Morgunn - 01.12.1930, Side 41
MORGUNN
183
íi’atnan í sig og í sama bili féll vatnskanna fyrir fæt-
Ur hans. Vatnskannan hafði staðið undir þvottaborðinu,
sem var 4—6 fet frá fótagafli miðilsins. Brynjólfur Þor-
láksson hélt áfram að rúmi miðilsins, þar sem hann lá
sParkandi, og bað hann Brynjólf að halda sér niðri.
^rynjólfur settist niður á rúmið og þrýsti öðrum hand-
je&gnum ofan á brjóst miðilsins. Miðillinn æpti í ang-
lst, að Jón væri að koma. Brynjólfur lagðist þá ofan á
uúðilinn ofanverðan. í sama bili er tekinn náttpottur
Undir rúmi miðilsins og kastað út í fremra herbergið,
°& brotnaði hann þar á gólfinu. Rúmið, sem þeir tveir
^águ í, var þá flutt frá veggnum hér um bil eitt fet, þrátt
fyrir það, að Brynjólfur spyrnti af öllum mætti í hitt
yámið, og um leið finnur hann, að hann verður að beita
öllu afli, til þess að halda miðlinum niðri í rúminu. Með-
an þetta gjörðist, fór Þórður Oddgeirsson fram úr rúmi
Slnu til að koma Brynjólfi Þorlákssyni til hjálpar. Þá
Var hafið á loft borðið, sem stóð milli rúmanna, og kom
niður á herðar Þórði. Hann greip þá um einn fót þess,
°S hélt því meðan hann fór í rúm sitt aftur, og dró á-
ðreiðuna upp yfir höfuð. Hann fékk þá um hríð stöð-
ugt högg í höfuðið af borðplötunni. Eftir þetta kom þeim
Saman um, Brynjólfi og Þórði, að yfirgefa húsið. Þeir
sPyrja stjórnandann um leyfi og miðillinn segir, að hann
svari: ,,Já, í guðsbænum gjörið þið það“. Þeir kveiktu
S1ðan á olíulampa, sem stóð á kommóðunni milli þvotta-
þ°rðanna í svefnherberginu, og á þremur kertum í
lremra herberginu. Br. Þorláksson stóð í dyragættinni
ruilli herbergjanna og Þói’ður Oddgeirsson sat á legu-
bekk í fremra herberginu, en miðillinn stóð í rúmi sínu
°K var að byrja að klæða sig. Br. Þorláksson gaf gætur
að miðlinum og sá, að honum var slengt niður á rúm-
Hann þaut þá til hans, en í sama vetfangi þeyttist á
uftir honum kanna, sem stóð á kommóðunni; lenti hún
a ufninum í fremra herberginu, og brotnaði í mola.
Miðillinn tekur nú aftur til að klæða sig, og fer í