk og samin gagngert fyrir útvarp. „Íslendingar eru svo lánsam- ir að eiga mörg leikskáld sem skrifa fyrir útvarp, okkur berast langtum fleiri verk en við komum að.“ Viðar segir að áður fyrr hafi Útvarpsleikhúsið snúist meira um að setja upp sviðsverk en í seinni tíð hafi það fikrast inn á sitt eigið svið. „Nú eru verkin unnin á for- sendum útvarpsins og nýttir þeir möguleikar sem útvarpið býður upp á, til dæmis klippt fram og til baka og við getum farið inn í hugarheim fólks.“ Að þessu leyti eigi útvarpið meira skylt við kvik- myndina en leikhúsið, þar sem nota megi hljóðnemann líkt og myndavél. „Nema útvarpið er fyrst og fremst leikhús ímyndunarafls- ins, sem slær öllum leikmynd- um og sjónrænni framsetningu við. Og það er það sem við reyn- um að gera á hverjum sunnudegi í Útvarpsleikhúsinu; að kveikja á ímyndunaraflinu svo fólk geti lokað augunum og séð miklu meira en með augun opin.“ Auk reglulegrar dagskrár klukkan 14 alla sunnudaga, flyt- ur Útvarpsleikhúsið einu sinni í mánuði gamlar perlur úr safni RÚV síðla á fimmtudagskvöld- um. bergsteinn@frettabladid.is Útvarp er leikhús ímyndunaraflsins Klukkan 15 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar sýn- ingu á verkum Sigríðar Heimisdótt- ur iðnhönnuðar í Hönnunarsafninu í Garðabæ klukkan 15 í dag. Sýn- ingin verður opin almenningi frá og með sunnudeginum 12. september. Á mánudag klukkan 20 flytur Sigríður síðan fyrirlestur í Hönnunarsafninu. LEIKHÚSSTJÓRINN Útvarpið kveikir á ímyndunaraflinu svo fólk sjái meira með augun lokuð en opin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR FRUMFLUTT VERK ÚTVARPSLEIK- HÚSSINS Í VETUR: ■ Djúpið eftir Jón Atla Jónasson ■ Haukur og Lilja eftir Elísabetu Jökulsdóttur ■ Fyrir hamarinn eftir Guð- mund Oddsson ■ Gamalt fólk fer ekki út á kvöldin eftir Þorstein Marels- son ■ Náföl (vinnuheiti) eftir Ævar Þór Benediktsson ■ Herbergi 408 eftir Hrafnhildi Hagalín og Steinunni Knúts- dóttur ■ Í speglinum sefur kónguló eftir Kristínu Ómarsdóttur. > Ekki missa af … Síðustu sýningarhelgi Edvard Munch og Cindy Sherman í Listasafni Íslands. Á sunnu- dag klukkan 14 verður Dagný Heiðdal listfræðingur með leiðsögn um sýningu á grafík- verkum úr fórum listasafnsins eftir Edvard Munch og sýningu á ljósmyndaverkum Cindy Sherman. Báðum sýningunum lýkur sama dag. Nema útvarpið er fyrst og fremst leik- hús ímyndunaraflsins, sem slær öllum leikmyndum og sjónrænni framsetningu við. VIÐAR EGGERTSSON ÚTVARPSLEIKHÚSSTJÓRI „… snilldarbók, gæskurík og sönn eins og ís, eins og eldur. Ef þessi bók breytir ekki heiminum erum við öll rugluð.“ – Penn and Teller „Þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins hefur skrifað æsilegustu bók ársins. Allsherjaruppgjör við trúarbrögðin.“ – Welt am Sonntag Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is The God Delusion í íslenskri þýðingu Reynis Harðarsonar í flokki fræðirita á aðallista METSÖLUBÓK UM VÍÐA VERÖLD Richard Dawkins RANGHUGMYNDIN UM GUÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.