Fréttablaðið - 11.09.2010, Side 94
54 11. september 2010 LAUGARDAGUR
Um síðustu helgi var herleg hátíð í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Mikið er um dýrðir hjá áhuga-
fólki um leiklist þegar hægt er að
sjá margar sýningar á hverjum
degi af því sem ungt leikhúsfólk er
að fást við í nágrannalöndunum.
Á Lokal-leiklistarhátíðinni í þetta
sinn voru það fyrst og fremst
Norðurlöndin sem kynnt voru með
sinni frábæru dramatík.
Ibsen og (ekki) Brecht
Teater Weimar, sænskur leik-
hópur, kom sér fyrir í Leiklist-
arskólanum. Ibsen reit um erfða-
synd eða föðurarfleifð í leikverki
sínu um Afturgöngurnar. Hvern-
ig á að túlka og hvernig á að nálg-
ast þetta eldfima efni og þennan
listavel skrifaða texta? Í sýningu
í leiklistardeild Listaháskólans
eru það tveir ungir sænskir flin-
kir leikarar sem henda sér í flest
hlutverk verksins. Í meira en ald-
argamalli umgjörð reyna þeir að
byggja upp þá spennu sem allan
tímann verður í samtali tveggja
í verkinu. Stór hluti samtalanna
var hálfgert tuldur sem síðan
hækkaði og hækkaði, stöðug átök
í tveggja manna tali. Sýningin var
líklega mjög erfið fyrir þá sem
ekki gjörþekktu textann og málið.
Það var ansi mikið stunið í saln-
um og flestir fegnir að komast út
í haust-svalann. Einkennilegt val
á verki á hátíð sem þessa.
Í Kassa Þjóðleikhússins gaf að
líta Kabarett finnlandssænska
hópsins Nya Rampen með Und-
antaget (Undantekninguna) sem
var ekki bara skemmtileg og
nýstárleg heldur full af eftirtekt-
arverðum lausnum og leikgleðin í
algleymingi.
Hópurinn fer sína eigin leið í
að smíða kabarett og einstaka
sýningu eftir að hafa farið á fund
leyfishafa Brecht-texta og fengið
neitun. Því varð úr bráðskemmti-
legur kabarett með mörgum
skemmtilegum lausnum. Húmor-
inn ræður ekki litlu í samsetningu
á svona verki fyrir utan að þau
voru fantagóðir tónlistarmenn.
Þau hófu leikinn á því að tengja
saman sængur og mynda svo úr
þeim tjald en luku leiknum með
því að loka hreinlega með fjórða
veggnum og kveðja okkur svo sem
brúður sem teygja sig upp fyrir
múra.
Dvergurinn og upprunaleit
Samnorræni hópurinn sem kall-
ar sig Teater Får 302 skellti sér
á bólakaf inn í hugarheim einn-
ar þekktustu skáldsagnapersónu
sænskra bókmennta á fimmta ára-
tugnum, nefnilega dvergsins úr
samnefndri skáldsögu Pär Lag-
erkvists undir stjórn Egils Heið-
ars Antons Pálssonar.
Þrjár konur og þrír karlar
skipta á milli sín bróðurparti text-
ans en tala þó öll úr munni dvergs-
ins. Atburðarás bókarinnar var
lengst af haldið þó með nokkrum
innskotum og tilfæringum en eng-
inn í raunverulegu aðalhlutverki.
Hér var öskrað, brölt og sullað
og skvett og konurnar áberandi
miklu betri leikarar en karlarnir.
Þetta var mikið sjónarspil og von-
andi verða sýningarnar fleiri.
The Black Tie nefnist verk
hópsins Rimini. Í Borgarleikhús-
inu stóð ung þýsk leikkona af kór-
eskum uppruna sem með hjálp
Powerpoint-tækninnar brá upp
mynd sem hún sjálf varð hluti af.
Þýsk ljóshærð fjölskylda, mamma,
pabbi og tvö börn, FÆR sér eitt
barn í viðbót, eitt barn sem fund-
ist hafði í skókassa vafið inn í dag-
blað í höfuðborg Kóreu.
Leitin að upprunanum skiptir
máli og leitin að sjálfri sér skipt-
ir máli, höfnun uppeldisforeldr-
anna og upptalning á öllu því sem
þau kostuðu hana, skipti máli og
eins skiptu falskar vonir um ein-
hvers konar svar við upprunanum
gegnum genabanka einnig máli.
Það kom glettilega fram í þessu
heimildarverki að Íslensk erfða-
greining fæst við að selja einhvers
konar hókuspókus-próf þar sem
fólk á að fá einhver svör við gena-
samsetningu sinni, greinilegt að
nýju fötin keisarans eða einhver
álíka ævintýri eru trúverðugri.
Sjónleikur Draumsins
Rúsínan í pysluendanum, Drömm-
en eða Draumurinn, er mikið
sjónlistarverk í höndum norska
leikhópsins De Utvalgte. Þar var
einnig ný eða þróuð power point-
tækni.
