Morgunn - 01.12.1930, Side 38
180
MORGUNN
„Norski læknirinn" talaði einnig gegnum miðilinn og
sagði, að þetta væri mikið alvörumál.
Miðillinn raknaði nú úr ástandinu og vildi fá ljós
— vafalaust af því að hann var hræddur við Jón; en
ljósið var ekki kveikt.
Ef til vill furðar yður á því, að Ijósið skyldi vera
slökt, en stjórnandinn útskýrði það hvað eftir annað
svo, að ljósið væri þeim meira til ógagns, sem væru að
vernda miðilinn, heldur en Jóni, sem réðist á hann með
líkama sínum, er væri þéttari.
Þá var morgunskó Þórðar Oddgeirssonar, sem stóð
undir rúmi hans, kastað niður í handlaugina, og Kvar-
an fann eitthvað létt snerta ábreiðuna yfir rúmi hans.
Reyndist það vera hinn morgunskórinn. Þar næst var
endunum á rúminu, sem miðillinn og Þórður Oddgeirs-
son lágu í (Þórður með höfuðið næst glugganum og mið-
illinn með höfðalagið í hinum enda rúmsins), lyft á
víxl og rúmið hrist. Miðillinn lá fjær veggnum. Hann
hrópar upp, að verið sé að draga hann út úr rúminu
og er mjög óttasleginn, og biður Þórð Oddgeirsson að
halda í höndina á sér. Þórður tekur í hönd hans og tog-
ar af öllum mætti, en getur ekki haldið honum. Miðlin-
um er lyft upp yfir endann á rúminu, þar sem höfðalag
hans hafði verið, og er togaður niður á gólf, og meidd-
ist nokltuð í bakinu á rúmstokknum. í sama bili var
kastað í lampann stígvélum, sem voru undir rúmi Þórð-
ar Oddgeirssonar, og brotnaði bæði glas og hjálmur af
lampanum. Miðillinn er nú dreginn gegnum dyrnar, með
höfuðið á undan, og eftir gólfinu í fremra herberginu,
þó að hann héldi sér í alt, sem hann gat náð, og streitt-
ist af öllum mætti móti, og auk þess toguðu bæði Kvar-
an og Þórður Oddgeirsson í fótleggi hans. Þeim tóksi
um síðir að komast undir herðar hans, þótt erfitt væri
að lyfta honum. Þeir gátu þó komið honum í rúmið, en
ekki gat hann staðið á fótunum. Þegar miðillinn var nú
aftur kominn í rúmið, settist Þórður Oddgeirsson fyi'ir