Morgunn - 01.12.1930, Page 39
MORGUNN
181
íraman hann. En þá var fótum miðilsins lyft af svo
^iklu afli, að Þórður gat ekki með öllu sínu afli haldið
fótlegg hans niðri. Kvaran náði í annan fótlegginn, en
Sat ekki heldur haldið honum niðri. I sama vetfangi
Se&ist miðillinn sjá norska lækninn koma til Jóns og
hrinda honum, svo að hann hrasaði.
Þeim þótti nú öllum þx*emur þetta fara að verða
01 heitt fyrir sig, svo að þeir ákváðu að yfirgefa hús-
og fara heim til Kvarans.
Eftir að þeir fóru heim til hans, hélt enn áfram
nokkur ókyi'rleiki. Til þess að hita herbergið, var kveikt
1 ofni og notaðar til þess nokkrar spýtur. Fáum mínút-
Urn seinna var lítilli spýtu (broti úr vindlakassa) lyft
frá gólfinu, og færð til í fullri birtu um 4—6 fet. Bók,
Senr lá á borði við hliðina á slaghörpunni, var kastað í
^engilampa, sem logaði í gestastofunni, þar sem enginn
Var inni, en dyrnar milli hennar og borðstofunnar, þar
sem þeir sátu þrír, voru opnar. Bókin kastaðist frá lamp-
anum yfir á spilaborðið, sem stóð við þann vegginn, sem
f.íser var, og lenti á litlum lampa, sem stóð þar, sló af
honum hjálminn og feldi tvær ljósmyndir, sem stóðu á
borðinu og fjellu á gólfið. Jurtapottur, sem stóð í gesta-
stofunni, þar sem enginn var, var fluttur til um nokkra
Þumlunga. Á hengilampanum sást, að hann hafði feng-
rð högg, því að hann sveiflaðist á eftir dálitla stund
íram og aftur. Högg heyrðust í veggina í báðum hei’-
bergjunum.
Stjórnandinn hafði aftur beðið um (í ósjálfráðri
skrift Indriða Indriðasonar), að vörður væi’i hafður hjá
^íðlinum í húsi tilraunafélagsins. Varðmennirnir höfðu
komið sér saman um að hittast kl. 11 i/o e. h., 9. des., í
skrifstofu Björns Jónssonar (er þá var blaðstjóri, en
seinna ráðheri’a). En áður en þeir komu og meðan Björn
Jónsson var einn með miðlinum, gjöi'ðust nokkur eftir-
takanleg firðhi’æi’ingarfyrirbrigði í björtu gasljósi; t. d.
Voru stólar hreifðir og stór bók hentist niður úr efstu