Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Side 40

Morgunn - 01.12.1930, Side 40
182 MORGUNN hillu í háum bókaskáp, og sagðist miðillinn á sömu stundu sjá Jón standa hjá honum. Þegar við nálguðumst húsið, sagðist miðillinn sjá Jón standa fyrir innan gluggann á fordyrinu, með illúð- legu glotti. Ýmislegur ókyrrleiki varð þessa nótt. Einu sinni hrópaði miðillinn, að Jón væri að blása og hvása á hann, og í sama bili var lyft upp litlu borði, sem stóð við höfðalag hans. Féll það á rúmið með miklum há- vaða. Það hafði kastast í vegginn og brotnað í tvent. I annað sinn var rúmið, sem miðillinn lá í, fært frá veggn- um, þó að annar vökumaðurinn sæti á rúmstokknum og eg studdi með báðum höndum á endann á rúmstæðinu. Næstu nótt, 10. des., gjörðist það, sem hér fer á eftir. Þessa nótt ætlaði herra Brynjólfur Þorláksson, organleikari í dómkirkjunni í Reykjavík, að vera hjá miðlinum og félaga hans. Þórður Oddgeirsson og miðillinn fóru hvor í sitt rúm, en Brynjólfur Þorláksson lagðist niður á legubekk- inn í fremra herberginu. Miðillinn fór nú í sambands- ástand. ,,K. G.“ segir, að hann verði að flýta sér, því að Jón sé á leiðinni til okkar. Norski læknirinn og Sig- mundur gjörðu einnig vart við sig, og sagði Sigmund- ur, að hann hefði hitt Jón í dag, og hann hefði þá ver- ið útbúinn með töluverðum krafti. Eftir það vaknaði mið- illinn. Eftir boði stjórnandans, var ekkert ljós. Kerta- stjökum, sem höfðu staðið á harmóníinu í fremra her- berginu, var kastað niður á gólf; bursta, sem hafði ver- ið undir kommóðunni í sama herbei'gi, var kastað inn í innra herbergið. Miðillinn hljóðaði nú á hjálp, og sagð- ist sjá Jón. Brynjólfur Þorláksson kom inn og lagðist of- an á hann í rúminu. Borðinu milli rúmanna var lyft upp í rúm Þórðar Oddgeirssonar. Brynjólfur Þorláksson tók það, og setti það þar sem það stóð áður, og íor síðan aftur í fremra herbergið. Miðillinn hrópaði þá aftur úr rúmi sínu, að Jón væri þar. Brynjólfur Þorláksson kom í dyragættina milli herbergjanna, og fékk gusu af vatni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.