Áhorfendur Hafnarfjarðarleik-
hússins urðu að klifra upp undir rjá-
fur og horfa niður á mynd sem birt-
ist á gólffleti um leið og leikið var á
gólfinu og eins í þrívídd fyrir aftan
það tjald sem kvikmyndir einnig
birtust á. Margbreytileiki og stemn-
ing með áherslu á hinn hljóðræna og
sjónræna þátt verksins skapar heild-
ina. Sú litla saga sem lá til grund-
vallar var í sjálfu sér ekkert merki-
leg. Ungi maðurinn í viðtali við
klisjukenndan sálfræðing sem átti
að finna út úr því hvort hann væri
sakhæfur. Það voru myndskeiðin
og hvernig þau voru framreidd sem
voru nýstárleg. Elísabet Brekkan.
Niðurstaða: Að mörgu leyti athygl-
isverð hátíð en á heildina var það
„heimildarleikhúsvinnan“ ásamt
tækninni að hverfa inn í myndverkið,
sem stóð upp úr.
Illska, nekt og ný tækni
Leiklist
Lokal
Alþjóðleg leiklistarhátíð í Reykjavík
FÉLAG
KVIKMYNDAGER ARMANNA
Félag kvikmyndager armanna augl sir eftir
umsóknum til úthlutunar úr höfundasjó i
félagsins fyrir kvikmyndir sem frums ndar
voru í sjónvarpi e a kvikmyndahúsum,
gefnar út á DVD, e a birtar me ö rum
hætti fyrsta sinn á árinu 2009.
Rétt til úthlutunar skv. sam ykktum FK eiga:
- Kvikmyndastjórar (ekki leiknar myndir)
- Kvikmyndatökumenn
- Klipparar
- Hljó höfundar
- Ljósahönnu ir
essi úthlutun tekur eingöngu til eirra
kvikmyndaverka sem s nd voru e a gefin út ári 2009.
Umsóknarey ubla er a finna á vef félagsins
www.filmmakers.is
Umsóknir skulu berast
Félagi kvikmyndager amanna,
pósthólf 1652, 121 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 1. október 2010.
Ekki ver ur teki tillit til umsókna sem berast eftir ann tíma.
Skyndihjálp - Lærðu að bjarga mannslífi
Lærðu að bregðast við þegar mínútur skipta máli. Styttri og lengri námskeið í boði.
4 stundir: Í Kópavogi 15. sept., Hafnarfirði 18. sept. og 18. nóv., Mosfellsbæ 28.sept. og Álftanesi 11. nóv.
16 stundir: Í Reykjavík 11.-13. okt., 25.-27. okt. og 22.-24. nóv. Veitir einingu í framhaldsskóla
Skráning á www.raudikrossinn.is
og hjá deildum á höfuðborgarsvæðinu
Álftanesdeild, s: 565 2425. alftanes@redcross.is
Garðabæjardeild, Hrísmóum 4 Garðatorgi, s: 565 9494. gardabaer@redcross.is
Hafnarfjarðardeild, Strandgötu 24, s: 565 1222. hafnarfjordur@redcross.is
Kjósarsýsludeild, Rauðakrosshúsinu Þverholti 7, Mosfellsbæ, s: 564 6035. kjos@redcross.is
Kópavogsdeild, Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, s: 554 6626. kopavogur@redcross.is
Reykjavíkurdeild, Laugavegi 120, s: 545 0400. reykjavik@redcross.is
á höfuðborgarsvæðinu
Slys á börnum - Gott fyrir foreldra og eldri systkini
Lærðu um orsakir og varnir gegn slysum á börnum, einkenni algengra veikinda, þroska barna,
endurlífgun og viðbrögð við áfalli. Átta stunda námskeið.
Í Kópavogi 20. og 21. sept., Álftanesi 21. okt., Hafnarfirði 1. og 3. nóv. og Mosfellsbæ 16. og 18. nóv.
Sálrænn stuðningur - Viðbrögð við áföllum
Lærðu að veita öðrum stuðning og umhyggju eftir áföll. Lærðu um eðlileg viðbrögð fólks sem lendir
í sársaukafullum aðstæðum. Fjögurra stunda námskeið.
Í Hafnarfirði 23. sept. og 21. okt., Kópavogi 5. okt. og Mosfellsbæ 7. okt.
Framhaldsnámskeið í Hafnarfirði 18. nóv.
Félagsvinir kvenna og barna af erlendum uppruna
Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja aðstoða konu eða barn af erlendum uppruna að fóta sig í
íslensku samfélagi og rjúfa félagslega einangrun.
Í Reykjavík 16. sept.
Genfarsamningarnir og hjálparstarf á átakasvæðum
Kynning á mannréttindasamningum sem gilda í stríði og reynslu sendifulltrúa af átakasvæðum.
Í Reykjavík 14. okt.
Rauða kross námskeið