Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 32
174
MORGUNN
vera mikið umhugað að fá að sjá plötuna. Þegar mynd-
in hafði verið framkölluð, sýndi hún þó engan líkamn-
ing af norska lækninum, en hún sýndi nokkuð annað,
sem okkur furðaði mjög á. Það sýndist vera stöng, hag-
lega sveipuð í rúmlak, svo að það var eins og herðar
með hvítum hjúp, og miðillinn studdi það með því að
halda því beinlínis með vinstri hendi skamt frá gólf-
inu. Þetta kom í ljós milli tjaldanna.
Þegar ljósmyndarinn hafði framkallað myndina, sá
hann þegar, hve grunsamleg hún var, og mintist á það
við miðilinn. Það var eins og einhverju hefði verið hvísl-
að að honum, og hann þaut í snatri út úr vinnustof-
unni. Ljósmyndarinn hljóp út á eftir honum, tók ann-
an mann með sér og fór beint til fundahússins. Þegai'
þeir komu í anddyrið, mættu þeir miðlinum, sem kom
út úr salnum. Það var mikill hraði á honum, og kvaðst
hann þurfa að fara út í bæ. Þeir tóku þó eftir, að jakk-
inn á honum bungaði út og auðsjáanlega falið eitthvað
þar undir. Það erum við síðar sannfærð um, að hafi ver-
ið rúmlakið. Þeir fóru inn í salinn og leituðu þar og
fundu stöng í matarskáp í veggnum, þar sem vitanlegt
var, að hún hafði verið. Af þessu ályktuðu þeir, að þegar
ljósmyndarinn hélt, að hann heyrði miðilinn vera að hreyfa
sig í myrkrinu, þá hafi hann farið inn í sitt eigið her-
bergi, tekið þar rúmlakið, snúið svo aftur í salinn og
sveipað því um stöngina, eins og á myndinni sést; og
þegar hann flýtti sér út úr vinnustofunni, hafi hann
farið í salinn til að koma burtu þessum tilfæringum. En
hvers vegna gjörði hann þetta ekki þegar í stað, meðan
hann var aleinn eftir í húsinu og áður en hann fór til
vinnustof unnar ?
Ljósmyndarinn gjörði nú þegar mynd eftir plöt-
unni og kom með hana til mín. Eg þóttist eins og hann
öldungis viss um, að við værum hér einhverjum brögð-
um beittir. Okkur furðaði mjög á þessu, og eg sagði:
„Ætlar nú að koma á daginn, að hann sé einnig svik-