Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 98

Fréttablaðið - 11.09.2010, Page 98
58 11. september 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > ENGIN VANDRÆÐI Á CAMPBELL Ritstjóri bandaríska tískuritsins Vogue, Anna Vintour, vísar því á bug að Naomi Campbell hafi verið með vesen þegar hún var beðin um að opna tískuvikuna í New York. Campbell er þekktur skap- hundur en Vintour segir að þeir eigin- leikar hafi verið víðsfjarri þetta kvöld. Breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að farþegar hefðu kvartað undan ónæði af hálfu söngkonunnar Susan Boyle um borð í flugi frá New York til London í vikunni. Boyle ku hafa sungið hátt og grátið með reglu- legu millibili auk þess sem henni þótti ekkert verra að fá sér í tána inn á milli. Bandaríski slúðurvefur- inn TMZ komst í gær yfir tölvupóst frá talsmanni Boyle þar sem málið er útskýrt. Þar virðist Lou Reed vera aðalsöku- dólgurinn. Boyle átti víst að koma fram í American’s Got Talent og hafði í hyggju að syngja Perfect Day eftir Reed og töldu aðstandendur Boyle þetta nokkuð öruggt útspil enda vin- sælt ábreiðulag. Reed fékk veður af þessari uppákomu og aðeins tveimur klukkustundum áður en lagið var tekið upp, hafði hann samband við umboðsmann Boyle og kom í veg fyrir upptökurnar. Boyle hætti síðan við að koma fram í þættinum enda hafði hún ekki æft neitt annað lag. Fram kemur í bréfinu að Boyle hefði ekki haft neina hugmynd um andstöðu Reed og hún hafi komið henni í opna skjöldu. „Við höfðum enga hugmynd um þessa afstöðu Reed þegar við lögðum af stað frá London,“ skrifaði talsmaður Boyle. Lou Reed vildi ekki sjá Boyle EKKI VINIR Lou Reed vildi ekki að Susan Boyle fengi að flytja Perfect Day eftir sig. Boyle tók svar Reed mjög nærri sér og fékk taugaáfall í flugi á leið til London frá New York. Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail hefur Gwyneth Paltrow sam- þykkt að leika áfengissjúka tón- listarkonu í kvikmyndinni Count- ry Strong. Gwyneth er auðvitað gift Chris Martin, oftast kenndum við Coldplay, og því ættu heima- tökin að vera hæg. Samkvæmt Daily Mail mun Gwyneth leika kántrísöngkonu að nafni Kelly Canter sem má muna fífil sinn fegurri á tónlistarsviðinu. Að mati Daily Mail er augljóst að Paltrow hafi horft til kántrí- myndarinnar Crazy Heart þar sem Jeff Bridges fékk Óskars- verðlaun fyrir frammistöðu sína. Og blaðið bendir á að þetta verði fyrsta aðalhlutverk Paltrow frá árinu 2005 en þá lék hún dóttur stærðfræðisnillings í Proof. Palt- row fékk frábæra dóma en mynd- in fékk engan veginn þá aðsókn sem vonast hafði verið til. Leikur alka í nýrri mynd Michael Douglas eru gefnar áttatíu prósent líkur á því að sigrast á krabbameini sem hann greindist með á dögunum. Hann er í bar- áttuhug. Michael Douglas kveðst vera bjartsýnn á að honum takist að sigrast á krabbameini sem hann greindist með í hálsi í síðasta mán- uði. Hann viðurkennir þó að bæði geisla- og lyfjameðferðin dragi úr honum kraft og hann komist ekki yfir allt sem hann langi til að gera yfir daginn. Douglas var í einlægu við- tali við breska blaðið The Sun og sagðist hafa það ágætt. „Lækn- arnir mínir eru bjartsýnir. Ég er bjartsýnn. Auðvitað dregur þessi mikla meðferð úr manni kraft en það stóðu sig allir alveg frábær- lega og lífið heldur áfram.“ Douglas hefur hins vegar ekki dregið sig algjörlega í hlé því hann mætti til Davids Letterman á dögunum og greindi þar frá því að hann væri með krabbamein á fjórða stigi. „Þú vilt vera á stigi eitt. En þeir gefa mér áttatíu pró- sent líkur,“ sagði Douglas en eigin- kona hans, Catherine Zeta-Jones, og börnin þeirra, Dylan og Carys, hafa heimsótt leikarann á sjúkra- hús í New York þar sem meðferð- in fer fram. Douglas birtist næst á hvíta tjaldinu í hlutverki Gordon Gekko í Wall Street II en Gekko er per- sónan sem einhverjir kynnu að halda fram að hefði verið fyrir- myndin að íslenska útrásarvík- ingnum. Ætlar að sigrast á krabbameininu VONGÓÐUR Michael Douglas er vongóður um að geisla- og lyfjameðferðin eigi eftir að skila góðum árangri. NORDICPHOTOS/GETTY
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.