Morgunn - 01.12.1930, Page 40
182
MORGUNN
hillu í háum bókaskáp, og sagðist miðillinn á sömu
stundu sjá Jón standa hjá honum.
Þegar við nálguðumst húsið, sagðist miðillinn sjá
Jón standa fyrir innan gluggann á fordyrinu, með illúð-
legu glotti. Ýmislegur ókyrrleiki varð þessa nótt. Einu
sinni hrópaði miðillinn, að Jón væri að blása og hvása
á hann, og í sama bili var lyft upp litlu borði, sem stóð
við höfðalag hans. Féll það á rúmið með miklum há-
vaða. Það hafði kastast í vegginn og brotnað í tvent. I
annað sinn var rúmið, sem miðillinn lá í, fært frá veggn-
um, þó að annar vökumaðurinn sæti á rúmstokknum og
eg studdi með báðum höndum á endann á rúmstæðinu.
Næstu nótt, 10. des., gjörðist það, sem hér fer á
eftir. Þessa nótt ætlaði herra Brynjólfur Þorláksson,
organleikari í dómkirkjunni í Reykjavík, að vera hjá
miðlinum og félaga hans.
Þórður Oddgeirsson og miðillinn fóru hvor í sitt
rúm, en Brynjólfur Þorláksson lagðist niður á legubekk-
inn í fremra herberginu. Miðillinn fór nú í sambands-
ástand. ,,K. G.“ segir, að hann verði að flýta sér, því
að Jón sé á leiðinni til okkar. Norski læknirinn og Sig-
mundur gjörðu einnig vart við sig, og sagði Sigmund-
ur, að hann hefði hitt Jón í dag, og hann hefði þá ver-
ið útbúinn með töluverðum krafti. Eftir það vaknaði mið-
illinn. Eftir boði stjórnandans, var ekkert ljós. Kerta-
stjökum, sem höfðu staðið á harmóníinu í fremra her-
berginu, var kastað niður á gólf; bursta, sem hafði ver-
ið undir kommóðunni í sama herbei'gi, var kastað inn
í innra herbergið. Miðillinn hljóðaði nú á hjálp, og sagð-
ist sjá Jón. Brynjólfur Þorláksson kom inn og lagðist of-
an á hann í rúminu. Borðinu milli rúmanna var lyft upp
í rúm Þórðar Oddgeirssonar. Brynjólfur Þorláksson tók
það, og setti það þar sem það stóð áður, og íor síðan
aftur í fremra herbergið. Miðillinn hrópaði þá aftur úr
rúmi sínu, að Jón væri þar. Brynjólfur Þorláksson kom
í dyragættina milli herbergjanna, og fékk gusu af vatni