Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 22
164
M 0 R G U N N
Sumarhugsanir.
(Bréf úr sueitinni).
Ég sit í hárri brekku á sólheitum sumardegi. Mýr-
'arnar breiðast iðgrænar fyrir neðan mig; þar vaða kýr
um og slafra í sig grængresið. En lengra í burtu ljómar
fjólubjarmi yfir melum og náiægum fjöllum, en dular-
fullur töfrablámi sveipar þau, sem fjarlægari eru. Ló-
an og spóinn, stelkurinn, steindepill og máríuertla hefja
unaðslegan samsöng, en niður árinnar leikur undir, sí-
samur og þó sí-breytilegur. Og yfir öllu hvelfist heið-
blár himinn með einstökum, hvítum skýjum, sem synda
í blámanum, en geislafljót sólskinsins streymir yfir lög
og láð. í vestri sér á dökkblátt hafið, lokkandi eins og
fjarlægustu vonir ungs manns.
Natura mater! Móðir náttúra er blíð og draum-
lynd í dag og vefur öll börn sín að barmi sér og gefur
þeim að sjúga. Og ég finn, að vér mennirnir er-
um börn hennar eins og aðrar skepnur himins, láðs
og lagar. Við gerum það að vísu að gamni okkar, eins
og barna er siður, að setja okkur upp á móti móður
okkar og þykjast vita betur en hún, en allt, sem við
erum, hefur legið falið í skauti hennar. Oss finnst stund-
um, að hún hirði lítið um oss, en hún hefur þá öðru
að sinna og vill líka venja oss við að bjarga oss sjálf.
Og hún gerir ekki upp á milli barna sinna; henni er
kongulóin jafn-kær og kýiún, maðkurinn jafn-ástfólg-
inn og maðurinn.
Menn segja stundum, að náttúran hafi ekkert sið-
ferði. Og það er satt, að hún hagar sér ekki eftir sið-
ferði mannanna. En eru ekki hin óbreytanlegu lögmál
hennar, — það, að hún er sjálfri sér jafnan samkvæm
í smáu og stóru, — eru þau ekki jafngildi mannlegra