Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Side 34

Morgunn - 01.12.1930, Side 34
176 MORGUNN verið að bægja frá einhverjum forvitnum gestum, sem vildu vera við, en læknirinn hefði sagt honum, að þeg- ar hann hefði verið að byrja tilraunina, hefði hann tekið eftir einhverjum skuggalegum rétt hjá, en hefði haldið, að ,,K. G.“ mundi bægja honum burtu. ,,K. G.“ heldur þó, að hann hafi sennilega ekki gjört það. Hann gizkar á, að þessi skuggalegi piltur hafi ónýtt tilraun- ina, því að læknirinn furðar sig á því, að hann skuli ekki sjást á myndinni. Hann hyggur það líklegast, að þessi dökki andi hafi náð valdi á kraftinum og segir, að hann skuli tala um þetta við lækninn. Hann yfirgaf þess vegna miðilinn, og lét Sigmund komast að í sinn stað á meðan. Sigmundur talaði við okkur fundarmenn um stund, en var við og við að hlusta á samtal þeirra hinum meg- in, og afsakaði, að hann gæti ekki talað við okkur sam- tímis. Hann tók þá að útskýra fyrir okkur, hvað væri að gjörast, og sagði, að gesturinn frá í gær — við skul- um kalla hann Jón, sem er algengasta íslenzkt nafn —, væri kominn, og játaði fyrir lækninum, að hann hefði raskað tilrauninni og náð valdi á kraftinum. Sigmund- ur undraðist mjög hinn ljóta grikk, sem Jón hefði gjört þeim. Aðalstjórnandinn kom þá aftur og hafði sömu sögu að segja sem Sigmundur, og bætti við, að Jón væri nú kominn og hefði náð í allan kraftinn og hann væri í versta skapi, „og guð má vita“, mælti hann, „hvernig þessum fundi lýkur, því að Jón er nú hálflíkömuð aft- urganga". Dyrunum var nú lokið upp til að hleypa Birni Jónssyni út, sem hafði óhjákvæmilegum störfum að sinna, og varð því að fara af fundi. Nú tók brátt að ókyrrast. Tjöldunum fyrir byrginu var svift til hliðar, svo að hringirnir heyrðust skrjáfa við stöngina og há- reysti uppi í byrgisræfri. En með því að byrgið var rétt hjá ofninum, var þar múrveggur, en þakið úr báru- járni. Miðillinn sat enn á stól skamt frá framhlið byrgis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.