Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 36
178
MORGUNN
skálm mína að aftan, lítið fyrir ofan hné, og togað í
yfirfrakka minn af talsverðu afli.
Stjórnandinn sagði okkur, að Jón langaði mjög til
að brjóta niður byrgið, og uppi í mæni þess var talsvert
háreysti meðan þessu fór fram.
Júlíus Ólafsson sótti nú tréstóla fram í salinn, til
þess að við gætum setið á þeim hjá ofninum, því að enn
þá var fremur kalt þarna inni. Litlu síðar var þeim kast-
að út á gólf. Við hugðum þá, að bezt væri að taka þá
og setja þá inn í byrgið, þar sem Júlíus átti að hafa
gætur.
Eftir stundarkorn kallaði miðillinn upp í hálf-
svefni: „Haraldur Níelsson, farðu inn í byrgið“. Eg fór
ekki þegar í stað, og hann kallaði aftur: „Farðu strax
inn“. Miðillinn sýndist mjög óttasleginn; hann stóð við
hliðina á Kvaran uppi við vesturvegg herbergisins, rétt
hjá ofninum, og Kvaran hélt utan um hann með báðum
handleggjum. Eg flýtti mér þá inn í byrgið til Júlíusar
ólafssonar. f sömu svifum heyrðum við, að einhverju
var kastað, sem féll niður með miklum hávaða. Þegar
við á eftir kveiktum ljós, sáum við, að það, sem kast-
að hafði verið, var kolabytta með ausu og nokkru af
kolum í. Kolaausan lá undir fremsta bekknum, en bytt-
an lá á hliðinni á öðrum bekknum nær austurhliðinni.
Kvaran spurði aðalstjórnandanum, hvort við ætt-
um að segja miðlinum frá grunsemd okkar, en hann
bað okkur fyrir engan mun að gjöra það. Hann fullyrti,
að miðillinn vissi alls ekkert um, að nein brögð hefðu
verið í tafli, og ef honum væri sagt það, sem hafði kom-
ið fyrir, mundi hann taka sér það svo nærri, að engin
trygging væri fyrir, að ekki mundu öll fyrirbrigði í sam-
bandi við hann stöðvast algjörlega. Okkur þótti hyggi-
legast að fara að ráðum hans.
Þessi fundur stóð yfir nær því 51/2 klukkustund, og
ofanrituð frásögn er auðvitað að eins stutt ágrip af þvb
sem fram fór.