Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 34
176
MORGUNN
verið að bægja frá einhverjum forvitnum gestum, sem
vildu vera við, en læknirinn hefði sagt honum, að þeg-
ar hann hefði verið að byrja tilraunina, hefði hann
tekið eftir einhverjum skuggalegum rétt hjá, en hefði
haldið, að ,,K. G.“ mundi bægja honum burtu. ,,K. G.“
heldur þó, að hann hafi sennilega ekki gjört það. Hann
gizkar á, að þessi skuggalegi piltur hafi ónýtt tilraun-
ina, því að læknirinn furðar sig á því, að hann skuli ekki
sjást á myndinni. Hann hyggur það líklegast, að þessi
dökki andi hafi náð valdi á kraftinum og segir, að hann
skuli tala um þetta við lækninn. Hann yfirgaf þess
vegna miðilinn, og lét Sigmund komast að í sinn stað
á meðan.
Sigmundur talaði við okkur fundarmenn um stund,
en var við og við að hlusta á samtal þeirra hinum meg-
in, og afsakaði, að hann gæti ekki talað við okkur sam-
tímis. Hann tók þá að útskýra fyrir okkur, hvað væri
að gjörast, og sagði, að gesturinn frá í gær — við skul-
um kalla hann Jón, sem er algengasta íslenzkt nafn —,
væri kominn, og játaði fyrir lækninum, að hann hefði
raskað tilrauninni og náð valdi á kraftinum. Sigmund-
ur undraðist mjög hinn ljóta grikk, sem Jón hefði gjört
þeim. Aðalstjórnandinn kom þá aftur og hafði sömu
sögu að segja sem Sigmundur, og bætti við, að Jón væri
nú kominn og hefði náð í allan kraftinn og hann væri
í versta skapi, „og guð má vita“, mælti hann, „hvernig
þessum fundi lýkur, því að Jón er nú hálflíkömuð aft-
urganga". Dyrunum var nú lokið upp til að hleypa
Birni Jónssyni út, sem hafði óhjákvæmilegum störfum
að sinna, og varð því að fara af fundi. Nú tók brátt að
ókyrrast. Tjöldunum fyrir byrginu var svift til hliðar,
svo að hringirnir heyrðust skrjáfa við stöngina og há-
reysti uppi í byrgisræfri. En með því að byrgið var
rétt hjá ofninum, var þar múrveggur, en þakið úr báru-
járni.
Miðillinn sat enn á stól skamt frá framhlið byrgis-