Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 17
MORGUNN
159
Maðurinn hafði heitið Sven Strömberg og dáið í
Kanada 31. marz 1890. Hann lét eftir sig konu og 6
börn. Hann óskar þess, að þið tilkynnið ættingjum hans
1 Svíþjóð, að hann sé látinn. Hann átti heima í bænum
Ström í Svíþjóð, og því nefndi hann sig Strömberg, er
hann settist að vestra. Þar vestra bjó hann í einhverri
sveit, er þeir nefndu New-Stockholm. Strömberg hefði
sjálfur skrifað nafn sitt í bréfið hjá frúnni, til þess að
betur yrði eftir honum tekið. Hann hefði beðið konu
Slna, áður en hann dó, að tilkynna foreldrum sínum og
systkinum látið, en úr því hefði ekkert orðið, að hún
gerði það, og því væri hann sjálfur að reyna að koma
t>essum skilaboðum til þeirra.
Préttunum um látið var komið til ættingja hans
1 Ström, en jafnframt var leitað aðstoðar öhlens, ræðis-
P^anns Svía í Winnipeg, og hann beðinn að afla upp-
lýsinga um manninn og fjölskyldu hans. Að sjálfsögðu
var honum skýrt frá því, er um manninn hafði verið
sagt. Ræðismaðurinn lét prenta bréfið um þetta í blöð-
Unum ,,Kanadiensaren“ og „Manitoba Free Press“, og
^°ks komu fréttirnar að vestan, og reyndist það alt rétt,
Sein sagt hafði verið um Strömberg. Einhver, sem séð
hafði blaðið, fór með það til konu Strömbergs, og sagð-
lst hún reyndar hafa skrifað ættingjum hans í Ström,
en af því hún hefði haft svo mörgu að sinna eftir lát
^uanns síns, hefði ekkert orðið úr því fyrir sér að koma
hréfinu á næsta pósthús, en þangað væru 12 enskar
Piílur. Þó varð henni svo mikið um fréttina, að hún lagði
strax af stað með bréfið á pósthúsið.
Þessi saga var síðan gefin út, með öllum fylgiskjöl-
Urn, á ensku, sænsku og þýzku.
Eitthvað tveim árum síðar er hún komin til Noregs,
°í? eins og vænta mátti, komst hún þar ekki heldur hjá
hví að halda miðilsfundi, og eins og áður voru fund-
lrnir einkum líkamningafundir.
Það kom fyrir í Osló, að einn af fundarmönnum