Fréttablaðið - 14.09.2010, Page 17

Fréttablaðið - 14.09.2010, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2010 3 Góðar barna- og unglingabækur eiga það til að gleymast séu þær ekki gefnar út aftur, enda þá yfirleitt bara hægt að nálgast þær á bóka- safni og svo hjá fornbókasölum. Það er hins vegar vel þess virði að reyna að hafa uppi á eftirlætis gömlu bókinni sinni og gaman fyrir börn að heyra hvaða bækur heilluðu foreldrana í „gamla daga“. Fyrstu lesendur bóka Guðrúnar Helgadótt- ur, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sæng- inni yfir minni eru í dag orðnir fullorðnir og upplagt fyrir þá að kynna sögurnar fyrir ung- viðinu. Bækurnar fjalla um sömu stórfjölskyld- una og stóran barnahóp sem elst upp í Firðin- um skömmu fyrir miðja síðustu öld. Bækurnar eru spennandi og bráðfyndnar og boðskapurinn er ekki síðri á okkar tímum; sá að engin fjöl- skylda er eins og ekki er gefið að allir hafi það jafngott. Bækurnar voru endurútgefnar árið 1999. Margir hugsa einnig með hlýhug til bóka- flokka sem komu út um miðja síðustu öld þar sem kvenpersónur voru í aðalhlutverki. Þrátt fyrir að bækurnar séu börn síns tíma segir bókasafnsnotkunin sína sögu. Af þeim bóka- flokkum má nefna Öddu-bækurnar eftir hjónin Jennu Jensdóttur og Hreið- ar Stefánsson er segja frá munaðarlausri stelpu er kynnist daglegu lífi um miðja öldina. Þá voru Dóru- og Völubækur Ragnheiðar Jónsdóttur frá svipuðum tíma afar vin- sælar sem og Toddu-bækur Margrétar Jónsdóttur. Ekki má gleyma sögun- um um Kára litla og hund- inn hans Lappa eftir Stef- án Júlíusson, en fyrsta bókin kom út árið 1938. Annar svipaður drengja- hunda dúett, Emil og Skundi, eftir Guðmund Ólafsson sló í gegn nærri fimmtíu árum síðar, árið 1986. Emil og Skundi var fyrsta sagan sem hlaut íslensku barnabókaverð- launin. Margir ólust upp við kvæði Páls J. Árdals En hvað það var skrýtið, með myndum Hall- dórs Péturssonar sem kom fyrst út árið 1955 en bókin var lengi ófáanleg. Bókin var hins vegar endurútgefin árið 2007 og því upplagt að skoða skemmti- legar myndir og fara með kvæði fyrir börnin um leið. Kristín Steinsdóttir og Iðunn Steinsdótir eiga margar skemmtilegar barnabækur að baki en séu einhverjar sérstaklega teknar fram sem eru komnar til ára sinna eru Knáir krakkar eftir Iðunni og Franskbrauð með sultu eftir Kristínu sérstaklega skemmtilegar. Nokkr- um árum síðar kom út verðlaunabók Friðriks Erlingssonar um Benjamín dúfu og víst er að fyrstu lesendur hennar eru margir komnir með börn sem verðugt er að kynna fyrir ævintýrum Benjamíns. juliam@frettabladid.is Lestrarstund úr fortíðinni Margir eiga sínar eftirlætisbarnabækur sem þeir hafa þó ekki augum litið frá því þeir slitu barnsskónum. Fréttablaðið tók saman nokkra íslenska titla sem foreldrar gætu endurnýjað kynnin við með börnum sínum. Gaman getur verið fyrir foreldra að rifja upp hvaða bækur voru eftirlæti þeirra í æsku og kynna sögurnar fyrir eigin börnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Eitt mest lesna barnarit síðustu aldar má telja vera En hvað það var skrýtið eftir Pál J. Árdal. Einelti er ofbeldi sem hefur margs konar birtingarmyndir. Einelti getur verið munnlegt ofbeldi eins og uppnefni, stríðni eða niðurlægjandi athugasemdir, félagslegt ofbeldi eins og að skilja útundan, efnislegt ofbeldi sem beinist að eigum fórnarlambs- ins, líkamlegt ofbeldi og andlegt ofbeldi sem birtist meðal annars þannig að fórnarlambið er þving- að til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd þess og sjálfs- virðingu. Það getur líka birst sem endurteknar neikvæðar athuga- semdir og hótanir, ýmist í dag- legum samskiptum eða í gegnum Netið eða síma. Á heimasíðu umboðsmanns barna er að finna ítarlegar upp- lýsingar um einelti, hver einkenni þolenda eru, upplýsingar um ein- elti með nýjum miðlum og leiðbein- ingar um hvað sé til ráða. Einelti á sér oftar en ekki stað innan veggja skólans og því mikilvægt fyrir for- eldra skólabarna að vera vel á verði og kynna sér birtingarmyndir þess. Sjá nánar á www.barn.is. - ve Einelti er ofbeldi Einelti getur birst á ólíkan hátt og er mikilvægt fyrir foreldra að kynna sér málið og vera vel á verði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.